This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Olgeir Örlygsson 17 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Komið þið sæl.
Ég rakst á frétt í Svalbardposten þar sem Rauðikrossinn hér var að sækja slasaða manneskju á breyttum jeppa. Þetta þættu ekki mikil tíðindi á Íslandi en er nokkuð merkilegt hér á Svalbarða. Hér eru helst notaðir beltabílar, sleðar eða þyrlur í svona verk.
Mér hefur heyrst á tali manna að þeir hafi töluverða vantrú á að hægt sé að keyra á snjónum á jeppa og svo eru lög að þvælast fyrir þeim að ég held.
Hér eru að ég held einungis tveir bílar á 38″ dekkjum, Toyota DC í báðum tilfellum.
Snjórinn hérna er að mínu mati ágætlega til þess fallinn að keyra á, oftast harðskafinn og lag lausamjallar yfirleitt ekki mikið.
Hér væri gaman að sjá góðan 44″ jeppa með góðum bílstjóra. Þá mundi beltabílunum sennilega fækkaHér er slóðin á fréttina: http://www.svalbardposten.no/nyhet.cfm?nyhetid=752
Kveðja frá Svalbarða
Olgeir
You must be logged in to reply to this topic.