Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Brotinn kambur í afturdrifi
This topic contains 36 replies, has 1 voice, and was last updated by Gunnar Ingi Arnarson 18 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
21.12.2006 at 23:12 #199211
Ég er að velta fyrir mér ástæður fyrir brotnu afturdrifi. Þetta eru hlutföll 4:88 og kamburinn brotnaði í því eftir ca. 5.000 km. Það brotnuðu sex rillur úr tannhjólinu. Það finnst mér nokkuð lítil ending. Ekki var tekið á þessu sem neinu nemur. Tvær fjallaferðir en engar meirriháttar festur og ekki verið að draga heldur. Gaman væri að heyra reynslusögur og hugsanlegar skýring á þessu.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
21.12.2006 at 23:24 #572242
Sæll
mér finnst líklegast að drifið hafi verið kolvitlaust stillt inn. Svo þarf að tilkeyra svona drif eins og bílvélar áður en tekið er á þessu. 2 fjallaferðir á fyrstu 5 þús km er ekki góð hugmynd, hvað þá að vera að festa hann og hjakka.
mér finnst þetta hljóma eins og pinnjóninn hafi verið að taka alltof ofarlega á kambinn sem þýðir að það hefur verið vitlaust stillt. Svo er hugsanlegt að það hafi gefið sig lega eða legubakki ekki klappaður nógu vel í fyrir samsetningu og hafi sest betur og þannig eyðilagt innstillingu. (hvað veit ég svosem…)
allavega er þetta ábyrgðarmál myndi ég segja ef eitthvað verkstæði stillti inn drifið fyrir þig.
Sjást ummerki eftir vitlausa sporun á restini af kambinum?
svo er náttlega smá sjens á að það hafi verið steypugalli í þessu.. shit happens you know
21.12.2006 at 23:27 #572244Sæll. Fyrsta sem mér dettur í hug að innstillingin á drifinu hafi ekki verið 100%. Ósennilegt að þetta sé galli í nýju drifi.
21.12.2006 at 23:34 #572246Hvernig er það dugði þetta ekki árið? Fáðu þér bara gamlann Patrol !!! Jóla kveðjur Þinn vinur Sveinn
22.12.2006 at 10:31 #572248Þetta er nú bara eðlileg ending fyrir Tacoma afturdrif held ég. Ég þekki einn á svona bíl og afturdrifið hjá honum dugar í svona 5 til 10 þúsund kílómetra áður en það hrynur 😉
–
Bjarni G.
22.12.2006 at 10:49 #572250Það er ekki nýtt að drif fari í toyotum. Dóttir mín var að eignast notaðn hilux á 37" dekkjum, það var sagt vera nýtt afturdrif í honum. Og það eru ekki margir dagar síðan Ofsi var hér á spjallinu að tala um endurnýjum á drifi hjá sér. Takóman mun vera með verulega aflmeiri vél og eitthvað þyngri en Hilux, því þarf ekki að koma á óvart þó drifinu sé ofboðið.
-Einar
22.12.2006 at 12:21 #572252Hvaða hlutföll eru þetta sem þið eruð að brjóta? Veit að í bandaríkjunum eru einhverjar típur sem eru hreinlega ekki notaðar útaf endingu og eru þeir hrifnastir af yukon drifunum. Þegar ég græjaði loftlæsinguna hjá mér þá pantaði ég að utan og þá rak drengurinn sem stillti inn fyrir mig upp stór augu og sagði nau bara fullorðins? Þar var reyndar með solid spacer ( í staðin fyrir krump hringinn).
Og hver stillti inn?
22.12.2006 at 15:12 #572254Sveinn á ég ekki bara að skipta við þig, en heitir Partolinn þinn núna Patrol. Stendur ekki einhverstaðar Ford á honum.
22.12.2006 at 16:58 #572256Þetta hlítur að hafa verið stillt eitthvað óvarlega. Ég er með rúmlega 300 hesta í húddinu hjá mér með samskonar drif og það hefur ekki farið ennþá. Bílnum hefur bæði verið spyrnt í sandspyrnu og götuspyrnu. En þau drif sem oftast er verið að láta í þessi drif eru ætluð í standard 8" Hilux drif. En þau drif sem eiga að fara í þessi drif eru svokölluð Turbo drif sem eru aðeins sterkari.
Jólakveðja að Norðan,
HG
A-111
22.12.2006 at 18:33 #572258Allt sem brotnar í jeppa… ætti að bæta. Toyota hásingarnar eru einfaldlega ekki nógu sterkar þó þær dugi nú ágætlega. Kamburinn er ekki nema hva.. 8" .
Fáður þér sterkari afturhásingu, Dana 44 (8.5"kambur) , Ford 9" , Ford 8.8" þessar hásingar er hægt að fá með 30 , 31, 33 , 35 rillu öxla… reyndar í 44 bara 30 og 33. Þessar hásingar koma original undan 8 cyl jeppum.
Toyota hásingin er mjög vitlaust smíðuð, öxlarnir 30 rillu en kamburinn aðeins 8"… ekki góð samsetning.. og ekki batnar það þegar hlutföllinn fara langt yfir 4:56 því þá fækkar tönnum á kambnum og pinion og því verður drifið þeim mun veikara því lægri hlutföll sem þú færð þér.
kv
Gunnar
22.12.2006 at 18:40 #572260Ég hef nú enga tröllatrú á 8" toy hásingunum, en ég veit til þess að 4runner með 350 í húddinu hafi verið með þessar hásingar, og það hélt bara þónokkuð vel. Auðvitað þarf maður að huga aðeins að því að kaupa almennilegt í þetta, það er að segja, ekki orginal f. þetta, heldur frekar Turbo eða jafnvel eitthvað ,,aftermarket“ dót.
Því eftir allt saman, verð og gæði eiga voðalega oft samleið…
kkv, Úlfr (votta toyota ) xP
22.12.2006 at 18:43 #572262Þetta er líka spurning að fara þennan meðalveg með drifrásina. Alltaf er veikur punktur einhverstaðar þegar er verið að breyta bílum mikið. Hvað á að gera næst þegar sterkari afturhásing er komin undir, stækka framdrifð, styrkja gírkassann o.s.f.v. og síðan þegar þetta er allt orðið svona rosa sterkt að þá er að auka aflið og þá byrjar allt upp á nýtt. Nei ég segji nú bara svona en þetta getur oft verið eltingaleikur. En það er alveg sama hvað sver hásing er sett undir ef drifið er ekki rétt stillt.
kv,
Hg
A-111
22.12.2006 at 18:46 #572264lenti í því sama á minni tacomu eftir 6000 þ km akstur við engin átök bendir til að drifið s´é einfaldlega of lítið.
22.12.2006 at 18:49 #572266Toyota drifið er 7.8" en ekki 8"…
22.12.2006 at 19:31 #572268Toyotu drifin í dag eru 8" og í nýju Tacomunni er afturdrifið 8" og framdrifið 8,2".
Kv Bjarki
22.12.2006 at 21:38 #572270Sko þetta með drifin það er ekki nóg að bara stækka þau ef þau eru ekki rétt meðhöluð. Var skift um olíu eftir 1000 km, var jeppanum ekið í fyrrstu atrenu ca 5 til 10 km á léttu álagi og drifinu síðan leift að kólna (hitnar ótrúlega mikið). Fyrrstu 1000 km skal keira undir litlu álagi. Ég keirði í 3 ár með dana 35 afturhásingu án vandræða, ég er með meira afl og tog en Takoma.
Kveðja Magnús.
22.12.2006 at 21:54 #572272Toyotu drifin eru 200 mm, sem gerir 7.87"… sem kanarnir rúnnuðu upp í 8"
22.12.2006 at 21:55 #572274Ég er með Tacoma og er búin með tvö afturdrif með litlum átökum.
En viðurkenni þó að ég hef spólað svolítið.
Fyrra drifið brotnaði í lausagangi afturábak seinna drifið er bara að sallast niður hægt og rólega og er nó orðið þannig að það singur í afturdrifinu þegar maður slær af.
Er spurning að þessi drif sem við erum að kaupa séu bara léleg og bara hreint rusl eða að skyndilega kann enginn að stilla inn drif lengur ?Kveðja Kóngurinn.
Sem fær nýtt drif eftir jól.
22.12.2006 at 22:19 #572276Ég er með 90 cruiser frá 98 á 38 tommu,búinn að keira 150 þús.rétt tæp aldrei litið á drifin enginn söngur í þeim ekkert svarf í olíunni,að sjálfsögðu með 4,88 hlutföll beinskiptur bíll ætti að reyna meira á þau en í sjálfskiptum bíl,þessi hlutföll sem menn kaupa í dag hljóta einfaldlega að vera drasl,þetta er ekkert eðlileg ending
22.12.2006 at 22:28 #572278ég hef brotið drif einu sinni á ári, og má bara ekki segja að það sé nokkuð eðlilegt með 8 tommu drif.
Hinsvegar skipti ég um afturhjólalegur reglulega og er það nokkuð pirrandi og er ég búinn að prófa allar gerðir af legum. Búinn að skipta um öxl. Hubbið þ.a.s legusætið, skipta um hásingu og bíl. en alltaf sama málið með þessar fjandan afturhjólalegur. Nú orðið er ég allfta með auka öxul á toppnum til öryggis. Hvað segja Toyotamenn um þetta. Kannast þeir við vandamálið
22.12.2006 at 22:46 #572280Já Ofsi þetta er þekkt vandamál í Toyotum þ.e.a.s. hjólalegurnar að aftan og ekki minnkar það við 44". En varðandi Tacomu vandræðin þá held ég að það séu þarna nokkrir samverkandi þættir sem eru að stríða mönnum. Fyrsta lagi ekki rétt typa af hlutföllum, stillingin gæti verið vond og það sem gleymist of oft að tilkeyra drifin þannig að þau nái að slípa sig saman og síðan er mjög skynsamlegt, eins og einhver skrifaði hér að ofan, að skipta um olíu eftir ca. 1000 km.
Það er of algengt að menn fara að spara þegar kemur að drifum. Að kaupa drifhlutfallið sjálft er bara hluti af kostnaðinum því eftir eru legur, pakkdós, ró, krumphólkur og síðan innstillingin sem er stóra atriðið.
Síðan má benda á að Tacoma sem er ekki með rafmagnslás að aftan er með mun sterkara drifi. 8,2" og það eru líka styrkingar á milli legubakkana í þeim drifum.kv,
HG
A-111
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.