This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Eiríksson 18 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar, ég var í smávandræðum með hálf vindlaust varadekk á tjaldvagninum í Nýjadal um verslunarmannahelgina, en hugsaði mér gott til glóðarinnar þegar mjög nýlegur Patrol renndi í hlað að hann væri með loftdælu. Maðurinn var hinn elskulegasti og vildi allt fyrir mig gera, reif allt dótið út úr bílnum til að finna loftslönguna sem hann var að fara að brúka í fyrsta skipti. En þegar til kom virkaði dælan ekki. Þegar ég fór að ath málið betur rak mig í rogastans af undrun og hneykslan, hvar haldið þið að þetta margrómaða og þekkta breytingaverkstæði sem seldi manninum 35″ breytingu hafi sett litla rafmagsloftdælu sem er hugsuð til að vera inni í bíl… Fremst inn í stuðarann, þar sem hún var margsinnis búin að fara á bólakaf í vatn og drullu og allt var loðrandi í spansgrænu og vibba.
Nú hef ég aldrei látið breyta bíl á verkstæði, en eru þetta vinnubrögðin? Það var afskaplega þægilegt að koma henni þarna fyrir og rukka sakleysingja sem ekki hafa mikið vit á þessu um stóra peninga fyrir trúlega.
Eru breytingaverkstæðin að stunda svona fíflagang í fleiru?
kveðja, Guðni
You must be logged in to reply to this topic.