FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Buick vs. Chevy

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Buick vs. Chevy

This topic contains 28 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Sigurþór Þórsson Sigurþór Þórsson 22 years, 5 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 22.11.2002 at 21:33 #191812
    Profile photo of
    Anonymous

    Heilir og sælir.

    Ég er lengi búinn að vera að velta fyrir mér að fá mér 350 Chevy í Toyotuna mína og hélt ég væri að gera góða hluti meðþað. Þangað til að ég heyrði í einum sem sagði mér að gleyma því og fá mér 350 Buick.

    Mig langar til að heyra í fleirum sem hafa vit á þessu, því að ég hef það ekki.

    Kveðja, Brynjar Þór.

    P.S.
    Ég er ekki að leita að upplýsingum um hvort bensín sé betri en dísel og japanskt betri en amerískt. Ég nenni ekki taka þátt í þeirr umræðu, menn eiga bara að gera það sem þeir vilja. Hvort tveggja hefur kosti og galla.

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 28 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 22.11.2002 at 22:35 #464504
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Hvort ertu med Toyota eda hilux vel i bilnum nuna?

    Buick er eins og Chevy bara eitt af vorumerkjum General Motors Corp, thetta er i grunnin sama vel.

    Hun er til i nokkrum utfaerslum med blondungi eda innspytingu osfrv allar utgafur eiga thad sameignlegta ad skila thokkalegu afli og gridarlegri eydslu…





    23.11.2002 at 08:38 #464506
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég er ekki með neina véli í bílnum eins og er.





    23.11.2002 at 10:59 #464508
    Profile photo of Eyþór Guðnason
    Eyþór Guðnason
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 459

    ekki spurning chevy 350 hefur marga kosti það er allt til ef þú ætlar að tjúnna og hressa hana til á góðu verði. mæli með chevy búin að eiga margar sjálfur. Eyþór





    23.11.2002 at 19:09 #464510
    Profile photo of Jón Hörður Guðjónsson
    Jón Hörður Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 680

    Þó vélin sé með sömu kúbik tölu þá er þetta allt önnur blokk.

    Það er hægt að fá helling af aftermarket og performance hlutum í small block chevy á góðu verði en úrvalið er miklu minna í Búkkann.

    Ef það vantar svo varahluti strax þá er hellingur til af hlutum í sbc hér á landi meðan þú þarft örugglega að panta þá í Búkkann.

    Chevy small block fæst svo frá 283 ci til 400 ci sem gefur möguleika á stækkun ef þú rústar 350 vélinni :)

    JHG





    23.11.2002 at 21:19 #464512
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Þakka ykkur fyrir.

    Nú hef ég heyrt að Buickinn sé eyðslugrennri og minni um sig þ.a.l. auðveldari að koma honum fyrir og svo eitt og annað sem væri betri við hann og að undirlyfturnar í Lettanum væru gjarnar á að skemmast. Hvað segið þið um það?





    24.11.2002 at 00:04 #464514
    Profile photo of Jón Hörður Guðjónsson
    Jón Hörður Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 680

    Ég hef aldrei heyrt það áður að undirliftur í small block chevy hafi eitthvað verið að gefa sig (gæti samt verið án þess að ég hafi heyrt um það). Ég myndi mæla með rúlluundirliftum (og þá helst vökva).

    Ég á tvo bíla með chevy vélum (annar með rúllu en hinn með þeim gömlu góðu) og þær hafa reynst vel, bila lítið (sem ekki neitt) og mjög skemmtilegar.

    Það er ekki tilviljun að chevy small block er sú vél sem er algengast að menn setji í aðrar tegundir.

    JHG





    24.11.2002 at 00:30 #464516
    Profile photo of Jón Hörður Guðjónsson
    Jón Hörður Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 680

    Ég sá að einhver var að fárast yfir eyðslunni.

    Small block eyðir nú ekki svo miklu (en eyðsla er nú einu sinni afstæð). Ég á m.a. 1986 módel af Transam með 305HO með Holley 600 blöndung, rúlluundirliftur, flækjur ofl. ofl.

    Í sumar fór hann niður í 13,8 lítra í blönduðum akstri (alls ekki sparakstur).

    Margir eiga erfitt með að trúa því en ég skrái alltaf stöðu mælis þegar ég kaupi bensín og skrái það síðan í excel skjal.

    Kosturinn við "stóra" vél (einnig afstætt) er að þú getur látið hana vinna vel á lágum snúning. Um leið og stór vél fer að snúast þá fer hún að eyða.

    Hinsvegar er ég með Blazer K5 með 350 sbc og TH350 (enginn yfirgír), 4,88 hlutföll og 38 tommu dekk. Á hundrað kílómetra hraða er vélin á ca. 2.500 snúningum (allt of hátt) og því eyðir hann um 20-25 lítrum í blönduðum. Ég veit að ég gæti náð honum niður með að setja skiptingu með yfirgír undir en þar sem að bíllinn er nú aðallega ætlaður til fjallaferða þá yrði ég lengi að ná uppí kostnaðinn (skipting, ný sköft, færa millikassa ofl.. Svo er bíllinn líka 2,3 tonn svo þessi eyðsla ætti ekki að koma mikið á óvart.

    Ef þú gerir þetta þá mæli ég með að þú tengir TH700R4 (0,7 yfirgír) skiptingu við dótið til að minnka eyðsluna (tala nú ekki um ef þú dettur niður á vél með TPI) og nota ekki of heitann knastás.

    JHG





    24.11.2002 at 00:45 #464518
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    af því sem ég hef lesið þá myndi ég frekar velja 350 Chevy því að það er til dæmis allt ódýrara í hana heldur en í bukkan.

    svo er það bara hvert manns mat hvort það sé betra að koma 350 Chevy í toyotu eða 350 Buick.

    svo hef ég líka heyrt það að þessar vélar séu að eyða mjög svipað í öllum akstri.

    svo er ég alveg samála JHG með udirlifturnar ég myndi frekar vilja vera með vökva rúlluundirliftur





    24.11.2002 at 08:36 #464520
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Hver er helsti munurinn á þessum vélum?





    24.11.2002 at 11:32 #464522
    Profile photo of Björn V. Björnsson
    Björn V. Björnsson
    Participant
    • Umræður: 5
    • Svör: 200

    350 buick er slaglengri og með minna bor. 350 buick 3,80 bor x 3,85 stroke. 350 chevy 4,00 bor x 3,48 stroke. Menn verða seint sammála um hvort se betra.Buick er lettari og breiðari.Þetta með onitar undirlyftur er bull.ATH.þessir rokkar eiða ekki bensini þeir NOTA það. "Allir dagar eru chevy dagar"





    24.11.2002 at 21:53 #464524
    Profile photo of Hjörtur Sævar Steinason
    Hjörtur Sævar Steinason
    Participant
    • Umræður: 89
    • Svör: 1242

    Chevy sé oss næstur !!!!!





    25.11.2002 at 00:19 #464526
    Profile photo of Dagbjartur L Herbertsson
    Dagbjartur L Herbertsson
    Participant
    • Umræður: 118
    • Svör: 547

    Það þarf ekkert að spá meira í þessu fáðu þér 351 Windsor mun léttari og minni og mikið til af aftermarket hlutum á góðu verð , svo er hægt að stroka hana meira en aðrar small block vélar (427) blessuð sé minning Henry Ford





    25.11.2002 at 08:26 #464528
    Profile photo of Jón Hörður Guðjónsson
    Jón Hörður Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 680

    Hann vildi fá samanburð á þessum vélum, ef við förum að víkka þetta út þá kæmi t.d. Cadillac 500 ci vel til greina, svipað þung og small block og togar svakalega.

    Menn hafa svo strokað 400 sbc vélina mjög mikið (ráðlegt að steypa svolítið í blokkina) og hafa farið uppfyrir 427.

    Ég tek svo alltaf Chevy fram yfir Ford 😉

    JHG





    25.11.2002 at 21:13 #464530
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Hei comon Brynjar ekki 350 ovan í toyotu! 360 AMC er málið alveg nóg af orku og togi, eiðslan er plúsinn ofan á allt saman, eiðir allavegna helmingi minna!!!

    mitt álit.





    28.11.2002 at 04:08 #464532
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    ég á mótór úr mmc3000gt vr4, 3gja lítra v6 twin turbó intercooler, hvað get ég gert við hana? sett hana í hilux?

    Hún á að vera 320 hö. árg 94 ekin 36 þús mílur





    28.11.2002 at 10:26 #464534
    Profile photo of Jón Hörður Guðjónsson
    Jón Hörður Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 680

    Þó vélin skili mörgum hestöflum þá held ég að hún sé betri fyrir fólksbíl en jeppa.

    Mig minnir að þessar vélar vinni ekki sérstaklega vel þangað til að túrbóið kemur inn (og þá fljúga þær) en jeppi þarf helst á togi að halda á lægri snúning.

    JHG





    28.11.2002 at 12:39 #464536
    Profile photo of Theodór Kristjánsson
    Theodór Kristjánsson
    Participant
    • Umræður: 67
    • Svör: 1008

    Ég held að þessi vél ætti alls ekki að vera svo vitlaus. Hún er með tvær litlar túrbínur sem koma inn á töluvert lágum snúning og gefa mjög gott tog nánast strax, hef reyndar ekki skoðað togkúrfu af svona vél en yfirleitt þegar tvær túrbínur eru notaðar eru þær minni hver um sig og koma þar af leiðandi mikið fyrr inn.

    Þetta gæti verið spennandi í jeppa ef eyðsla skiptir engu máli, þótt hún eyði ekkert ógurlega í lágum sportbíl er hætt við að hún vilji drekka aðeins meir í háum jeppa með mikla loftmótstöðu.

    Kveðja, Theodor.





    29.11.2002 at 05:17 #464538
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Núna veit ég um Hilux með 2.4 bensín, gamall bíll, nánast óbreyttur,það er spurning hvort það væri ekki svaka grín að koma vélinni í gagnið.





    29.11.2002 at 06:29 #464540
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Þetta gæti verið spennandi kostur með sjálfskiptingu. Með converter sem tengir á hærri snúning, 2500-2800 í stað ca 1800, kemur túrbínan strax inn og farartækið öskrar áfram. Benzíneyðslan er svo kannske annað og verra mál.
    Kv. Kolli





    29.11.2002 at 09:44 #464542
    Profile photo of Jón Hörður Guðjónsson
    Jón Hörður Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 680

    Menn verða þá að vera með mjög lág hlutföll og svakalegan kæli ef þeir ætla ekki að steikja skiptinguna í erfiðu færi.

    Þetta gæti hinsvegar verið gaman á ferðinni en stundum verður færið erfitt og þá…….:(

    Jón H.





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 28 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.