This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristján Már Guðnason 17 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Brotist var inn í gullið mitt, vínrauðan 60 Cruiser, í Gnoðavoginum í Reykjavík, líklega um helgina.
Rifnir voru úr honum 2 flip-down skjáir en festingarnar fyrir þá skemmdar, ásamt því sem skorið var á allar lagnir. Tjón um 100.000 kall.
Þá var allt hreinsað úr framrúðunni; lyklaborð, aukahátalari fyrir VHF-stöðina og standurinn fyrir GPS tækið. Í sjálfu sér lítill peningur, en skorið var á allar lagnir, líka GPS lagnirnar sem lágu lausar. Tækið var ekki í bílnum.
Þá hefur verið reynt að eiga við útvarpið, sem er rándýrt og vandað líka, en líklega hefur eitthvað orðið til þess að fíflið hefur lagt á flótta. Að minnsta kosti skyldi það eftir húslykil og skrúfjárn (alltaf gott að eiga skrúfjárn svosem).
Þrátt fyrir að vita að það væri hálf tilgangslaust kallaði ég lögregluna til og hún tók skýrslu.
Nú biðla ég til ykkar að láta orð út ganga, í þeirri von að einhver hafi séð til mannaferða um helgina í Gnoðavoginum sem gæti leitt til þess að þessi gerpi fyndust.
Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að dótið sem var stolið úr bílnum er glatað, enda gjöreyðilagt og ekki einu sinni hæft til sölu.
Ég er hinsvegar ekki til í að láta svona aumingja komast upp með þetta, sérstaklega þar sem vinur minn lenti í því í ágúst á sama bílastæði að blæjan á bílnum hans var skorin í tætlur. Ekkert hefur heldur spurst af því.
Því bið ég ykkur um að minnast á þetta við félaga ykkar, jafnvel dreifa þessu í tölvupósti, ef þið eruð á annað borð í þeim bransanum, í þeirri veiku von að hafist upp á þessum hálfvita/-vitum.
Fréttist eitthvað, má hafa samband við Lögregluna í Reykjavík. Bílnúmerið er IS 192, og þetta gerðist við Gnoðavog 20.
…Og ekki flytja í Gnoðavoginn. Ekki ef þú átt bíl allavega.
Kv.
Einar ElíPs. Mynd af bílnum, til glöggvunar fyrir þá sem gætu hafa verið á ferðinni: https://old.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=breytingar/4189/33642
You must be logged in to reply to this topic.