Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Bronco
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Davíð Valdimar Valsson 16 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
24.08.2008 at 01:36 #202821
Hvað er gamli Bronco á 38″ með 302 að eyða miklu?????
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.08.2008 at 01:48 #627978
öllu sem sett er á hann væntanlega
k.v.
24.08.2008 at 08:34 #627980ég var með bronco II og undirvagn var allur úr ´74 bíl og á "38 en fóturinn stjórnaði að mestu leiti eyðslunni en ég var með 4 hólfa og flækjur og msd kveikjukerfi en ég man að ég keyrði frá rvk einusinni og austur á hellu en ég fyllti í borginni og svo aftur fyrir austan og þá fóru 15 ltr. með því að troða á hann en ég keyrði bara á 90 alla leið og svo man ég að ef ég var á fjöllum á honum þá gat ég alltaf miðað við að eiga hálfann tank fyrir hvern dag eða um 60 ltr en þetta getur náttla verið eins misjafnt og færi getur verið og hvernig menn keyra
kv. Kristján
standann bara 😛
24.08.2008 at 10:25 #627982ég átti scout með 318 og 38" Dekk
Hann var að eyða svona 13 – 16 á langkeyrslu
Þetta fer talsvert eftir drifhlutföllumOg í samfloti með 38" Hilux Diesel og sambærilegum bílum í snjó þá eyddi hann ekkert rosalega , svolítið meira en þeir en það var enginn rosalegur munur.
En hinsvegar ef maður var duglegur á jólagjöfinni þá var hægt að láta þetta eyða svakalega og miklu meira en kemst i gegnum svona diesel rellu. En maður fékk þá eitthvað í staðin.
PS: Ef þú ætlar að jeppast mikið og ferðast mikið þá mundi ég nú skoða vel í veskið áður en þú kaupir þér svona. Þetta hentar vel sem leiktæki , en er hæpið í lengri ferðir eins og bensínverðið er í dag.
Kv. Kalli
24.08.2008 at 12:15 #627984Minn er í 14 í blönduðum með I200 vélinni, held að bíll bróður míns sé nær 17 – 18 með 302 á 35". Minn fer í 18 í skaki, veit ekki með hinn.
Kv, Hjölli.
25.08.2008 at 13:33 #627986bensínið dugar alltaf þar til að það er búið.
og sjaldan lengur.
verksmiðju framleiddi tankurinn er yfirleitt látinn duga ca 500 km.
þannig að það er hækt að spurja hvað ert þú með stóran tank til að finna út ca meðaleiðslu
25.08.2008 at 16:17 #627988er það ekki oft svo að ef menn þurfa að spurja hvað breyttur jeppi með V8 í húddinu eyðir þá vilji þeir ekki reka svoleiðis
25.08.2008 at 23:28 #627990Mér finnst þurfa talsvert vítt samhengi þegar meta á eyðslu á V8 bensín .
Eyðslutölur á fjallajeppum eru eins margar og bílarnir . Tölur neðan við 14L á hundr. finnast mér frekar ótrúverðugar með V8 .
Sama gildir með eyðslu sem er um og yfir 26-8 L .
Þá er eitthvað ‘að’ draslinu.
Mér hefur REYNDAR tekist að láta 44 tommu Bronco með 351 W eyða 100 lítrum á 100 kílómetrum ! Þá var hellingur ‘að’ Allt vitlaust uppsett .
Málið er , hvað kosta hestöflin í raun .
Hestöfl sem eru framleydd af V8 bensínmótor eru væntanlega eitthvað dýrari en hö fengin með sambærilegum dieselmótor ,ef eingöngu er horft á eldsneytiskostnað .
300 hestafla V8 besínvél kostar ekki mikla peninga á móti sambærilegri diesel vél . Kannski 100 – 200 000 Kr .
Tökum diesel hestöfl og spáum í það .
300 hestafla diesel mótor er einfaldlega mjög dýr í innkaupi og þá viðhaldi ef alvarleg bilun verður .
Sæmilega vel vakandi dieselmotor myndi kosta um 600 – 800 000 . lágmark . og þá á eftir að setja kvikindið í húddið . 150 – 200 000 í viðbót .
Veto vélin í 80 Cruiser er flott vél sem skilar góðu afli . Sæmilega góður þannig mótor er að kosta um 6-800 000 kr. ef hann þá fæst .
Það er vel hægt að setja upp V8 bensínvél sem er rekandi . Bensínfóturinn hefur líka helling með þetta að gera .
‘Eg vil meina að V8 sé góður kostur í létta bíla og fyrir þá sem eru að fara styttri túra og vilja hafa afl án þess að þurfa að fara í dýra dieselmótora .
Það eru alltaf lokatölurnar sem málið snýst um .
25.08.2008 at 23:51 #627992Ég hef ekki reynslu að V8 með EFI en mín reynsla af V8 með tveggja hólfa blöndung er sú að þær eru ekki beinlínis sprækar. Átti eitt sinn Willys með 307 og fjögurra hólfa hann gat farið niður í 15 lítra en líka farið langt með að klára 70 lítra tank á 4-5 tímum. Eftirá að hyggja held ég það hafi verið of stór fjögurra hólfa blöndungur á honum. Það var Edelbrook 625cmf og Edelbrook Performer soggrein.
Stjóni
28.08.2008 at 11:13 #627994Mín reynsla þó hún byggist ekki á mikilli reynslu þá er 302 vélin að skila voða litlu afli út í hjól með bronco gírkössum að minnsta kosti, og eyðir öllu sem á hann fer og allavega það.
28.08.2008 at 11:22 #627996það er náttúrulega allur gangur á hvernig þessar vélar eru að vinna miðað við megnið af þessum vélum er orðinn yfir 30 ára gamlar og kannski aldrei verið gert neitt að ráði við nema keyra og skipta út olíju og því margar orðnar full mikið eknar og langt frá því að skila því sem þær eru að gera miðað við þegar þær eru nýjar eða nýyfirfarnar en mín reynsla er sú að pabbi átti bronco með 302 sem vann ekki vel en hún var síðan tekin í gegn og skipt nánast um allt og það kom alveg á óvart hvað hún skilaði bílnum áfram og eyðslan minnkaði ef eitthvað var
kv. Kristján
28.08.2008 at 11:42 #627998sæmilega þétt 302 með volgum ás , flækjum , passlegum blandara , milliheddi og góðu kveikjukerfi getur virkað helling
28.08.2008 at 13:38 #628000Blazerinn hjá mér sem er með 350 mótor og rafstýrðri inspýtingu eyðir 18 í langkeyrslu en svona 25-30 innanbæjar. En mér maður lætur sig samt bara hafa það, ég meina ef þetta er gaman (sem það er) þá er það bara gott mál og þá hugsar maður ekkert út í þetta eða allavega ekki ég. Ég lít bara niður á þessa prius eigendur, ég er kemst hraðar yfir og flottar sound :).
Reyndar í gamla blazernum var 4.3L v6 vortec mótor og hann eyddi svona 18 til 20 lítrum. Þetta eyðir allt 20 lítrum + – 😉Ps: það kostar líka að fara til spánar nema hvað að þetta er skemmtilegra
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.