Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › CB frá Ameríku
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefán Stefánsson 22 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.01.2002 at 22:34 #191285
AnonymousÉg hef verið að pæla í að fá mér cb stöð keypta í USA.
En á heimasíðunni sem eg fann þessa stöð, stendur ekkert hvort hún sé AM eða FM, Veit einhver hvort þessar ameriku stöðvar
seu nothæfar hér á landi, og hvorri tíðninni þær eru ??Villi Ara
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.01.2002 at 00:31 #458536
Sæll.
Svona CB stöð hérna heima kostar ekki nema 10-15 þúsund kall ný. Borgar sig að standa í innflutningi á þessu dóti sjálfur? Hvað kostar svona stöð heim komin með öllum gjöldum og VSK?
Annars mæli ég frekar með fjárfestingu í VHF, enda CB að detta út að stórum hluta, þar sem þeir sem hafa VHF hætta að nenna að tala í CB með tímanum (tómir skruðningar og vesen og heyrist ekki nema örfáar bíllengdir). Ef þú ætlar ennþá í þetta CB dót, passaðu þig þá á því að stöðin sé allavega með AM mótun (FM er í lagi en er ekki gott eitt og sér).
Allir í VHF!!!
Ferðakveðja,
BÞV
24.01.2002 at 04:43 #458538Allar CB stöðvar seldar í usa eru AM og senda á 4 wottum
Hér gilda evrópskar reglur sem leyfa bara 2.5 á am en 4
wött í FM. Vegna þess hve Evrópski markaðurinn fyrir CB
stöðvar er miklu minni, eru evropu stöðvar um 3 sinnum
dýrari þær amerísku.
Sjá http://um44.klaki.net/bunadur.html
Vegna þessa er erfitt að senda amerískar stöðvar í póst
(þegar ég reyndi það stal pósturinn stöðinni).Sæmkmæmt skraningum a postlista vegna nylðaferða
umhverfisnefndar eru um 15% bila með VHF, þannig að
það er langt i að hægt se að ætlast til að slikt se i
öllum bilum.I ferðinni 101 Reykjavik er bannað að nota VHF milli hopa
svo að þeir sem eru eingöngu með VHF komast ekki i
þa ferð.Fyrir suma, en ekki alla, skiftir mali hvort talstöð kostar
6000 kr eða 50000 kr. Er það skoðun formannsins að þeir
fyrrnefndu eigi ekki erindi a fjöll?
24.01.2002 at 09:21 #458540Ég er sjálfur með CB keypta í USA og hef verið með í nokkrum bílum, þetta eru AM stöðvar og síðast þegar ég keypti mér stöð þá kostaði hun um ISK 4500.
CB er langódýrasti kosturinn til að halda samskiftum uppi á milli bíla og hefur dugað alveg ágætlega hingað-til.salutations
Jon
24.01.2002 at 21:18 #458542
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég hringdi í eina af fjarskiptabúðunum og þar var mér sagt að
AM stöðvar væru að detta út! Og FM að taka við.
Er það rétt, CB stöð þar með bæði FM og AM kostar 22 þúsund
með loftneti. En hægt er að fá cb stöð i USA á 7000 kr.
Af fengnum svörum held eg að mér sé óhætt að kaupa hana!!
Svo er það rétt að það eru ekki allir sem eru fæddir með gullskeið í kjaftinum og þurfa að pæla í aurnum.
Og einhverstaðar verða menn að byrja!
25.01.2002 at 08:22 #458544Þú ættir að athuga eitt, ef þú ætlar að flytja þessa stöð inn til landsins á eðlilegan hátt að kanna áður hvort einhverjar anmarkanir séu á því t.d. tollur, fjarskifta-eftilit ofl ? Annars er lang þægilegast ef menn hafa tök á að fá einhvern til að setja þetta í farangurinn hjá sér.
Gangi þér vel
Salutation
Jon
25.01.2002 at 08:39 #458546Það er ekki rétt sem ég skrifaði í gær, að ekki mætti
nota VHF innan hópa í ferðinni Reykjavík 101. Ég veit
ekki hvort minnið hefur brugðist mér, eða hvort reglunum
hefur verið breytt.Fyrir rúmu ári keypti ég CB stöð og loftnet með segulfæti
í Radío Shack í USA. Stöðin kostaði 30 eða 40 dollara,
og loftnetið 20. Radio Shack er mjög stór keðja með búðir
út um allt.Í fríhöfninni kostar CB stöð af gerðinni President Harry
kr. 14250 (http://www.dutyfree.is). Ég spurðist nýlega
fyrir um verð á loftnetum í búðum í Reykjavík.
Það reyndist vera um 6000 kr.
Mér finnst að það eigi að tilheyra fortíðinni að menn
sætti sig við margfalt hærra vöruverð hér á landi en
erlendis. VSKurinn skýrir ekki þennan mun. Það má heldur
ekki gleyma því að verðin erlendis eru smásöluverð.
29.01.2002 at 22:54 #458548Sæll eik. Þrátt fyrir áform mín um að svara ekki greininni þinni í samtali okkar um daginn, hef ég nú ákveðið að gera það, enda ekki aðrir til frásagnar um það sem okkur fór á milli í því samtali.
Mér finnst gæta grundvallar ósamræmis í samanburði þínum þegar þú berð saman sem valkosti, ódýrustu CB stöð sem hugsanlega er hægt að finna í USA, ólöglegri til notkunar á Íslandi og þar að auki smyglaðri til landsins og VHF stöð sem seld er hér á landi með öllum leyfum OG KOMIN ÍSETT Í BÍLINN.
Þegar þú nefnir 6.000 kr. vs. 50.000 kr., þá eru þetta valkostirnir. Þú hefur sjálfur lýst því að þessar CB stöðvar sem þú ert að mæla með séu óheimilar til notkunar hér á landi og því verður þeim varla komið inn í landið nema með ólögmætum hætti. Varla er því rétt af þér að tala um að pósturinn hafi "stolið" stöðinni sem þú reyndir að flytja hingað inn, því væntanlega hefur hún einfaldlega verið gerð upptæk sem ólögmætur varningur (skal þó ekki fullyrða um þetta).
Þegar ég er að mæla með VHF umfram CB, þá byggjast skoðanir mínar einungis á minni reynslu og minna ferðafélaga (ég hef haft VHF síðan snemma árs 1998). Það er því algjör óþarfi að dylgja með það að mér finnist betra að kaupa bara það sem dýrara er af því að það skipti mig ekki máli hvað hlutirnir kosta.
Ef menn vildu bera saman fordómalaust kostnað við kaup á VHF og CB stöðvum, þá er rétt að miða við sömu forsendur. Ef menn kaupa VHF í útlöndum og smygla þeim ólöglega til landsins, þá geta menn fengið stöðvar þar á 20-30.000 kr. Þá hins vegar er hins vegar mikil hætta á að menn séu með ólögmætan búnað, þó ekki sé hægt að fullyrða um það í öllum tilfellum. Þá er rétt að geta þess til upplýsingar fyrir þá sem ekki þekkja VHF, að þegar menn kaupa slíka stöð, þá eru engar rásir í henni tilbúnar til notkunar ens og t.d. er með CB. Menn verða að sýna þjónustuaðila skriflegar heimildir sínar til innsetningar á þeim rásum sem þeir vilja fá settar inn í stöðvarnar til að það gangi eftir. það getur því verið varasamt að standa eins og álfur með smyglaða stöð með engum rásum (ég geri ráð fyrir að innlendir þjónustuaðilar séu ekki sérstaklega að leggja sig fram um að setja rásir inn í ólöglegar stöðvar, enda er þeim það óheimilt). Jafnvel þótt menn með einhverjum ráðum komi inn tilteknum rásum um síðir, þá eru þeir samt með ólöglegan búnað og þurfa að pukrast með hann til að eiga ekki á hættu að hann verði gerður upptækur.
Í því sambandi er rétt að ég upplýsi það hér og nú að ég hef fregnir af því að fjarskiptaeftirlitið (Póst- og fjarskiptastofnun) sé nú að undirbúa að koma á virku eftirliti með þessum búnaði og þá má vænta þess að ólögmætur búnaður verði gerður upptækur ef til hans næst.
Hér á landi kosta góðar CB stöðvar frá u.þ.b. 12.000 kr. (President Harry sem þú nefnir að kosti 14.250 í Duty Free í Keflavík, kostar kr. 13.250 til félagsmanna hjá Aukaraf). Ég veit ekki hvað Midland stöðvarnar frá Radíóþjónustu Sigga Harðar kosta núna en síðast þegar ég keypti svoleiðis stöð var hún á milli 13 og 14 þúsund með skanner, rásahnapp í mikrafóni o.fl. Tilboð til félagsmanna á VHF stöð frá Radíóþjónustu SH, með loftneti, og ísetningu í bílinn er um 48.000 kr. Aukaraf mun að eigin sögn bjóða á næstunni stakar VHF stöðvar á 39.900 kr. til félagsmanna (ég held án loftnets og ísetningar). Ég veit að Hátækni og Nesradíó eru einnig að selja VHF stöðvar (hugsanlega fleiri aðilar) en ég hef ekki upplýsingar frá þessum aðilum á hraðbergi.
Það sem þó skiptir höfuðmáli í þessu öllu saman er þetta: Hér er einfaldlega alls ekki um sambærilegan búnað að ræða, þótt báðir hlutirnir falli undir heitið "talstöð",svo mikill er munurinn á virkni og gæðum þessara stöðva. CB er mjög skammdrægt með svo litlum styrk sem hér er í boði (sama hvort stöðin er smygluð eða ekki) og nýtist því ekki að ráði nema til samskipta milli bíla á tiltölulega stuttum vegalengdum. VHF er hins vegar langdrægur búnaður með hágæða samtalsflutningi. Reyndar skiptir máli hvort sæmileg sjónlína er til staðar á VHF eins og á CB (er þó alls ekki eins viðkvæmt og CB). Til þess að leysa það vandamál, hefur Ferðaklúbburinn 4×4 varið miklum fjármunum og vinnu í að byggja upp endurvarpakerfi á hálendinu (sjá nánar á heimasíðunni). Með tilkomu þess, er nú hægt að hafa samskipti á VHF um stóran hluta miðhálendisins og víða til byggða. Þar sem sólarhringsvöktun er á nokkrum stöðum í byggð og einnig á Hveravöllum, er VHF kerfið gríðarlega mikilvægt öryggiskerfi og á allt öðrum standard en CB. VHF stöðvarnar eru frábærar til samskipta milli bíla, algerlega truflanalaus samtöl. Ég gæti sagt þér margar sögur um ótrúlega góða virkni þessa kerfis en spara það þar til síðar. Samanburður á þessu tvennu er því með öllu óraunhæfur.
Eik, þú hefur sjálfur leiðrétt rangfærslur þínar vegna fullyrðinga um "101 Reykjavík", en hið rétt er að þar er hópum bannað að nota VHF til samskipta milli bíla nema að allir í viðkomandi hóp séu með VHF. Þarna er að mínu viti kjarninn í því vandamáli sem við er að etja; Það eru svo margir bara með CB að þeir sem eru með VHF verða líka að vera með CB til að ná til hinna. Það er hins vegar ekki af því að CB sé svo gott í sjálfu sér, heldur vegna þess að flestir ráðast fyrst í kaup á CB, enda ódýrari búnaður eins og margoft hefur komið fram.
Í samtali okkar um daginn eftir að þú skrifaðir á spjallið kom fram að þú hefðir ekki reynslu af notkun á VHF í jeppaferðum og þar með ekki af endurvarpakerfi Ferðaklúbbsins. Það er að sjálfsögðu staðreynd sem er til þess fallin að skýra skrif þín um kerfið bæði hér á síðunni og eins á þinni annars ágætu heimasíðu. Það er auðvitað óvarlegt að setja fram skoðanir sem byggjast ekki á reynslu eða þekkingu á því sem um er rætt.
Ég hef aldrei haldið því fram að þeir sem ekki séu með VHF eigi ekki erindi á fjöll. Dylgjur um það eru að því er mér virðist af sömu rót og dylgjur um það að það skipti mig ekki máli hvað hlutirnir kosta. Ég frábið mér slíkan ómálefnanlegan málfluting bæði í minn garð og annarra hér á spjallinu.
Að lokum vil ég þakka þér eik, fyrir frábært framtak ykkar félaga í umhverfisnefnd félagsins (sem ég þykist vita að þú hefur borið hitann og þungann af) við þá nýbreytni að bjóða félögum með í ferðir á netinu. Af samtölum mínum við félaga í klúbbnum heyri ég alla hæla þessu framtaki ykkar í hástert, enda virðist þessi háttur á að ná til manna virka vel og ferðirnar ykkar á Grímsfjall og á Langjökul hafa eftir því sem ég hef heyrt verið til mikils sóma.
Með ferðakveðju,
BÞV
29.01.2002 at 23:47 #458550
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég vill nú bara benda á það að CB er kjaftastöð á milli bíla, en VHF er ekki kjaftastöð heldur öryggistæki og til þess að koma mikilvægum skilaboðum lengri vegalengdir á milli manna, og þá á að hafa þau eins stutt og hnitmiðuð og mögulegt er.
Bendi mönnum bara á að fara á fjarskiptanámskeið áður en að menn versla VHF stöð, því það er sennilega ekkert verra en að komast ekki að í neyð vegna þess að menn eru að fíflast í stöðinni.
30.01.2002 at 00:33 #458552Sæll Finnur.
Ég er þér sammála um að VHF stöð er mikilvægt öryggistæki og einnig að menn eigi að hafa stutt og hnitmiðuð samskipti á endurvarparásum, enda nást þær sumar tiltölulega víða um landið. Á þeim rásum eiga hópar alls ekki að hafa samskipti sín í millum (innan hópsins) nema að brýna nauðsyn beri til.
Mér og mínum félögum hefur hins vegar einnig gengið vel að nota VHFið sem "kjaftastöð" á milli bíla. Sá þáttur notkunarinnar hefur gengið vandræðalaust, enda hefur klúbburinn yfir að ráða (mig mynnir 10 eða 12 rásum) sem einungis eru ætlaðar sem beinar samtalsrásir á milli bíla. Samskiptin með þessum stöðvum eru á allt öðrum level en samskipti með CB hvað gæði snertir (engir skruðningar né aukahljóð, margfalt skýrara tal og miklu meiri drægni).
Með kaupum á VHF sameinar þú því kaup á öryggistæki og tæki til að halda uppi samræðum á milli bíla í hópi. Að mínu viti er CB því algerlega óþarft (nema auðvitað ef maður vill ná sambandi við alla þá sem eru með svoleiðis stöðvar en eru enn ekki komnir með VHF!).
Með ferðakveðju,
BÞV
30.01.2002 at 18:19 #458554
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mín reynsla af CB e nú bara góð, kanski er það vegna þess að ég tel mig hafa vit á þessum hlutum og þeir sem ég umgengst hafa vit á svona hlutum. Það er nú bara þannigað það skipti máli hvernig hluturin er notaður.
Ástæðan fyrir því að menn hafa slæma reynslu af CB er kanski vegna þess að þeir hafa fundið einhverja stöð sem er í lægi, rekist á loftnestkapal niðrí geymslu og fengið loftnetið sem Jói frændi notaði einu sinn en er löngu hættur að nota. En það er ekki nóg, menn þurfa að vera með rétt loftnet og góða kapla, svo þarf stöðin að vera rétt stillt.
En þegar mnenn fá sér VHF þá er það eitthvað pakkatilboð, stöð, innsetning á rásum, loftnet og ísettning í bílinn á Kr XX,XXX.- Það er gert af fagmönnum þannig að þá virkar draslið að sjálfsögðu.
Þannig að ég hvet menn til þess að kanna þessi atrið áður en menn flegja CB stðini.
P.s. Svo ef menn eru í neið og engin heyrir í VHFinu þá gæti verið Bj.Sv. hinum megin við hæðina sem gæti heyrt í CBinu ef menn reyna, því að þær eru ekki með sömu tíðni í sínum VHF stöðvum og 4X4 (sem væri reyndar sniðugt, að hafa eina sameiginlega rás) en þeir eru oftast með CBið á sömu rásum og jeppakllar.
31.01.2002 at 07:24 #458556Sæll Finnur.
Nú má ekki misskilja mig, en ég hef út af fyrir sig ekki slæma reynslu af CB og því síður er ég að hvetj menn til að henda þeim búnaði. Eins og ég hef áður sagt er bara verið að bera saman mjög ólíkan búnað (teygjubyssu vs. veiðiriffil). Þú drepur ekki fíl með teygjubyssu…
Einnig er rétt að geta þess að björgunarsveitirnar hafa fengið leyfi klúbbsins til að vera með okkar rásir í sínum stöðvum, þannig að það á ekki að þurfa CB til að ná sambandi við þær (reyndar eru sumir okkar félaga einnig með rásir björgunarsveitanna, þar sem þeir eru einnig félagar þar).
Ég tek heilshugar undir vangaveltur þínar um að margir eru að nota allskonar búnað (gömul loftnet og kapla), láta ekki stilla standbylgju o.fl. o.fl. þannig að CBið þeirra virkar aldrei eins og það gæti gert með réttum búnaði og vinnubrögðum.
Ert þú að nota VHF stöð í þinni ferðamennsku? Gaman væri að heyra frá fleirum sem nota slíkar stöðvar og hafa reynslu af þeim og endurvarpakerfi klúbbsins.
Ferðakveðja,
BÞV
31.01.2002 at 14:48 #458558
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Las af miklum áhuga þessar umræður um CB og VHF. Niðurstaðan af lestrinum er sú að ég ætla ekki að breyta þeirri stefnu minni að kaupa fyrst CB-stöð (og ganga almennilega frá henni) í Ameríska bensínjeppann sem ég er að byrja að breyta.
Í síðasta jeppa (jappnsekur díeselkláfur) var ég með CB og NMT, notaði CB til að spjalla á milli bíla og NMT sem öryggistæki. Ég er enn þeirrar skoðunar að CB sé rétta græjan fyrir millibílaspjall en spurningin er sú hvort maður sleppir ekki NMT-símanum og setur VHF-stöð í staðinn? Það væri áhugavert að heyra skoðun manna á því hvort NMT hefur ekki í raun runnið sitt skeið, með bættu "coverage" í GSM-kerfinu og með tilkomu VHF-kerfisins til viðbótar.Fjallakveðjur
Hjeppi
31.01.2002 at 15:36 #458560
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég nota bæði VHF og CB, og held að ég hafi komið því til skila hvernig ég nota þennan búnað. En ég vill reyndar koma því á framfæri að ég er ekki að halda því fram að CBið sé jafn gott og VHFið, en CBið er mjög gott í því sem af því er ættlast.
Svo stunda ég líka mikið sleða og göngu ferðir, þá nota ég að sjálfsögðu VHF handstöðvar (reyndar með stærra loftnet á sleðanum)
Ég er meðlimur í Bj.Sv. en vissi ekki að við mættum setja rás frá ykkur í okkar stöðvar, það þarf bara að fari í það, því hvað gerum við ekki fyrir meira öryggi.
En eins og þú kannski veist þá er óþarfa kjaft í VHF hjá Bj.Sv. ekki vel séð þannig að við höfum tamið okkur það að nota CB í svona kjaft á milli bíla og höldum því áfram.
31.01.2002 at 18:05 #458562Ég er sammála Finni með það að menn séu að nota gamlar CB stöðvar og eitthvað loftnet sem þeir fengu af land rovernum hans afa sem var rifinn fyrir 15 árum og þá er ekki von að menn geti ekki treyst þessu á milli bíla. Menn eiga ekki að hætta að nota CB því að þetta er ódýrasti kosturinn í jeppana og það ódýrasta kemur vanalegast fyrst. Að mínu mati er CB jafn mikilvægt og skófla eða spotti því að það eru til óteljandi dæmi um að menn vari hvorn annan við grjóti, skurðum, sprungum og öðru á keyrslu og afstýri þannig slysum eða skemdum á bílum. Það væri líka gaman að fá einhvern VHF sérfræðing til að sýna fram á það að VHF sé jafn gott og NMT því að það fer að verða auðveldara að fá sér notaða VHF stöð heldur en NMT síma, og þá á ég við að endurvarpakerfið sé jafn gott, ekki kall á milli bíla heldur kall í byggð.
Fjallakveðja Stebbi…..sem ætlar að hafa CB og NMT síman í bílnum eitthvað lengur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.