Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Búnaður
This topic contains 26 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 18 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
07.03.2006 at 12:27 #197484
Menn tala um allskonar búnað sem er á bílnum sem þeir telja nauðsynlegan en gleyma stundum eigin öryggi; svo sem að vera með nokkur auka teygjubindi, gott vasaljós ullarteppi og líflínu 120 -150m sem ætti að vera í bílnum. að auki 1 karabínu (örikislás) og 1 áttu ( siglikja).
Að vísu þurfa menn að kunna að nota þetta. Ég er ekki að tala um að menn þurfi að vera fullnuma í fjallaklifri en það er allt í lagi að kunna undirstöðurnar.
Líflína getur komið að góðum notum þegar menn eru að vaða ár eða önnur vötn,og jafnvel síga fram af hengju en menn gera lítið af því að nota þær.
Ég tel þetta jafn nauðsynlegt og að vera með slökkvitæki og sjúkrakassa í bílnum.
Menn kunna að skipta um öxla og drifsköft, sjóða saman brotna hluti en hvernig væri að kunna svolítið meira í öðrum málum sem okkur getur skipt máli og gæti komið að gagni..
það er alveg örugglega hægt að fá menn úr Apaklúbbnum eða Flugbjörgunarsveitinni til að kenna okkur hvernig menn eiga að bera sig að og hvað þeir eiga að varast og hvað með SKYNDIHJÁLPA NÁMSKEIÐ ..
( Menn ættu að láta yfirfæra slökkvitækin hjá sér svo þau virki þegar á þeim þarf að halda ef það er dufttæki þá sest í þeim og verður eins og steypa, það þarf að skoða þau á eins – tveggja ára fresti ,það ekki nóg að vera með þau í bílnum)
kv,, mhn -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.03.2006 at 12:53 #545800
Af skyndihjálpar-námskeiðum er að það frétta …..
…. að það er allt að gerast
verður kynnt á næsta mánudagsfundi
Kveðja Lella
07.03.2006 at 12:57 #545802Ég er að mörgu leiti sammála. Ég er alltaf með ágætlega útbúinn sjúkrapúða á ferðalögum, einn í bílnum og annan í bakpokanum. Ég hef að vísu sjaldan þurft að gera við fólk, sem betur fer, en teygjubindi er fínt til að halda brotnu húddi á vélsleða á sínum stað, heftiplástur getur haldið leiðinlegum mannbroddum við skó og einangrað víra og slöngur sem þurfa á því að halda.
Allir ferðamenn, hvort sem það er jeppafólk eða bakpokatúristar, ættu að fara á skyndihjálparnámskeið á tveggja ára fresti. Á breyttum bílum þarf slökkvitækið að vera yfirfarið svo hægt sé að fá skoðun og líflínur, átta og karabína eru bráðsniðug viðbót við ferða-kittið. Ég hefði viljað sjá eitt enn á listanum; hjálm. Sá sem hengir sig í spotta utan í vegg (hvort sem það er ís, snjór eða grjót) á alltaf að vera með hjálm. Það þarf ekki stóran hlut í kollinn til að "óþægilegt" sé of veikt orð.Ávallt viðbúinn.
EE.
07.03.2006 at 12:58 #545804Ég get alveg tekið undir þetta með línuna, þó mér hafi aldrei dottið í hug að hug að vera með línu upp á 100-150 metra. Jafnvel ekki frá því að styttri lína (og þar með léttari) geti nýst betur. Tilgangur hennar er að geta tryggt sig ef sú staða kemur upp að maður þarf að vera að spígspora eitthvað á sprungusvæði eða ganga á undan bíl svo dæmi sé tekið. Lengri lína gæti nýst við að vaða ár. Þegar ég hef tekið upp á að vaða ár hef ég hins vegar frekar viljað sleppa línunni og treysta á sjálfan mig. Þegar löng lína liggur í straumnum tekur hún býsna vel í og auðveldar manni ekki að standa í straumnum. En ég er alveg sammála því að lína, karabína og jafnvel belti og ísöxi ætti að vera staðalbúnaður í jeppanum í jöklaferðum.
Kv – Skúli
07.03.2006 at 13:30 #545806Karabína ?
Mig grunar að þetta sé eitthvað sigdót – en þarf maður ekki að kunna að nota dótið til að það sé eitthvað vit í að hafa það í bílnum ?
Notar maður ekki bara spilið ef maður þarf að láta eitthvað eða einhver síga ?
Ég er sammála Skúla með spottann við það að vaða – hann er bara fyrir – Mikið nær að vaða tveir saman og hald í hvorn annan. Svo er það þannig að þegar þú getur ekki vaðið lengur fyrir dýpi eða straumþunga hefurðu ekkert út í ánna að gera á bíl…..
Benni
07.03.2006 at 14:54 #545808það er ekki mælt með því að nota spil þegar það er verið að láta mann síga, sérstaklega ekki til að koma honum upp. Spil eru nefnilega gríðarlega öflug og maður er fljótur að tjóna sigmanninn ef eitthvað kemur uppá.
Karabína er hinsvegar nokkurs konar lás eða lykkja, ekki ósvipuð því sem maður sér notað með keðjum.
07.03.2006 at 14:54 #545810Rétt Benni að það er betra að kunna eitthvað á þetta dót, annars er þá aðalatriðið að kunna góða hnúta. Svokallaður áttuhnútur er venjulega notaður á línuna. Karabína er einfaldlega lás sem hægt er að nota til að festa línuna einhvers staðar, hvort sem er í þig sjálfan (sigbelti ef þú ert með svoleiðis flottheit), bílinn eða hvað sem hentar. Handhægt og gott. Með spilið þá gæti það örugglega virkað vel til að síga, en það er ekki endilega víst að þú komir bílnum að. Stundum rekur líka bara forvitnin eða ævintýramennskan mann til að labba á staði þar sem betra er að hafa línu á milli sín.
Það væri kannski sniðugt að taka eitt fimmtudagskvöld í að fara í gegnum þetta járnadrasl og hvernig sé hægt að nota það.
Kv – Skúli
07.03.2006 at 15:03 #545812Ef menn eru með línu (sem ég hef nú yfirleitt alltaf með mér), þá verða menn líka að hafa sigstól. Að labba um sprungusvæði með línuna um mittið er lítið gáfulegra en að hafa línuna um hálsinn.
Ef menn hafa með sér brodda, þá á ísexin einnig að fylgja. Aldrei setja á sig brodda á fjöllum án þess að hafa ísexi í hönd. Ef þú dettur á broddunum þá er mjög erfitt að stoppa sig án exinar (ef þú rekur broddana bara niður, eru verulega líkur á að þú fótbrotnir). Eða svo var manni kennt hér í denn. Manni var reyndar líka bannað að fara á fjöll án áttavita og snjóflóðaýlis.
kv
Rúnar.
07.03.2006 at 19:14 #545814Sko minn mann,annar á leiðinni.
Þórir þar sem allur búnaður verður í volvo,er þá ekki upplagt að vera með heitan pott í honum líka.
Það er nefnilega djöfull gott að geta skellt manni svona við vissar aðstæður í pottinn.(ofkæling)Skál..
Kv
JÞJ
07.03.2006 at 20:45 #545816Varðandi líflínu og sigtól þá er ekki nóg að skella sér bara á eina áttu karabínu og línu. Það er jú "nóg" til að síga ofan í sprungu en samt varla það.
.
Það sem til þarf er:
*Lína- um 11 mm sver (static lína s.s. án teygju, ekki klifurlína).
*Sigbelti
*2-4 læstar karabínur
*Átta, reverso eða túpa (sig/tryggingartól)
*eitthvað af borðum og prússikböndum
*hjálmur
*Hnífur
*KUNNÁTTA TIL AÐ NOTA BÚNAÐINNÞessi upptalning hér að ofan er algjört lágmark til þess að koma sér niður í sprungu og upp aftur ef kjöraðstæður eru til staðar. En ef það á að vera við "öllu" búinn þarf einnig……..
.
*Ísskrúfur og snjóakkeri (ef ekki er hægt að koma bílnum nógu nálægt til að tryggja).
*Mannbrodda
*Ísöxi
*Júmmara (auðveldara til klifurs upp línu en prússikbönd)
*Ólæstar karabínur
*Daisy Chain (borði með mörgum lykkjum)
*Tvistar (tvær ólæstar karabínur tengdar saman með tvistum)
.
Með allann þennan búnað er samt hægt að gera lítið meira en koma sjálfum sér niður og upp aftur. Með þessu er hægt að bjarga upp lítið/óslösuðum manni en ef eitthvað meiriháttar er að þarf sérstakar börur og helling af búnaði til viðbótar.
.
Það þarf heilmikla þekkingu og reynslu til að vinna af einhveju öryggi við svona aðstæður svo það að "skella línu, áttu og karabínu í bílinn" býður að mínu mati upp á frekari slys nema menn verði sér út um kennslu á þessu sviði. Regla nr. 1 er jú "Koma í veg fyrir frekari slys".
.
Fyrir þá sem vita kanski ekki alveg hvaða búnaður þetta er sem ég taldi upp hér að ofan þá ætla ég að setja inn nokkrar myndir í albúmið.Freyr
07.03.2006 at 21:51 #545818menn hafa ekki nokkurn skapaðan hlut að gera við þessar græjur nema vera í góðri þjálfun og kunna vel á búnaðinn. Gott og gilt að hafa línu við ár og þegar gengið er á undan bílum á varasömum svæðum en ef eitthvað slæmt kemur fyrir gera menn ekki mikið meira en að kalla á hjálp. Eins og Freyr sagði þá eru þetta heilmiklar græjur sem þarf til alvöru björgunaraðgerða og ekki á færi nema vel þjálfaðra manna að nota. Ég mundi láta nægja línu og kanski mannbrodda og hjálm.
08.03.2006 at 00:08 #545820Hvenær fórst þú aftur á fjöll síðast ? – Eigum við ekki að fara að stofna klafaklúbbinn ? Við getum boðið Birni Þorra aðild, enda er hann sá eini fyrir utan okkur sem er á Klöfum að framan og aftan OG almennilega stórum dekkjum…. En þeim fjölgar þó hratt….
En þetta var smá útúrsnúningur frá mjög þarfri umræðu og ég er alveg sammála með það að það besta sem maður er með er skotheldur fjarskiptabúnaður til að geta kallað eftir aðstoð ef á þarf að halda – í því samhengi er ég að fara að setja Iridium síma í minn bíl þar sem ég treysti NMT kerfinu ekki lengur – eftir margítrekuð vandamál þar.
Ég er allavega ekki maður í að síga eitt né neitt og myndi aldrei láta mér detta slíkt í hug.
Benni
08.03.2006 at 03:33 #545822Ég held að menn megi ekki missa sig í björgunarstörfum. Mér sýnist að sú upptalning sem er hér að ofan á búnaði sé meira í ætt við útkallsbúnað hjá börgunarsveit.
Það að fylla bílinn af línum, ísskrúfum, broddum hjálmum og fleiru bjargar engu ef notandinn hefur ekki þekkingu né [b:3cgin28z]reynslu[/b:3cgin28z] í notkun búnaðarins.ísexi er búnaður sem getur verið gott að hafa í bíl, en til að nýta exina þarf að vita hvernig á að nota hana.
Það er alveg spurning hvort klúbburinn geti í samstarfi við td Landsbjörgu haldið eða boðið upp á námskeið í fjallamennsku, aðeins að kynna fyrir mönnum hvernig hægt er að bjarga sér án bíls !
[url=http://www.landsbjorg.is/skraningarkerfi.nsf/(webNam)/F1282C63FF732D0000256C5B00409F9F?OpenDocument:3cgin28z]Til dæmis þetta námskeið[/url:3cgin28z]
Þórður
08.03.2006 at 09:33 #545824Sælir félagar.
Þeir sem er að ferðast á fjöllum ættu að mínu mati að vera með kunnátu í skyndihjálp, rötun og ekkki er verra að kunna eitthvað fyrir sér í fjallamensku.
Ég er svo heppin að fara reglulega á námskeið í skyndihjálp vegna vinnu minnar.
Þegar ég og vinur minn lentum í því að sinn manni sem hafði lent í óhappi ( Á FJALLI )þá kom sú kunnáta sér vel.
Mín skoðun er sú að klúbburinn ætti í samráði við aðra að vera með námskeið í þessum fræðum í samráði við önnur félög.
Kveðja Örn.G
08.03.2006 at 09:56 #545826Það er alveg rétt sem Þórður segir, þessi upptalning á búnaði hjá mér hér að ofan er gróflega sá sem ég tek með mér í útköll.
Freyr
08.03.2006 at 10:15 #545828Það er rétt hjá Þórir um að á slysavaranarnámskeiði sjómanna er það tryggja sjálfan sig no 1 og huga svo að björgun annara eins var að þar var líka kennt að vera ekki að reyna við björgun ef þú taldir þig ekki vera hæfan til þess,eins að allir sem eru á svæðinu kunnáttumenn eður ei hafa verk að vinna td,ef sigið er í sprungu eru þeir sem ekki hafa kunnáttuna góðir í önnur verk svo sem að vera á línuni og fl,góðir skíðastafir og teppi er auðveldlega breytt í börur 30-50m kastlína getur skipt sköpum ef bregðast þaf við,álkall,skófla. geta virkað sem festur fyrir kaðal,20m dráttartóg 1 eða fl er hægt að nota í fl en að draga bíla.
Með þessu er ég ekki að gera lítið úr professional búnaði heldur að benda á að það sem er að öllu jafnaði í bílum er hægt að nota í neyð,en ísexi og hjálmur er ekki svo galið að bæta við.
En námskeið er það sem þarf til og mér skilst að það sé verið að vinna í að koma á.
Kv Klakinn
08.03.2006 at 10:40 #545830Ég er á því að það sé mikið til í því sem [url=http://isalp.is/forum.php?op=p&t=922:28p2x0b3]Karl Ingólfsson segir í þessum pistli[/url:28p2x0b3]. Þegar menn ferðast um jökla, eiga menn að vera undir það búnir að taka á hlutunum ef eitthvað ber út af.
Ég fer aldrei á fjöll að vetri til án þess að hafa með mér ísexi, sigstóll og broddar eru með í jeppaferðum. Á þennan lista vantar línu, 40 m ættu að duga í flestum tilfellum.-Einar
08.03.2006 at 11:41 #545832sprungu er ekki á færi þeirra sem hafa ekki kunnáttu til þess, ekki mundi ég láta mig síga ofaí ef ég hefði verið þarna á ferð þó svo að ég hafi sigið í klettum og björgum, en hver veit. Það þarf ansi góðan búnað í það verk og ætla mætti að kostnaðurinn sé um 200,000þ fyrir svoleiðis. Svo þarftu líka að hafa kjarkinn til að fara þarna ofaí. Þeir hjá ísalp hafa nokkuð til síns máls en svona námskeið kostar að ég held um 30þ hjá þeim og eru nokkrir dagar. Það sem stuggar mig soldið er hvað menn eru kaldir nú á dögum að fara út fyrir gps trökk á jöklum og þekktum sprungusvæðum í góðu skyggni, en hætturnar leynast undir manni ekki fyrir framan
08.03.2006 at 12:06 #545834200.000 er kannski heldur há upphæð.
.
Sigbelti =10.000
hjálmur =6000
karabínur *4=10.000
lína=13.000
broddar=12.000
öxi=10.000
sig/tryggingartól=3000
prússik og borðar=4000
ísskrúfur*2=16.000
.
=83.000
.
Og svo gleymir maður alltaf einhverju svo 100.000 er kanski ekki svo fjarri lagi.Freyr
10.03.2006 at 20:05 #545836Ég hef verið að ath hvað þessir nauðsynlegu hlutir kosta til að vera með sem búnað. Bæði er hægt að fara ódýrt út úr því og líka sem meðal, t.d. Erlingssen selur ódýrar karabínur (öryggislása) sem kosta 110kr. Þeir selja hjálm á 4400kr. að vísu er hann aðeins í stærri kantinum og gæti talist vera of þungur. Síðan selja þeir öryggislínu sem er 9mm og kostar meterinn 160kr
Þetta er það ódýrasta sem ég fann, síðan fór ég í Everest, þar fann ég svokallaða áttu sem kostar 1300kr, karabínurnar eru í kringum 7-900kr fer eftir útliti. Línan þar er á 280kr og miðað við þá 9mm. Hjálmur kostar þar um 7000kr og er hann mun minni um sig og álíka sterkur og sá fyrrnefndi. Sigbelti kostar 6500kr og taldi starfsmaður að það væri fullnægjandi. Síðan spurði ég Guðbjörn starfsmann hvað hann teldi að öryggislína/neyðarlína þyrfti að vera löng og taldi hann að 50m væri nóg í flestum tilfellum og væri þá um 9-10mm línu um að ræða. Síðan benti hann mér á hlut sem gæti nýst okkur til að hífa upp úr sprungum, giljum sem menn þurfa að síga ofan í sem heitir Tibloc og er það sett saman við karabínu þannig að línan fer inn í "u-ið" og karabínan smellir saman og þrengir að línunni þannig að það er hægt að hífa sig uppá við.
Síðan eru "trúss" bönd og þurfa þau að vera tvö stykki, kosta þau um 800kr bæði. Að vísu er hægt að sleppa "Tibloc og karabínunum ef menn kunna "trússmód". Guðbjörn í Everest kenndi mér þennan hnút sem er bráðnauðsynlegt að kunna.Svona í lokin þá selur Erlingssen dráttartóg 24mm sem þolir 12 tonn og kostar 500kr meterinn, hann hefur einnig 28mm sem þolir 14 tonn og kostar 700kr meterinn.
Vonandi veitir þetta einhverjar upplýsingar um neyðarbúnað
kveðja mhn
10.03.2006 at 21:13 #545838Er ekki bara málið að fá tlboð í einhv pakka til að hafa í trukkunum?
væri alvegt til í að kaupa tilb pakka með því nauðsynlegasta til að hafa í bílnum og eflaust fleirri.
gæti verið ca pakki 1 2 og 3 (mismikið í)
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.