This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Hafsteinn Þór Hafsteinsson 19 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Ég er aðeins búinn að vera að vega og meta tvo bíla, með möguleg kaup á fyrstu mánuðum næsta árs í huga.
Þeir tveir sem hafa verið að koma upp aftur og aftur eru Grand Cherokee Limited 5.9L 1998 og Ford Bronco Eddie Bauer 5.8L 1996. Ástæðurnar að baki því má að hluta til sjá hér.Ég ætlaði samt að fá að leita í visku ykkar á þessum vef hvað varðar breytingar og kannski eitthvað fleira.
Planið hjá mér væri að eiga þennan bíl í a.m.k. 1,5 – 2,0 ár sem eina bíl og mig langar því ekkert rosalega til að fara í fulla-jöklaferða-breytingu, a.m.k. ekki strax … Þarf s.s. að vera „daily-driver“ líka. Hins vegar væri alveg inn í myndinni að reyna að gera eitthvað „smotterí“ ef það er eitthvað sem er hagstætt og maður græðir meira notagildi á í þá svona „léttari“ sumarferðir, til að byrja með.Það eru aðalega þrjú atriði sem ég er að velta fyrir mér:
1) Er einhver teljandi munur á hversu erfiðir/auðveldir þessir tveir mismunandi bílar væru í endursölu?
2) Væri mikill verðmunur á að breyta þessum tveimur bílum? Þá bæði einhverjar lágmarksbreytingar eða þá í „all-out“ breytingu? Hvað er til að mynda mikið mál að koma einhverju eins og 35″ dekkjunum undir þessa tvo? Samkvæmt töflum frá USA þarf 6 inch á Bronco til að koma 35″ undir hann, 4 inch ef maður færir eða lagar aðeins til framstuðarann. Þeir væntanlega skera ekkert úr brettum? Hvað myndi þurfa mikið m.v. skurð?
3) Eru einhverjir sérstakir veikleikar sem gætu orðið til þess að þessir bílar væru til vandræða í breytingum? Væntanlega yfirstíganleg vandamál að Bronco-inn er með TTB að framan og grindarleysið á Grand virðist ekki stoppa þá mikið.Ég persónulega hallast að Bronco-num, sennilega vegna þess að það angrar mig dálítið í Cherokee hvað hann er þröngur m.a. um axlirnar í framsætunum og höfuðið í aftursætunum. Báðir eyða náttúrulega skíthlassi af bensíni en ég geri mér grein fyrir því. Ég viðurkenni fúslega þekkingarleysi mig og þið verðið bara að fyrirgefa fyrirfram ef ég fer að spyrja eins og alger asni.
You must be logged in to reply to this topic.