FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Bronco ’96 vs. Grand ’98

by Tryggvi R. Jónsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Bronco ’96 vs. Grand ’98

This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson Hafsteinn Þór Hafsteinsson 19 years, 5 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 17.12.2005 at 16:40 #196875
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant

    Ég er aðeins búinn að vera að vega og meta tvo bíla, með möguleg kaup á fyrstu mánuðum næsta árs í huga.
    Þeir tveir sem hafa verið að koma upp aftur og aftur eru Grand Cherokee Limited 5.9L 1998 og Ford Bronco Eddie Bauer 5.8L 1996. Ástæðurnar að baki því má að hluta til sjá hér.

    Ég ætlaði samt að fá að leita í visku ykkar á þessum vef hvað varðar breytingar og kannski eitthvað fleira.
    Planið hjá mér væri að eiga þennan bíl í a.m.k. 1,5 – 2,0 ár sem eina bíl og mig langar því ekkert rosalega til að fara í fulla-jöklaferða-breytingu, a.m.k. ekki strax … Þarf s.s. að vera „daily-driver“ líka. Hins vegar væri alveg inn í myndinni að reyna að gera eitthvað „smotterí“ ef það er eitthvað sem er hagstætt og maður græðir meira notagildi á í þá svona „léttari“ sumarferðir, til að byrja með.

    Það eru aðalega þrjú atriði sem ég er að velta fyrir mér:
    1) Er einhver teljandi munur á hversu erfiðir/auðveldir þessir tveir mismunandi bílar væru í endursölu?
    2) Væri mikill verðmunur á að breyta þessum tveimur bílum? Þá bæði einhverjar lágmarksbreytingar eða þá í „all-out“ breytingu? Hvað er til að mynda mikið mál að koma einhverju eins og 35″ dekkjunum undir þessa tvo? Samkvæmt töflum frá USA þarf 6 inch á Bronco til að koma 35″ undir hann, 4 inch ef maður færir eða lagar aðeins til framstuðarann. Þeir væntanlega skera ekkert úr brettum? Hvað myndi þurfa mikið m.v. skurð?
    3) Eru einhverjir sérstakir veikleikar sem gætu orðið til þess að þessir bílar væru til vandræða í breytingum? Væntanlega yfirstíganleg vandamál að Bronco-inn er með TTB að framan og grindarleysið á Grand virðist ekki stoppa þá mikið.

    Ég persónulega hallast að Bronco-num, sennilega vegna þess að það angrar mig dálítið í Cherokee hvað hann er þröngur m.a. um axlirnar í framsætunum og höfuðið í aftursætunum. Báðir eyða náttúrulega skíthlassi af bensíni en ég geri mér grein fyrir því. Ég viðurkenni fúslega þekkingarleysi mig og þið verðið bara að fyrirgefa fyrirfram ef ég fer að spyrja eins og alger asni.

  • Creator
    Topic
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)
  • Author
    Replies
  • 17.12.2005 at 17:18 #536226
    Profile photo of Ásgeir Halldórsson
    Ásgeir Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 848

    Sæll,

    Skooo, það sem þú græðir mest í Broncoinum er mikið pláss og MJÖG auðvelt að breyta honum, ég myndi nú ekki hlusta á kanann í hvað þú þarft til að breyta þessu fyrir 35" dekk. Ég gæti vel trúað því að þú þyrftir bara að skera aðeins með slípirokk og þá ertu góður, það á ekki að hækka bílinn að óþörfu, frekar að skera aðeins í boddýið og þá helduru líka upprunalegri fjöðrun og þarft ekkert að vesenast í að hækka festingar fyrir dempara. Og svo er Broncoinn miklu þægilegri að sitja í, en STÓRI mínusinn er þyngdin, þú getur gleymt því að komast eitthvað í snjó nema setja að minnsta kosti 38" dekk undir, þá þarftu væntanlega bara boddýlyftingu uppá einhverjar 3". 6" er útí hött!
    .
    En Cherokeeinn er flóknari hvað breytingar varðar og ekki hægt að setja hann á stærri dekk án þess að hækka upp þá á boddýi og fjöðrun. En hann er auðvitað miklu léttari og skemmtilegri jeppi að því leyti.

    En ég held samt sem áður að Cherokeeinn sé auðveldari í endursölu heldur en Broncinn, enda Jeep þar á ferð.

    En gangi þér bara vel með etta allt saman!

    kv, Ásgeir





    17.12.2005 at 18:02 #536228
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    Jú takk Ásgeir fyrir upplýsingarnar.
    Samkvæmt upplýsingum framleiðenda stendur 5.8L Bronco í 2.216kg (lægsta tala sem ég fann var 2.081 en mér fannst hún út í hött). Það er talsvert meira en Grandinn sem segist vera 1.919kg (’98 5.9L Limited).
    Ef maður fer í 38" er þá ekki hætt við að það þurfi að skipta TTB-dótinu að framan út? Kannski eitthvað fleira sem væri þá komið á innkaupalistann? Svona fyrir utan það sem fylgir bara hækkandi dótastuðli 😉





    17.12.2005 at 18:53 #536230
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Ef þú ert að fá þér jeppa fyrir ekki lengri tíma en þetta, skaltu fá þér breyttan jeppa, eða sætta þig við að afskrifa breytinguna á þessum tíma.

    Hlynur





    17.12.2005 at 19:22 #536232
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    Jú það væri nú æskilegt að eiga hann lengur en 2 ár, en maður veit aldrei. En planið væri að eiga hann lengur en fara kannski ekki í stórfeldar breytingar fyrr en eftir eitt og hálft eða tvö ár.





    18.12.2005 at 00:16 #536234
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Áður en þú ferð í breytingar þá skaltu sanka öllu efni, dekkjum og öðru sem þarf til ÁÐUR en þú byrjar. Og vera með það á hreinu hvað þú ætlar að breyta mikið. Það er ekkert eins leiðinlegt að vera að breyta eina bílnum sem maður notar og geta aldrei stoppað hann lengur en eina helgi til að breyta meira. (Tala af reynslu)
    Þetta tekur talsverðan tíma ef maður tekur ekki frí úr vinnu til að gera þetta.





    18.12.2005 at 18:47 #536236
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    Jú það er einmitt málið, ég er með annan bíl fram í maí og það er spurning hvað á að ganga langt þangað til. Eftir það yrði þetta svo eini bíllinn í 1,5-2 ár (en hvað veit maður hvað gerist…)

    Þess vegna er einmitt pælingin hvað maður ætlar að fara langt. Það virðist mestlítið þurfa til að fara upp á 33", 35" gæti jafnvel gengið með smáköntum og skurði, 38" þá er maður kominn í kant+skurð og mögulega 3" hækkun á body. Það er spurning ef maður fer í það hvort sú aðgerð nýtist ef maður ætlar svo upp í 44" síðar meir?
    Svo þarf maður væntanlega að fara að hugsa um gírun ef maður fer í 35" eða meira er það ekki?

    Er einhver sem hefur tekið yngri en 1992 (eða 1987 virðist vera mjög svipað) og sett á 38" ?





    18.12.2005 at 20:11 #536238
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Ég veit um einn sem er á allavegna 36" eins og þú ert að spá í. Hann er hvítur og ekta OJ útgáfa með brotnu afturljósa coveri og alles. Ég held að hann hafi ekkert lyft honum til að setja 36 undir. Skar bara soldið úr brettunum. Ef þú þekkir eitthvað til í Hveragerði þá er hann þar.





    18.12.2005 at 20:27 #536240
    Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Participant
    • Umræður: 124
    • Svör: 2697

    Grunnur að þessum 96 bronco kom 1980 eða 81 með klofhásingu að framan og 9" að aftan. Rancho framleiðir/framleiddi sniðugt kerfi fyrir framhásinguna, lengri spyrnur og gormar. Síðari árin kom hann með 8.8" að aftan minnir mig og svo svona snobbheit eins og rafdrifinn millikassa.

    Fjölskyldan átti svona bíl sem var keyptur nýr 1981 og fluttur heim ári seinna. Ég hef enn ekki fyrirgefið pabba að selja hann ári áður en ég fékk prófið…..

    -haffi





    19.12.2005 at 08:40 #536242
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    Já þetta er ekkert nema mannvonska að gera svona 😉
    Er [url=http://www.gorancho.com/products/suspensions/ford_F150_bronco.stm:3gdt96re]þetta[/url:3gdt96re] Rancho kittið sem þú ert að meina?
    Ég sá annars í þessari leit [url=http://broncograveyard.com/products/fabritech/fabritech.html:3gdt96re]Solid Axle Conversion Kit frá Fabritech[/url:3gdt96re] en þarna er maður nú kominn í groddalegri aðferðir en Rancho-kittið.
    Er eitthvað vit í að kaupa svona "pakka" frá útlandinu eða gerum við Íslendingarnir þetta (eins og allt annað :D) miklu betur sjálfir?





    19.12.2005 at 09:40 #536244
    Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Participant
    • Umræður: 124
    • Svör: 2697

    Persónulega myndi ég ekki fá mér svona kit heldur henda klofhásingunni og setja D44 undan eldri bronco. Ef ég væri að fá mér svona hák þeas. :) Galli við þessa hásingu finnst mér vera að ef fjöðrun sígur þá halla dekkin sem hlýtur að misslíta þeim.

    Ef ég væri að velja þá myndi ég frekar taka grandinn, hann er tilbúinn með heila hásingu að framan, gormum að aftan og er léttari.

    -haffi





  • Author
    Replies
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.