This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Ingi Björnsson 18 years, 12 months ago.
-
Topic
-
Sælir strákar, ég bara verð að segja ykkur frá svolitlu sem ég fann á bensínstöð Atlantsolíu í Kópavogi! Þessir snillingar eru farnir að flytja inn Brúsaeld frá Qik í USA! þetta er eintóm snilld, alger nauðsyn að eiga einn svona brúsa í bílnum.
í fréttatilkynningu frá Atlantsolíu er þetta meðal annars sagt:
„Brúsaleldur er örugg og hentug leið til að kveikja smáelda. Hentar vel á grillkol og til uppkveikju á hvers kyns brennum. Brúsaeldurinn brennur með um 400 gráðum meiri hita en hefðbundinn eldur og ekki þarf að nota eldspýtur til að kveikja í honum, þú bara sprautar loganum á það sem kveikja á í beint úr brúsanum. Brúsaeldur er afar hentugur í jeppann, ferðalagið og sumarbústaðinn!
Brúsaeldur geymist í 4 ár í óopnuðum umbúðum og allt að 8 mánuði eftir að innsigli hefur verið rofið. Ekkert eldspýtnavesen, þú bara sprautar loganum beint á kolin og þau hitna á örskotsstundu. Eldur, hvar sem er, hvenær sem er.“þetta er alger snilld eins og áður sagði og nauðsynlegt fyrir alla jeppamenn að hafa í bílum sínum.
hér er auglýsing frá atlantsolíu um brúsaeldinn:
http://www.atlantsolia.is/brusaeldur.jpgkveðja,
Lallirafn
You must be logged in to reply to this topic.