This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurður Magnússon 18 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Sælir,
Ég lenti núna um daginn í fremur ömurlegu klúðri. Ég var að skipta gömlu dempurunum út en vildi svo ekki betur til en að ég sleit boltann í efri demparafestingunni, rétt að taka það fram að ég er á Patrol ’91. Þannig að demparinn getur setið á járnbitanum en ekki er hægt að herða gúmmíin að.
Helsta vandamálið er hversu djöfulegt það er að komast að þessu, festingin lengst uppí horni og ekki hægt að komast ofan af þessu nema skera burtu gólf, gormaskál og bita meðfram grindinni. Nú, eða lyfta boddíinu upp af grindinni.
Hefur einhver hérna lent í svipuðu vandamáli? Þessi festing er alveg pikkföst við grindina? Hvergi hægt að berja úr eða losa?
Kv.
You must be logged in to reply to this topic.