Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Bronco II gangtruflanir
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjalti Guðmundsson 21 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
15.02.2004 at 12:52 #193766
Ég er með Bronco II með 2,9L vélinni og hann virðist fá allt of sterka blöndu. Það lýsir sér þannig að kertin virðast alltaf vera hálf bensínblaut og hann kokar alltaf öðru hvoru.
Hefur einhver reynslu af svipuðu, hvort einhver skynjari er farinn eða þarf maður bara að láta lesa af honum?Kv Hjalti
P.S. Kerti,Lok,þræðir og hamar er nýtt.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
15.02.2004 at 15:37 #494435
Sæll!
Ekki ætla ég mér þá dul að halda því fram að ég sé sérfræðingur í bronco (þótt ég sé sérfræðingur í stafsetningu). En hluti af því að vita eitthvað er að vita hvar sækja skal upplýsingar. Og ef ég man rétt skrifaði Leó M. Jónsson í Höfnum fróðlegan pistil í Bílinn, sem hann gaf út svo árum skipti, um gangtruflanir í broncoII. Eftir að hann hætti útgáfu Bílsins hefur hann haldið úti vefsíðu http://www.leoemm.com og þar eru bæði gamlar greinar um tæknivandamál og svo býðst hann til að svara skynsamlegum spurningum um þau sem send séu pr. tölvupóst á póstfangið leo@leoemm.com. Nú er það tillaga mín að þú sendir honum bréf og lýsir vandkvæðum þínum og færð vonandi svar innan skamms.
Kveðja; Þ
15.02.2004 at 15:37 #488724Sæll!
Ekki ætla ég mér þá dul að halda því fram að ég sé sérfræðingur í bronco (þótt ég sé sérfræðingur í stafsetningu). En hluti af því að vita eitthvað er að vita hvar sækja skal upplýsingar. Og ef ég man rétt skrifaði Leó M. Jónsson í Höfnum fróðlegan pistil í Bílinn, sem hann gaf út svo árum skipti, um gangtruflanir í broncoII. Eftir að hann hætti útgáfu Bílsins hefur hann haldið úti vefsíðu http://www.leoemm.com og þar eru bæði gamlar greinar um tæknivandamál og svo býðst hann til að svara skynsamlegum spurningum um þau sem send séu pr. tölvupóst á póstfangið leo@leoemm.com. Nú er það tillaga mín að þú sendir honum bréf og lýsir vandkvæðum þínum og færð vonandi svar innan skamms.
Kveðja; Þ
16.02.2004 at 00:38 #494439Takk fyrir ábendinguna Valdur, ég fór inná síðuna hjá Leó en fann ekkert um Bronco.
Er einhver sem kannast við þetta vesen í Bronco?Kv. Hjalti
16.02.2004 at 00:38 #488726Takk fyrir ábendinguna Valdur, ég fór inná síðuna hjá Leó en fann ekkert um Bronco.
Er einhver sem kannast við þetta vesen í Bronco?Kv. Hjalti
16.02.2004 at 00:51 #494443
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
sko ég hefði talið líklegast að súrefnisskynjarinn sé eithvað að angra þig!!! Þessi skynjari að ég held nemur útblásturinn í pústinu og gefur tölvunni boð um ef og lítið eða of mikið bensín sé að injecta þannig að ef skynjarinn sé bilaður þá getur hann alltaf verið að senda boð um að of lítið bensín sé og þá er inn´spýtinginn alltaf á fullu
(lenti í þessu sama og þú bara í volkswagen transporter lýsti sér nákvæmlega eins)
vona að þetta komi að gagni!!
16.02.2004 at 00:51 #488728
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
sko ég hefði talið líklegast að súrefnisskynjarinn sé eithvað að angra þig!!! Þessi skynjari að ég held nemur útblásturinn í pústinu og gefur tölvunni boð um ef og lítið eða of mikið bensín sé að injecta þannig að ef skynjarinn sé bilaður þá getur hann alltaf verið að senda boð um að of lítið bensín sé og þá er inn´spýtinginn alltaf á fullu
(lenti í þessu sama og þú bara í volkswagen transporter lýsti sér nákvæmlega eins)
vona að þetta komi að gagni!!
16.02.2004 at 01:05 #494448Ég er að vísu ekki sérfræðingur í stafsetningu en reyni engu að síður
Fyrst er að fullvissa sig um að hann fái of sterka blöndu.. kok og bensínblaut kerti geta alveg eins bent á laskað kveikjukerfi,t.d ónýtt háspennukefli sem fjarar út við að hitna. Þreifaðu á keflinu eftir að bíllinn er orðinn heitur, ef þú finnur minnsta yl frá keflinu skaltu prófa annað kefli, mig minnir að við kveikjuna sé einhver kubbur sem getur klikkað líka. Erfitt að sannreyna eitthvað í þessum málum, en allavega skaltu tékka neistann vandlega af eftir að bíllinn er orðinn heitur. Það á að vera fanta neisti á þessu sem hleypur auðveldlega 6-10 mm
Þrýstiventillinn fyrir spýtinguna hefur fests í einstaka tilfellum og valdið of háum bensínþrýsting, sem aftur þýðir og sterk blanda, það væri snjallt að mæla hver þrýstingurinn er í raun með bílinn í gangi.
Ónýtur hitaskynjari (vatnsskynjari í heddi) fyrir innspýtingu getur ruglað blönduna, t.d ef tölvan heldur að vélin sé "köld" þá gefur hann of mikið. (klassískt en afar sjaldgæft vandamál). Möguleiki að súrefnisskynjari í pústi sé óstarfhæfur líka.
Trúlega væri snjallt að láta lesa út úr græjunni með kóðalesara, það er fljótlegt og á ekki að kosta formúgu, hitt er svo annað mál að allt of sjaldan varpar það ljósi á vandamálin í gömlum ford.
Kv
Óli
16.02.2004 at 01:05 #488730Ég er að vísu ekki sérfræðingur í stafsetningu en reyni engu að síður
Fyrst er að fullvissa sig um að hann fái of sterka blöndu.. kok og bensínblaut kerti geta alveg eins bent á laskað kveikjukerfi,t.d ónýtt háspennukefli sem fjarar út við að hitna. Þreifaðu á keflinu eftir að bíllinn er orðinn heitur, ef þú finnur minnsta yl frá keflinu skaltu prófa annað kefli, mig minnir að við kveikjuna sé einhver kubbur sem getur klikkað líka. Erfitt að sannreyna eitthvað í þessum málum, en allavega skaltu tékka neistann vandlega af eftir að bíllinn er orðinn heitur. Það á að vera fanta neisti á þessu sem hleypur auðveldlega 6-10 mm
Þrýstiventillinn fyrir spýtinguna hefur fests í einstaka tilfellum og valdið of háum bensínþrýsting, sem aftur þýðir og sterk blanda, það væri snjallt að mæla hver þrýstingurinn er í raun með bílinn í gangi.
Ónýtur hitaskynjari (vatnsskynjari í heddi) fyrir innspýtingu getur ruglað blönduna, t.d ef tölvan heldur að vélin sé "köld" þá gefur hann of mikið. (klassískt en afar sjaldgæft vandamál). Möguleiki að súrefnisskynjari í pústi sé óstarfhæfur líka.
Trúlega væri snjallt að láta lesa út úr græjunni með kóðalesara, það er fljótlegt og á ekki að kosta formúgu, hitt er svo annað mál að allt of sjaldan varpar það ljósi á vandamálin í gömlum ford.
Kv
Óli
16.02.2004 at 02:24 #494452Þakka kærlega fyrir upplýsingarnar. Nú veit ég hvar ég á að leita.
Kv Hjalti
16.02.2004 at 02:24 #488732Þakka kærlega fyrir upplýsingarnar. Nú veit ég hvar ég á að leita.
Kv Hjalti
16.02.2004 at 03:20 #488734Sæll!
Þakka hlý orð í minn garð. Bara vegna þess að ég var viss um að mig misminnti ekki um greinar Leós þá fór ég inn á síðuna hans og fann það sem ég leitaði að. Leiðin þangað er einhvernvegin þannig að þegar komið er inn á leoemm.com blasa við nokkrir tenglar. Þá er valinn sá sem heitir ?Gagnabankinn ,,Brotajárn"? . Þegar þangað er komið sjást 6 pakkar og þá er farið í þann sem heitir ?Brotajárn 6. hluti?. Og þegar þar er flett koma fljótlega í ljós tvær greinar um gangtruflanir í gömlum bronkó og vonandi svara þær einhverju um það sem plagar bílinn þinn.
Kveðja; Þ
16.02.2004 at 03:20 #494455Sæll!
Þakka hlý orð í minn garð. Bara vegna þess að ég var viss um að mig misminnti ekki um greinar Leós þá fór ég inn á síðuna hans og fann það sem ég leitaði að. Leiðin þangað er einhvernvegin þannig að þegar komið er inn á leoemm.com blasa við nokkrir tenglar. Þá er valinn sá sem heitir ?Gagnabankinn ,,Brotajárn"? . Þegar þangað er komið sjást 6 pakkar og þá er farið í þann sem heitir ?Brotajárn 6. hluti?. Og þegar þar er flett koma fljótlega í ljós tvær greinar um gangtruflanir í gömlum bronkó og vonandi svara þær einhverju um það sem plagar bílinn þinn.
Kveðja; Þ
16.02.2004 at 14:32 #488736Takk fyrir kærlega Valdur. Ég fór aftur inn á síðuna hjá Leó og fann þessa pistla sem þú talaðir um.
Nú er bara að fara að nota allar upplýsingarnar sem ég er búinn að fá.Takk Takk
Kv Hjalti
16.02.2004 at 14:32 #494459Takk fyrir kærlega Valdur. Ég fór aftur inn á síðuna hjá Leó og fann þessa pistla sem þú talaðir um.
Nú er bara að fara að nota allar upplýsingarnar sem ég er búinn að fá.Takk Takk
Kv Hjalti
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.