Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Breyttur Musso
This topic contains 42 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
16.02.2004 at 11:43 #193776
AnonymousGuten Tag,
Er að velta fyrir mér hvernig reynslan er með breytta (38″) Musso jeppa. Maður hefur heyrt alskonar sögur um þessa jeppa, góðar og slæmar. Það eina sem ég veit er endursala á þeim er algjör dauði!
Þannig að spurningin er hvort einhver á eða hefur átt slíkan bíl og hvort þetta sé alltaf að bila eða hvort þetta sé bara kjaftasögur?’
Kv, Svenni
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
18.02.2004 at 13:07 #488970
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Daginn!
Ég hef núna átt Musso ’98, sem er með standard 31" breytingu frá Benna, í eitt ár. Ég var að leita að góðum ferðajeppa fyrir sumarferðirnar um hálendið. Skoðaði aðallega Grand Cherokee, Terrano II og Explorer, en var á endanum nánast ýtt inn Musso sem ég hafði aldrei spáð í fram að þessu. Í sem stystu máli hef ég verið mjög ánægður. Bensíneyðslan er mjög lítil fyrir þetta stóran bíl, aksturseiginleikar góðir og hljóðlátur akstur, farangursrýmið mjög stórt og allur frágangur á boddýi til fyrirmyndar að mínu mati. Staðalbúnaður er mikill og auðvitað er verðið hagstætt. Síðast en ekki síst er rétt að benda á að á tímum alþjóðavæðingar er fáranlegt að flokka bíla eftir því hvar fyrirtækið á heimili sem á merkið. Munið bara að Yaris er framleiddur í Frakklandi eins og Citroen, Suzuki Vitara SE á Spáni og Terrano II í Portúgal ef ég man rétt…
18.02.2004 at 13:07 #494923
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Daginn!
Ég hef núna átt Musso ’98, sem er með standard 31" breytingu frá Benna, í eitt ár. Ég var að leita að góðum ferðajeppa fyrir sumarferðirnar um hálendið. Skoðaði aðallega Grand Cherokee, Terrano II og Explorer, en var á endanum nánast ýtt inn Musso sem ég hafði aldrei spáð í fram að þessu. Í sem stystu máli hef ég verið mjög ánægður. Bensíneyðslan er mjög lítil fyrir þetta stóran bíl, aksturseiginleikar góðir og hljóðlátur akstur, farangursrýmið mjög stórt og allur frágangur á boddýi til fyrirmyndar að mínu mati. Staðalbúnaður er mikill og auðvitað er verðið hagstætt. Síðast en ekki síst er rétt að benda á að á tímum alþjóðavæðingar er fáranlegt að flokka bíla eftir því hvar fyrirtækið á heimili sem á merkið. Munið bara að Yaris er framleiddur í Frakklandi eins og Citroen, Suzuki Vitara SE á Spáni og Terrano II í Portúgal ef ég man rétt…
18.02.2004 at 18:23 #488972
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Jæja,ef sá sem hóf þennan þráð er ekki orðinn samfærður núna eftir þessar umræður hér ,ja þá veit ég ekki hvað við tökum til bragðs.Það væri gaman að heira í honum hvort við höfum veitt honum nægilega innsýn í Musso,nú ef ekki þá vertu bara í sambandi við okkur.
18.02.2004 at 18:23 #494927
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Jæja,ef sá sem hóf þennan þráð er ekki orðinn samfærður núna eftir þessar umræður hér ,ja þá veit ég ekki hvað við tökum til bragðs.Það væri gaman að heira í honum hvort við höfum veitt honum nægilega innsýn í Musso,nú ef ekki þá vertu bara í sambandi við okkur.
18.02.2004 at 18:45 #488974
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég var auðvitað að leita eftir umsögnum þessara fræðinga, sem hafa reynt gallana á þessum bílum. Player talar um lausa afturrúðu og rúðumótora. Afturrúðan í mínum hékk a.m.k. í þegar ég fékk aftan á hlerann krók undan Trooper, sem ég kippti óvart of fast í. Hlerinn var auðvitað ónýtur, en rúðan var á sínum stað (og mér er sagt að nýi hlerinn hafi verið sprautaður, áður en ég kom í bæinn um kvöldið. Sel það nú ekki dýrara en ég keypti). Ekki losnaði afturrúðan heldur í fyrri bílnum mínum, módel’97. Sama er að segja um rúðumótorana, ekki hafa þeir bilað hjá mér. Hitt er annað, að raflæsingar í afturhurðum vildu blotna og þar með svíkjaast um að læsa, áður en gengið var betur frá þeim og er það líklega það sem player á við.
Ég vil að lokum taka undir með þeim, sem hrósa verkstæðinu hjá Benna. Þeir hafa reynst mér frábærlega, þegar ég hef þurft að leita til þeirra og ekki eru piltarnir í búðinni lakari svo ekki sé talað um Tóta á breytingaverkstæðinu. Kannski nýt ég þess að vera orðinn svo gamall sem á grönum má sjá. Eru þeir kannski e-ð stirðari við yngra fólk??
Vigfús
18.02.2004 at 18:45 #494931
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég var auðvitað að leita eftir umsögnum þessara fræðinga, sem hafa reynt gallana á þessum bílum. Player talar um lausa afturrúðu og rúðumótora. Afturrúðan í mínum hékk a.m.k. í þegar ég fékk aftan á hlerann krók undan Trooper, sem ég kippti óvart of fast í. Hlerinn var auðvitað ónýtur, en rúðan var á sínum stað (og mér er sagt að nýi hlerinn hafi verið sprautaður, áður en ég kom í bæinn um kvöldið. Sel það nú ekki dýrara en ég keypti). Ekki losnaði afturrúðan heldur í fyrri bílnum mínum, módel’97. Sama er að segja um rúðumótorana, ekki hafa þeir bilað hjá mér. Hitt er annað, að raflæsingar í afturhurðum vildu blotna og þar með svíkjaast um að læsa, áður en gengið var betur frá þeim og er það líklega það sem player á við.
Ég vil að lokum taka undir með þeim, sem hrósa verkstæðinu hjá Benna. Þeir hafa reynst mér frábærlega, þegar ég hef þurft að leita til þeirra og ekki eru piltarnir í búðinni lakari svo ekki sé talað um Tóta á breytingaverkstæðinu. Kannski nýt ég þess að vera orðinn svo gamall sem á grönum má sjá. Eru þeir kannski e-ð stirðari við yngra fólk??
Vigfús
18.02.2004 at 20:12 #488976
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég hef verslað talsvert við benna og alltaf fengið toppþjónustu og þeir sem hafa afgreitt mig alltaf vitað um hvað þeir eru að gera, því eitt það sem eg hata mest er að fa ranga varahluti, auk þess áttu foreldrar minir musso í 2 ár og eina sem klikkaði voru vacumlokurnar gekk alltaf eins og klukka og góðir bílar sel það ekki dyrara enn eg keypti það,
18.02.2004 at 20:12 #494936
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég hef verslað talsvert við benna og alltaf fengið toppþjónustu og þeir sem hafa afgreitt mig alltaf vitað um hvað þeir eru að gera, því eitt það sem eg hata mest er að fa ranga varahluti, auk þess áttu foreldrar minir musso í 2 ár og eina sem klikkaði voru vacumlokurnar gekk alltaf eins og klukka og góðir bílar sel það ekki dyrara enn eg keypti það,
18.02.2004 at 21:58 #488978Dálítið magnað að menn tala um að bílarnir sínir bili aldrei og allt sé svo frábært og svo í næstu setningu dásama þeir verkstæðisþjónustuna hjá umboðinu, og það af eigin raun. Og tala nú ekki um hvað varahlutaþjónustan er frábær.
Hvaða bílar eru þetta á verkstæðinu og hvert fara allir þessir varahlutir.[b:3b58h320]BÍLAR BILA!!!![/b:3b58h320] og Musso er engin undantekning frá því frekar en Toyota, Nissan, MMC og Suzuki og hvað þetta heitir allt. Eini munurinn á milli tegunda er sá að eigendurnir eru í mismikilri vörn gangvart rógburði.
P.s.
Hitti ég ekki þig vigfús á vínrauðum musso uppí litlu kaffistofu hérna um árið með allt á suðupunkti í húddinu.
18.02.2004 at 21:58 #494940Dálítið magnað að menn tala um að bílarnir sínir bili aldrei og allt sé svo frábært og svo í næstu setningu dásama þeir verkstæðisþjónustuna hjá umboðinu, og það af eigin raun. Og tala nú ekki um hvað varahlutaþjónustan er frábær.
Hvaða bílar eru þetta á verkstæðinu og hvert fara allir þessir varahlutir.[b:3b58h320]BÍLAR BILA!!!![/b:3b58h320] og Musso er engin undantekning frá því frekar en Toyota, Nissan, MMC og Suzuki og hvað þetta heitir allt. Eini munurinn á milli tegunda er sá að eigendurnir eru í mismikilri vörn gangvart rógburði.
P.s.
Hitti ég ekki þig vigfús á vínrauðum musso uppí litlu kaffistofu hérna um árið með allt á suðupunkti í húddinu.
19.02.2004 at 08:29 #488980
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Að allir bílar þurfi viðhald og jafnvel ýmsa hluti endurnýjaða í tímans rás hélt ég nú að síst þyrfti að segja mönnum sérstaklega á þessum vef.
Jú, það er vafalaust rétt, að ég hafi sést í Litlu Kaffistofunni með of heita vél. Heddpakkning fór hjá mér (sem ég hef raunar áður tíundað í umræðum um þessa bíla).
Ég get aðeins sagt það, að ég hef ekið og átt bíla í rúma hálfa öld. Engum bíl hef ég enn kynnst, sem ekki hefur þurft sitt viðhald. Mussóinn er ekki verstur, hvað það sbertir. Mánudagsbílar eru kannski líka til hjá þeim í Kóreu, þó ég hafi ekki lent á slíkum. Minn hefur nokkuð oft verið á verkstæðinu hjá Benna vegna reglubundins eftirlits, en mun sjaldnar vegna bilana þess á milli. Hann stendur nú í 110 þúsund km..
V
19.02.2004 at 08:29 #494943
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Að allir bílar þurfi viðhald og jafnvel ýmsa hluti endurnýjaða í tímans rás hélt ég nú að síst þyrfti að segja mönnum sérstaklega á þessum vef.
Jú, það er vafalaust rétt, að ég hafi sést í Litlu Kaffistofunni með of heita vél. Heddpakkning fór hjá mér (sem ég hef raunar áður tíundað í umræðum um þessa bíla).
Ég get aðeins sagt það, að ég hef ekið og átt bíla í rúma hálfa öld. Engum bíl hef ég enn kynnst, sem ekki hefur þurft sitt viðhald. Mussóinn er ekki verstur, hvað það sbertir. Mánudagsbílar eru kannski líka til hjá þeim í Kóreu, þó ég hafi ekki lent á slíkum. Minn hefur nokkuð oft verið á verkstæðinu hjá Benna vegna reglubundins eftirlits, en mun sjaldnar vegna bilana þess á milli. Hann stendur nú í 110 þúsund km..
V
19.02.2004 at 13:21 #488982Vigfús er greinilega á sama aldursskeiði og ég, þ.e.a.s. við erum fæddir talsvert fyrir miðja síðustu öld og ekki orð um það meir eða þannig! Við þurfum líklega báðir að fara passa okkur á lífsreynslusögunum, sem boltar á okkar aldri eru venjulega orðnir stútfullir af svo út úr flóir, allavega fæ ég að heyra það hjá barnabörnunum að það sé þannig með mig! En hvað um það, mig langar til að taka undir með Vigfúsi um hinar mismunandi bílategundir, ég er náttúrulega löngu búinn að tapa tölunni á öllum þeim bílum sem ég hef þurft að aka um ævina, en enga tegund hef ég enn þekkt, sem ekki hefur þurft að gera við. Það er nú stundum verið af okkar kynslóð að horfa á t.d. gömlu herbílana í rósrauðum bjarma nostalgíunnar, en mig minnir nú að t.d. Dodge Weapons Carrier, og síðar arftaki hans M37, sem var kominn með tveggja hraða millikassa fram yfir þann gamla, hafi nú ekki aldeilis verið gallalausir og ýmislegt hafi nú viljað brotna í þeim, svo sem eins og öxlar, fjaðrir og Guð einn veit hvað fleira. En hvað um það. Áfram með Musso umræðuna. Ég var að fá í hádeginu eins og fleiri trillukarlar kynningarbækling frá Benna Eykons um Musso pickup-inn og leist bara vel á blöðin. Mér líst sérlega vel á sætin í þeim miðað við þá "upptíninga" sem ég hef keyrt til þessa dags. Það verður fróðlegt að sjá þennan sem verið er að breyta í 38" þegar hann kemur á götuna.
19.02.2004 at 13:21 #494947Vigfús er greinilega á sama aldursskeiði og ég, þ.e.a.s. við erum fæddir talsvert fyrir miðja síðustu öld og ekki orð um það meir eða þannig! Við þurfum líklega báðir að fara passa okkur á lífsreynslusögunum, sem boltar á okkar aldri eru venjulega orðnir stútfullir af svo út úr flóir, allavega fæ ég að heyra það hjá barnabörnunum að það sé þannig með mig! En hvað um það, mig langar til að taka undir með Vigfúsi um hinar mismunandi bílategundir, ég er náttúrulega löngu búinn að tapa tölunni á öllum þeim bílum sem ég hef þurft að aka um ævina, en enga tegund hef ég enn þekkt, sem ekki hefur þurft að gera við. Það er nú stundum verið af okkar kynslóð að horfa á t.d. gömlu herbílana í rósrauðum bjarma nostalgíunnar, en mig minnir nú að t.d. Dodge Weapons Carrier, og síðar arftaki hans M37, sem var kominn með tveggja hraða millikassa fram yfir þann gamla, hafi nú ekki aldeilis verið gallalausir og ýmislegt hafi nú viljað brotna í þeim, svo sem eins og öxlar, fjaðrir og Guð einn veit hvað fleira. En hvað um það. Áfram með Musso umræðuna. Ég var að fá í hádeginu eins og fleiri trillukarlar kynningarbækling frá Benna Eykons um Musso pickup-inn og leist bara vel á blöðin. Mér líst sérlega vel á sætin í þeim miðað við þá "upptíninga" sem ég hef keyrt til þessa dags. Það verður fróðlegt að sjá þennan sem verið er að breyta í 38" þegar hann kemur á götuna.
19.02.2004 at 15:50 #488984
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ef við ætluðum alltaf að hlusta á það sem aðrir hafa til málana að leggja,þegar við erum að versla okkur breytta bíla,þá held ég að maður væri endalaust að ferðast með strætó,það er neflinlega þannig í þessum bransa að hverjum þykir sinn fulg fagur,ekki ólíkt pólitíkini.
Menn verða bara að passa sig á því að bera saman sambærilega hluti í það og það skiptið.
En Olsarinn á greinilega eftir að fá sér Musso til þess að bæti í barnabarna sögu safnið !!! ekki satt?
19.02.2004 at 15:50 #494951
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ef við ætluðum alltaf að hlusta á það sem aðrir hafa til málana að leggja,þegar við erum að versla okkur breytta bíla,þá held ég að maður væri endalaust að ferðast með strætó,það er neflinlega þannig í þessum bransa að hverjum þykir sinn fulg fagur,ekki ólíkt pólitíkini.
Menn verða bara að passa sig á því að bera saman sambærilega hluti í það og það skiptið.
En Olsarinn á greinilega eftir að fá sér Musso til þess að bæti í barnabarna sögu safnið !!! ekki satt?
19.02.2004 at 15:52 #494957Jú, passar, ég hef einmitt verið að spyrjast fyrir um þennan Musso pickup, og er forvitinn að sjá hvernig þessi sem verið er að breyta fyrir 38" kemur til með að líta út þegar hann kemur út af verkstæðinu hjá Benna.
19.02.2004 at 15:52 #488986Jú, passar, ég hef einmitt verið að spyrjast fyrir um þennan Musso pickup, og er forvitinn að sjá hvernig þessi sem verið er að breyta fyrir 38" kemur til með að líta út þegar hann kemur út af verkstæðinu hjá Benna.
19.02.2004 at 15:59 #494961En heyrðu Musso, var að skoða flottar myndir í albúminu þínu, en mig langar til að spyrja þig hvort áin þarna að Fjallabaki heiti ekki HvítMAGA en ekki HvítMANGA. Eg var einu sinni að þvælast þarna með rosknum og reyndum gangnamanni rangæskum sem kallaði þetta Hvítmögu?
19.02.2004 at 15:59 #488988En heyrðu Musso, var að skoða flottar myndir í albúminu þínu, en mig langar til að spyrja þig hvort áin þarna að Fjallabaki heiti ekki HvítMAGA en ekki HvítMANGA. Eg var einu sinni að þvælast þarna með rosknum og reyndum gangnamanni rangæskum sem kallaði þetta Hvítmögu?
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.