This topic contains 26 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 18 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Menn tala um allskonar búnað sem er á bílnum sem þeir telja nauðsynlegan en gleyma stundum eigin öryggi; svo sem að vera með nokkur auka teygjubindi, gott vasaljós ullarteppi og líflínu 120 -150m sem ætti að vera í bílnum. að auki 1 karabínu (örikislás) og 1 áttu ( siglikja).
Að vísu þurfa menn að kunna að nota þetta. Ég er ekki að tala um að menn þurfi að vera fullnuma í fjallaklifri en það er allt í lagi að kunna undirstöðurnar.
Líflína getur komið að góðum notum þegar menn eru að vaða ár eða önnur vötn,og jafnvel síga fram af hengju en menn gera lítið af því að nota þær.
Ég tel þetta jafn nauðsynlegt og að vera með slökkvitæki og sjúkrakassa í bílnum.
Menn kunna að skipta um öxla og drifsköft, sjóða saman brotna hluti en hvernig væri að kunna svolítið meira í öðrum málum sem okkur getur skipt máli og gæti komið að gagni..
það er alveg örugglega hægt að fá menn úr Apaklúbbnum eða Flugbjörgunarsveitinni til að kenna okkur hvernig menn eiga að bera sig að og hvað þeir eiga að varast og hvað með SKYNDIHJÁLPA NÁMSKEIÐ ..
( Menn ættu að láta yfirfæra slökkvitækin hjá sér svo þau virki þegar á þeim þarf að halda ef það er dufttæki þá sest í þeim og verður eins og steypa, það þarf að skoða þau á eins – tveggja ára fresti ,það ekki nóg að vera með þau í bílnum)
kv,, mhn
You must be logged in to reply to this topic.