Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Brotið Hrútshorn í Hilux
This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Dagur Bragason 16 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
14.11.2007 at 23:25 #201178
Nú var ég bara að beyja út úr stæði þegar hrútshornið brotnaði og bíllinn hætti að beyja.
Þegar ég fór uppá Toyota sá ég allt sem hefur verið keypt í bílinn síðustu 10 ár og alltaf á 4 ára fresti hefur þetta brotnað hefur einhver góða skýringu á þessu?????? -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.12.2007 at 15:02 #603348
Þetta er vel þekktur hönnunargalli í Hilux/4runner með hásingu að framan, vökvastýrið er of öflugt miðað við styrkinn á stýrisgangnum. Menn hafa reynt að komast fram hjá þessu með því að setja stýristjakk.
-Einar
11.12.2007 at 15:05 #603350Ef um er að ræða hækkaðan bíl þá hefur breytt afstaða eitthvað að segja. Þessir bílar eru ekkert hannaðir miðað við það að vera hækkaðir, þannig að kalla þetta galla er kannski umdeilanlegt.
-haffi
11.12.2007 at 15:40 #603352Ég kalla þetta hiklaust galla vegna, m.a. vegna þess að vandamálið er alls ekki takmarkað við breytta bíla. Átakið á hornið breytist lítið þótt bíllinn sé hækkaður um eitthverja sentimetra á fjöðrum.
Ég held að það sé ekki tilviljun að bílar með þessum búnaði voru teknir af Ameríkumarkaði 1985, þótt haldið hafi verð áfram að selja þá hingað í áratug eftir það.-Einar
11.12.2007 at 16:37 #603354Alltaf skilgreiningaratriði.
Við hækkun, þó hún sé ekki mikil, breytist átakið á arminn hinsvegar töluvert (togstöngin í þessum bílum er svo stutt). Hornið er hannað þannig að það þolir illa skakt átak. Þá getur það gerst við of mikla sundurfjöðrun (lengri demparar) að stýrisendinn sem gengur ofaní arminn slái í botn og valdi verulega miklu átaki á arminn.Minn lúxi átti að baki yfir 200.000 km þegar orginal hornið var skorið í sundur vegna gormavæðingar. Aldrei með tjakk, og aldrei hækkaður á fjöðrun fram að því, breyttur allan tímann. Stýrisvélin fór hinsvegar að leka, og pinnin á sector arminum losnaði..!
12.12.2007 at 07:32 #603356Tek undir með runari – ég ók mínum á þriðja hundrað þúsundið án þess að hrútshornið gæfi sig. Hinsvegar var settur strax vökvatjakkur á millibilsstöngina um leið og bílnum var breytt.
12.12.2007 at 07:49 #603358Í æsku minni var á heimilinu bíll af gerðinni Skoda 1202. Þessi bíll var með svo öflugan mótór fyrir rúðuþurkkurnar að eitthverjum varð það á að reyna að kveikja á þurrkunum þegar blöðin voru frosin föst við framrúðuna, þá brotnaði eitthvað.
Ég lít svo á að vandamálið með hilux stýrisganginn sé hliðstætt, vökvastýrið er of öflugt.
Ég býst við því að ef ég hefði átt svona bíl, að þá hefði mín reynsla verið svipuð og hjá Rúnari og Ólsaranum. Ég er nefninlega svo sérvitur að ég reyni aldrei að snúa stýrinu, nema bíllinn sé á hreyfingu. Ég lærði að aka bíl ( og jeppum ) áður en vökvastýri urðu almenn, þessvegna veit ég hversu mikið átak þar til þess að snúa stýri á kyrrstæðum bíl. Flest hrútshorn brotna á bílastæðum. Ég veit ekki hvort menn gera sér almennt grein fyrrir því að átakið sem þarf til þess að snúa stýrinu á kyrstæðum bíl fer eftir loftþrýstingi í dekkjum en ekki eftir stærð dekkjanna.-Einar
12.12.2007 at 15:30 #603360Bíllinn er 38" breyttur og er búinn að vera það í yfir 10 ár.
12.12.2007 at 16:04 #603362Hrútshornið brotnaði hjá mér á Hilux (næstum 90 Hö) í Beinadal 2002 og brotnaði þá hálsinn við kúluna, en þetta var brætt saman á staðnum ,enda var ekki auðvelt að komast úr Beinadalnum einbíla.
Hrútshorninu var skilað til Toyota samsoðið, en það var ekki búið að vera viku í bílnum.
Fékk nýtt að kostnaðarlausu.
Kveðja Dagur[img:kb1l1tal]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/3929/46774.jpg[/img:kb1l1tal]
[img:kb1l1tal]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/3929/46775.jpg[/img:kb1l1tal]
12.12.2007 at 17:02 #603364það er búið að taka kúluna og setja stýrisenda á togstöngina í staðinn.
12.12.2007 at 20:36 #603366Sælir. Á neðri myndinni sést hvar suðumaðurinn er að sjóða saman hrútshornið. Undir suðuneistunum er rafgeymirinn í bílnum og gæti hæglega sprungið faman í suðumanninn. Svona uppsetning á suðugæjunum er stórhættuleg.
Kveðja oö
12.12.2007 at 20:38 #603368Miðað við hversu Toyota menn hafa verið duglegir undanfarið við að innkalla galla (sem við Íslendingar erum jafnan fyrstir til að greina og tilkynna) þykir mér sérkennilegt að þeir hafa ekki brugðist við þessu.
Kannski er einhver pólitík bak við það, t.d. gæti hugsast að stór hluti hrútshornanna sé í umferð í heimsálfum þar sem erfitt er að standa að innköllunum af þessu tagi, t.d Austurlönd nær og Afríka. Þá gæti einmitt verið að það reyndist ,,pólitískt rangt" að innkalla EKKI á akkúrat þeim svæðum, á meðan það er tiltölulega minna mál og ódýrara að innkalla á vesturlöndum.
Það er ekki eins og ég hafi neitt fyrir mér í þessu, en þetta er það eina sem mér dettur í hug varðandi málefnið….kv
Grímur
12.12.2007 at 21:35 #603370Af hverju kalla allir pitmanarminn hrútshorn? Ég hélt að hrútshorn væri kallað þegar pitmanarmurinn er hliðboginn í hálfhring auk niðurbeygju en ekki þegar hann er beinn eins og á þessum myndum hér á undan (þó að á honum sé að sönnu niðurbeygja). Það má vera öllum þeim ljóst sem eitthvað hafa umgengist sauðfé að þessi pitmanarmur líkist hrútshorni ekki hið minnsta; en hugsanlega kannski, með afar góðum vilja, horni á vaninhyrndum sauð. En förum ekki nánar út í þá sálma.
Kv. Þ
12.12.2007 at 22:01 #603372Skoðaðu myndina betur
13.12.2007 at 08:08 #603374með suðumennina. Ég var akkúrat að dást að því hversu hugrakkir þeir væru að sjóða þarna og var þá frekar að hugsa um að neisti færi í vatnskassann, sem væri alvarlegra mál. En svo ef þið skoðið myndina betur þá sjést að þeir hafa ekki verið með meira af köplum og þessvegna eru þeir með hrútshornið ofaná mínuspólnum. Mér fynnst þetta nokkuð aðdáunarvert að þeir skildu prófa þetta.
13.12.2007 at 10:41 #603376Rétr hjá þér Iceman, þetta er ekki besta aðferðiin, en vetni, sem er hættulegt myndast við hleðslu í rafgeiminum, en ekki afhleðslu.
Rétt hjá þér bazzi, vantaði hleðslukaplana, engöngu með 1m auka kapal.
Var þó með 2.5mm rústfrían vír og notaði venjulega töng til að halda vírnum við kapalinn, tvenn jöklagleraugu og var Gummi bróðir sem hélt hrútshorninu á rafgeimapólnum.
það var annaðhvort að reyna þetta eða kalla eftir hjálp.
kveðja Dagur
13.12.2007 at 11:19 #603378ég ætlaði að bæta þessu við með geymana (vissi ekki bara vetnis útskýringuna) en einu skiftin sem pabbi gamli sagði að rafgeymar væru hættulegir væri við hleðslu… einu skiftin sem ég hef lent í veseni með rafgeyma "sýrur" eru við lyftara hleðslurnar, en það er alltaf eina og aðal reglan að skola allt með vatni, en svo detta fötin í sundur í næsta þvotti. Fyndið ef þú hefur húmor fyrir svona löguðu
13.12.2007 at 12:31 #603380það er svaka sprengja í þessum rafgeymum. Sprakk eitt sinn hjá mér geymir með húddið lokað sem betur fer. Geymirinn fór í tætlur og sýra um allt vélarhús.
13.12.2007 at 14:04 #603382Alltaf er maður að fimbulfamba! Kannski ég læri bara að telja upp á tíu. Hitt hef ég mér þó kannski til afbötunar að mér datt ekki í hug að menn færu svona nálægt rafgeymi með eld eða möguleika á neistaflugi; ég hef séð of háskasamlegar afleiðingar þess.
Þ
13.12.2007 at 14:14 #603384hef sjálfur lent í því að sjóða fyrir ofan Neyslugeymir fyrir skakrúllur (250 Amp) og við fyrsta neista splundraðist hann um allt verkstæðið og ég varð heirnalaus. var heppinn að vera með stórann suðuhjálm (varði andlitið á mér) en fötin sem ég var í eyðilögðust strax (morknuðu í sundur). En að vísu var geymirinn í hleðslu en engu að síður hefur mér ALLTAF verið sagt að aldrei sjóða nálægt geymum
14.12.2007 at 10:52 #603386Dagur. Veit ég vel að gufan í geyminum myndast við hleðslu. En gufan heldur áfram að stíga úr geymi sem búinn er að vera í hleðslu og er því varasamt að sjóða fyrir ofan rafgeymi eða í nálægð við hann. Svo er aftur spurning hvað aðferðir þarf að grípa til þegar um neyðaraðgerð er að ræða eins og í þessu tilfelli og ekki mikill tækjabúnaður til staðar. Varúðarráðstöfun er samt að reyna að leggja eitthvað yfir geymana ef hægt er því þeir eru bara púðurtunna undir ákveðnum aðstæðum.
kv ice
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.