Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Brotinn kambur í afturdrifi
This topic contains 36 replies, has 1 voice, and was last updated by Gunnar Ingi Arnarson 18 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
21.12.2006 at 23:12 #199211
Ég er að velta fyrir mér ástæður fyrir brotnu afturdrifi. Þetta eru hlutföll 4:88 og kamburinn brotnaði í því eftir ca. 5.000 km. Það brotnuðu sex rillur úr tannhjólinu. Það finnst mér nokkuð lítil ending. Ekki var tekið á þessu sem neinu nemur. Tvær fjallaferðir en engar meirriháttar festur og ekki verið að draga heldur. Gaman væri að heyra reynslusögur og hugsanlegar skýring á þessu.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.12.2006 at 23:13 #572282
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég tek undir þetta hjólaleguvesen á toyota alltaf afturlegurnar með vesen alveg sama hvað maður keypti…. farið með 2 sett af legum á einu ári á hilux sem var bara á 38" dekkjum……….. svo vaknaði ég og sá ljósið og fékk mer ford með alvöru hásingum… hásingum sem bileigendur japanskra bila láta sig dreyma um………..
jólakveðjur Mikki.
22.12.2006 at 23:23 #572284Það eru aldeilis góðar fréttir af Tacoma. Er með einn svona bíl í breytingu þessa dagana og er að smella undir hann röri að framan. Sú hásing er úr 80 crusier og er því bara 8" reyndar revers. En hvaða hlutfall er þetta sem þið eruð að brjóta??? er þetta 4:88 eða 4:56????. Það er kannski bara spurning fyrir mig að ná mér í rör úr 80 bílnum að aftan líka????
En annars segir víst einhversstaðar að það sé hægt að brjóta allt ef ekki er farið rétt með. Ég er nú búinn að eiga 80 cr í 6 ár og það eina sem ég óttaðiðst þegar ég keypti hann var þetta blessaða framdrif, en nú er svo komið að framdrifið er nánast eini hluturinn sem ég hef aldrei litið á í bílnum og er þó búinn að taka MJÖG mikið á honum:)))Jólakveðja
Einsi
22.12.2006 at 23:27 #572286ég átti hilux í nokkur ár með 8cyl cheva. ég var aðeins búin hressa upp á aflið í vélinni, nospin framan og aftan, lægri hlutföll (sem ég stillti inn sjálfur með litlu hlaupi á kambi og pinjón), 38 dekk.
það var vel tekið á öllu draslinu og alltaf var drif óbrotið hjá mér.
kv.Trausti
22.12.2006 at 23:33 #572288Eitt verð ég nú bara að segja, eftir að ég hætti í USA deildinni fyrir um 8 árum þá hætti allt þetta vesen með hjólalegur, öxla,krossa,drif,spindla og stírisenda, þetta er það sem maður var alltaf regglulega með í höndunum. Líka átt lítið annað en Landcruisera og patrola síðan.
22.12.2006 at 23:49 #572290Er með Hilux, á 38" á 14" breiðum útvíðum felgum (8cm backspace), með 5.71 hlutföllum, og er bara ekki í neinum vandræðum. Bíllinn er með upptjúnnaða 2.4 TDI vél sem bara vinnur skratti vel, þó ég segi sjálfur frá.
Er búinn að keyra í 5 ár á sömu afturhjólalegunum (tæplega 100.000 km) og eitthvað lengur á drifinu. Var einmitt að hugsa um að það væri sennilega kominn tími á legurnar (orginal Toyota).
Vil nú reyndar helst ekki viðurkenna það, en ég er búinn að skipta oftar um framhjólalegur en afturhjólalegur…..!
Líka búinn að skipta einu sinni um einn hjöruliðskross. Bíllinn ekin svona ca 230.000 km.kv
Rúnar sem þarf alltaf að vera öðruvísi en aðrir….ps. drifið er frá Benna, American Racing minnir mig, og er stillt inn af Árna Palla, stillt á racing stillingu.
23.12.2006 at 00:00 #572292Ég hef reynt að segja þem tacoma eigendum sem til mín hafa leitað að þetta sé of lítið drif í þennan bíl.
Það er alveg sama hvar þíð kaupið hlutföll eða hvern þið látið stilla þau þetta bara virkar ekki. Þessi 8 tommu toyota drif hefur aldrei verið hægt að nota með vélum sem vinna eitthvað sem heitið getur. Þarna er kominn toyota jeppi sem kemur orginal með sæmilegum mótor, ég held að þetta komi engum að óvart sem hefur eitthvað brasað í þessu. Þessir bílar verða alltaf hálf fatlaðir á þessum drifum.
Mín ráð til ykkar sem eruð í þessu veseni er að setja 9" LC miðju í þetta rör eða 12 bolta GM sem er mun ódýrara. það er fullnaðar lausn á þessu.
guðmundur
23.12.2006 at 00:22 #572294Setti tvöfalda keflalegu að aftan og pakkdós utan við þar sem drulluskafan á að vera, tók síðan pakkdósina í burtu sem er í stúttnum á hásingunni þannig að það er alltaf olía á legunum. eftir þetta hef ég ekki þurft að skoða legurnar að aftan og eru kominn held ég 3 ár síðan ég gerði þetta. Hef þó þurft að skoða framhjólalegurnar reglulega og fylgjast með að þær verði ekki brúnar eftir vants sull.
23.12.2006 at 00:58 #572296Fróðleg umræða………
‘Eg hef nokkrar spurningar til ykkar óheppnu Tacoma eigenda.
1. Hvaðan eru drifin sem þið notið.
2. Hvernig olíu notið þið á drifin.
3. Var brotið upp úr drifinu allan hringinn eða á
smá kafla, 5-7 tennur.
4. Var einhver tilkeyrsla á drifunum.
5. Var skipt um olíu eftir 1000-2000km.Það má sjá það á tökunni hvort eitthvað sé að stillingunni, en þeir sem ég hef vitað til að séu að breyta Tacomum(ekki skúrabreytingar) hafa verið í þessu í mörg ár svo innstillinginn er örugglega ekki málið.
Til Ofsa.
Ertu með orginal legur, eða Fálka legur. Orginal legurnar eru að endast best, en svo er spurning með hvernig þessu er komið saman,(lamið saman í skrúfstykki eða í pressu)
Þessi lausn með keflalegurnar er snilld og ég veit að það hefur hangið hjá mestu böðlum.kv.
Palli P
23.12.2006 at 01:25 #572298Já jæja það er gott að það virðist vera einhliða lausn á þessu vandamáli… Þessar hásingar eru ekki nógu sterkar fyrir sæmilega vinnandi vélar.
Ekki það að ég sé eitthvað að upphefja amerískan búnað en ég er með wrangler 38" með 8 cyl sirka 250 hö og eitthvað af togi. Ég er með standard Dana 30 af framan með 7.5" kamb og soðin mismunadrif.. (hillbilly læsing). Dana 44 (grand álmiðja) ad aftan. Þetta er kannski ekki sterkasti búnaður samkvæmt öllum stöðlum en ég hef aldrei lent í neinu veseni með legur í neinum af þessum búnaði hvorki að framan né aftan í 6 ár núna. Það eru meira að segja original 1990 árgerð af spindil kúlum og framhjólalegum í hásingunni að framan og ekki til slit í þeim. Nokkuð gott miðað við 16 ára gamlan búnað…Auðvitað er hægt að misbjóða öllum búnaði og brjóta allt og segja að ekkert dugi nema Dana 60.. en þessi búnaður er að virka fyrir mig.
Toyota vandamálið virðist auðleysanlegt með lausninni frá Gumma (gummijj) á afturdrifinu sem virðist gefa sig aðeins of oft fyrir okkur fjallamenn.
Jæja toyotu menn þið getið örugglega sparað ykkur hellings pening með að eyða smá í nýja afturhásingu og þurfa ekkert að spá í þessu í langan tíma.
kv Gunnar
23.12.2006 at 12:20 #572300Ég er 4,88 drif og er á drifi tvö og set nýtt eftir jól.
Guðmundur veistu hvað svona breyting á afturdrifi er að kosta ?
Einar gaman væri að fá að sjá breytinguna á Tacomuni hjá þér.
Þetta með hjólalegurnar ég er búinn að vera á toyota síðan 1997 og hef einu sinni skipt um hjólalegu þannig að ég kannast ekki við það vandamál,en kannast við mörg önnur.Jóla kveðja Brjótur Ársinns.
Eyþór.
23.12.2006 at 12:28 #572302Það er nú gott að brjótur ársins fari ekki úr ferða hópnum þínum. Er ekki sniðugast að nota afturhásingu úr 60 cruser.
Kveðja Magnús.
23.12.2006 at 12:29 #572304Hvað er afturdrifið stórt í LC90?
-haffi
23.12.2006 at 13:16 #572306Afturdrif í LC90 er 8" sama og í Tacoma með rafmagnslás. En eins og ég sagði hér áður þá eru Tacomur með tregðulæsingu að aftan með mun sterkara drif. Ég pantaði svoleiðis hlutfall fyrir mistök í bílinn minn á sínum tíma og ég var gráti næst þegar ég sá hvað var mikill munur á þessu. Þetta með hjólalegur að aftan í Toyotu þá átti ég Hilux IFS og skipti 2svar um hjólalegur á 200.000km akstri. Var sem sagt byrjaður á þriðja parinu. Þurfti aldrei að skipta að framan. Ég held að stýrisendar og krossar í Amerískum fari oftar en það, þannig að þetta er kannski ekki svo stórt vandamál. Tek það fram að hann var 38" breyttur.
kv,
HG
A-111
23.12.2006 at 15:31 #57230823.12.2006 at 16:19 #572310já ég verð nú að vera sammála Rúnari, Halla Gulla og fleirum. Ég hef ekki getað séð að drif og legur í hilux séu til stórra vandræða. Á þessum tæpu 3 árum sem ég hef átt bílinn minn hef ég ekki þurft að gera annað en að herða einu sinni uppá framhjólalegu örðu megin. Og ég er búinn að keyra hann um 50 þús km.
Og á bílnum hans pabba hefur þetta ekki verið til vandræða heldur, en það er ifs bíll. Held það sé búið að skipta um afturhjólalegur einu sinni og á núverandi bílnum hans og sá bíll er ekinn 215 þús. Aldrei þurft að eiga neitt við drifin, en þessir bílar eru báðir á 1:5,29 hlutföllum og sjaldan tekið mjúklega á þeim.En það er ég held að skipti mestu máli í þessu að við látum ekki gera viðgerðir og breytingar á svona hlutum annars staðar en á alvöru Toyota bílaverkstæðum. Þó ég kunni og viti allt þá læt ég vana menn um þetta 😉
23.12.2006 at 18:59 #572312Þessi umræða snýst nú aðallega um lausn á vandamáli fyrir tacoma. Tacoman er hva sirka 200 kg þyngri og er að skila fínu afli. Þessar upplýsingar gefa nátturulega til kynna að þegar þessar hásingar "duga" undir hilux þá verða þær til vandræði þegar bíllinn er orðinn þetta stór.
kv Gunnar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.