This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðni Grímsson 20 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Við fórum í dag Föstudag þrír Vestmanneyingar á tveim bílum upp seljalandsheiði og þar innúr hamragarðaheiði, á heiðinna var lítill snjór og frekar blautt, þannig að fara þurfti ötulhægt til að rífa ekki dekk, því við þurftum að hleypa frekar snemma úr vegna snjóa sem fokið hafði í slóðann, þegar innar var komið fór að bæta í snjóinn og síðan þegar á jökulinn var komið virtist ekki vera komið samfellt snjólag í neðstu brekkunum því greininlega mátti sjá að þar voru snjóalög frá því í fyrra, aftur á móti var talsvert komið af snjó efst á jökulinn, sem var frekar laus í sér og seinn yfirferðar, við snérum síðan við og fórum sömu leið niður þegar myrkra tók og skyggni var orðið frekar leiðinlegt og eintómt hjakk var framundan. En mjög skemmtileg ferð sérstakleg að horfa í vestur og líta yfir þórsmörkina, hvolsvöll og að sjálfsögðu Eyjarnar fögru.
You must be logged in to reply to this topic.