This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjörleifur Helgi Stefánss 17 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Ég sá því miður skemmtilega sjón á föstudaginn langa um kl 14:00 í kömbum, og það var örugglega ekki okkur jeppamönnum til framdráttar, því þar var 38″ musso jeppi sem keyrði allveg eins og bavían tók fram úr á tvöfaldri heilli línu efst í kömbum og þar með jós hann ryki og skýt yfir þennan eina bíl sem hann komst fram úr, og var á frekar mikilli ferð eitthvað yfir 100km á klst. Svo tróðst hann og djöflaðist í þessum þrem bílum sem voru fyrir framan hann til þess að komast fram úr, þarna var fólk á ferð sem er andvíkt þessum breyttu bílum og þetta var ekki til þess að laga það. En viti menn allur þessi djöfla gangur og hann var ekki að fara lengra en í Hveragerði. Við verðum bara að passa þetta það er fullt af fólki hrætt við þessa bíla og við verðum að taka tillit til þess.
Ferðakveðja Bjarki
You must be logged in to reply to this topic.