This topic contains 33 replies, has 1 voice, and was last updated by HELGI JÓNAS HELGASSON 15 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Mig langar aðeins að heyra frá mönnum varðandi breytingaskoðun og tryggingamál.
Þeir sem hafa stækkað úr t.d. 38″ í 44″, hversu samviskusamir eru menn með að fara með bílinn í breytingaskoðun eftir slíka stækkun?
Ég veit um nýlegt dæmi þar sem 38″ breytingaskoðaður bíll á 44″ dekkjum lenti í tjóni (veltu), en þar sem bíllinn er á stærri dekkjum en breytingaskoðunun segir til um neitar tryggingafélagið að borga. Veit einhver um fordæmi í sambærilegu máli? Það má benda á í þessu máli að veltan hefur ekkert með dekkjastærð eða búnað bílsins að gera og væri sjálfsagt valtari á 38″ ef eitthvað er. Hins vegar ef tryggingafélagið getur staðið á þessu ættu menn að huga að þessu ef þeir eru á stærri dekkjum en skoðunin gerir ráð fyrir.
En allavega væri mjög gott að heyra af sambærilegum málum.
Kv – Skúli
You must be logged in to reply to this topic.