This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Sævar Örn Eiríksson 15 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Eftir að hafa látið alla aukafelguboltana, sem ég hafa legið í bíllnum hjá mér í ansi mörg ár,í 38 “ Hilux með annað framhjólið yfirgefið bílinn núna í sumar fór ég að spá í hvort ég megi eiga von á því sama í bílnum mínum, Ford Ranger með fimm gata minni deilingunni. Þessi deiling er líka á á Expl. og svo Wrangler og Cherokee. Litla fimmgata deilingin virkar ekki traustvekjandi á mann, bara fimm boltar og þeir eru nær miðju en algengt er sem eykur eitthvað vogarstangaraflsálag. Ég held samt þrátt fyrir það að þessi fimmgata deiling hafi komið vel út ? Er að spá í að setja 9/16 felgubolta í staðinn fyrir 1/2 en kannski óþarfi á 38″. Það gæti verið óalgengara almennt að felguboltar brotni á amerískum bílum.
Var að spá í annað, hvernig hefur það komið út ef felgumiðjugatið er of stórt og leggst ekki að öxul- eða nafmiðju heldur eru það eingöngu boltarnir sem halda og styðja við felguna. Þannig voru margar Dana framhásingar með driflokum þar sem hönnunin á framdrifslokunum leyfði ekki að felgumiðja legðist að þeim.
You must be logged in to reply to this topic.