Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Breytingaskoðun og tryggingar
This topic contains 33 replies, has 1 voice, and was last updated by HELGI JÓNAS HELGASSON 15 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
26.10.2006 at 16:27 #198820
Mig langar aðeins að heyra frá mönnum varðandi breytingaskoðun og tryggingamál.
Þeir sem hafa stækkað úr t.d. 38″ í 44″, hversu samviskusamir eru menn með að fara með bílinn í breytingaskoðun eftir slíka stækkun?
Ég veit um nýlegt dæmi þar sem 38″ breytingaskoðaður bíll á 44″ dekkjum lenti í tjóni (veltu), en þar sem bíllinn er á stærri dekkjum en breytingaskoðunun segir til um neitar tryggingafélagið að borga. Veit einhver um fordæmi í sambærilegu máli? Það má benda á í þessu máli að veltan hefur ekkert með dekkjastærð eða búnað bílsins að gera og væri sjálfsagt valtari á 38″ ef eitthvað er. Hins vegar ef tryggingafélagið getur staðið á þessu ættu menn að huga að þessu ef þeir eru á stærri dekkjum en skoðunin gerir ráð fyrir.
En allavega væri mjög gott að heyra af sambærilegum málum.
Kv – Skúli
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
26.10.2006 at 17:56 #565392
Ég lenti í því með Scout inn minn að þegar ég fór með hann í skoðun þá var mér sagt að hann væri ekki skráður á 38" dekkjum og fékk því endurskoðun. Málið er bara að hann er búinn að vera á 38" í enhver ár þannig að nú spyr ég hver ber ábyrgðina ég eða skoðunarstöðin??
Þeir sem eru að breyta 38" bílum í 44", eins og í þessu dæmi hér að ofan, og fara með hann í skoðun og það er ekki sett útá það ættu að sjálfsögðu að lát vita ef skoðunarmaðurinn er ekki að sinna sinni vinnu því að henn er ekki að gera neinum greiða með því að spara ykkur 8000 kr sem breytingarskoðunin kostar.Kv
Snorri Freyr
26.10.2006 at 18:18 #565394Sælir félagar
Oft hefur svokölluð 10 prósent regla verið notuð hjá jeppamönnum og skoðunarmönnum varðandi hversu stór frávik megi vera þegar þú mætir til skoðunar á breyttum bíl.
Eitt af vandamálunum hefur verið, hvort um sé að ræða þvermál eða ummál hjóla og svo spurning hvort hún gildi yfir höfuð samanber túlkun tryggingarfélaga.
Ég starfaði sem aðstoðarrekstrarstjóri hjá Bifreiðaskoðun Íslands og ég hef því ekki hikað við að láta breytingarskoða bílinn fyrir 44 tommur eins og hann er á.
Þú tryggir ekki eftir á og þetta er þín vegna!!!
kv. gundur
26.10.2006 at 18:39 #565396Guðmundur, hvort er nú aftur hagstæðara að miða tíu prósentin við þvermál eða ummál?
-Einar
26.10.2006 at 19:58 #565398Sæll Einar, þetta er úr skoðunarhandbók skoðunarstöðva.
Hér er miðað við þvermálForsenda dóma Aðf. Sérm. Dæm. Br. ökut.
Hjólastærð breytt um >10% (vikmörk
1%)
Tilvísun í Stoðrit Skilgr. á dæmingum
Reglug. 6.1.1.1
6.1.1.3
Verklýs. ——-
Túlkun ——-
Uppl. 6.1.5.3
Breytt hjólastærð: Breyting frá upplýsingum framleiðanda eða skráðri stærð.
Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 915/2000, 01.203 Breytt bifreið:
Bifreið þar sem veigamiklum atriðum, svo sem stýrisbúnaði, hemlabúnaði, aflrás, hjólum,
grind og yfirbyggingu, hefur verið breytt frá upprunalegri útfærslu framleiðanda og sem
ekki eru til leiðbeiningar um frá framleiðanda.
Þvermál hjólbarða bifreiðategunda, upprunaleg stærð ásamt 10% þvermálsaukningu
Formúla til að reikna þvermál hjólbarða: B x H x 2 + Þf = Þh, B = breidd hjólbarða í
mm, H = hlutfall prófíls hjólbarða, Þf = þvermál felgu í mm, Þh = þvermál hjólbarða.
Dæmi: Hjólbarði 175/70R13: 175 x 0,7 x 2 + 13 x 25,4 = 575,2 mm, sjá 6.1.2.2.
26.10.2006 at 21:04 #565400Ég kunni nú að reikna þvermál, út frá merkingum á venjulegum radíal hjólbörðum, en ég sé ekkert um ummál í þessum texta, þannig að upphaflega spurningin stendur.
-Einar
26.10.2006 at 21:27 #565402Það er ALVEG sama hvort miðað er við ummál eða þvermál, ummálið er alltaf 3,1415 (Pí) sinnum stærra en þvermál á sama hring. Munurinn í % er því nákvæmlega sá sami hvort sem miðað er við ummál eða þvermál.
Ef miðað væri við flatarmál sniðs í dekki væri þetta hins vegar önnur saga, en það er nú frekar langsótt….
kv
Grímur
31.10.2006 at 16:08 #565404Ég hef oft velt þessu fyrir mér.
.
Ég er á Hilux sem er breytingaskoðaður 03/04 á 35" dekkjum. Þegar sú skoðun var framkvæmd var bíllin t.d. ekki boddyhækkaður en með lækkuð hlutföll og hraðamælabreytingu/vottorð.
.
Nú síðast þegar ég fór með hann í skoðun þá var hann kominn á 38" dekk, búið að hækka boddy um 10cm, lengja stýrið o.fl en ég þurfti ekki neina sérstaka breytingaskoðun, þurfti ekki að sýna hraðamælavottorð, vottorð fyrir lengingu á stýri eða viktina á bílnum.
.
Hvað finnst mönnum um þetta? er þetta innan þessara 10% frávika eða er ég í vondum málum ef ég lendi í tjóni?
.
Nú vill svo til að bíllin á að fara í skoðun í þessum mánuði sem er að ljúka, ætti að ég að óska eftir því að bíllin verði breytingaskoðaður?
.
Kv.
Óskar Andri
31.10.2006 at 16:20 #565406Sæll Óskar
Ef þú gerir Ctrl F í þessari reglugerð og skrifar Breytt bifreið þá koma upp margir punktar, einn á td. við um stýrisbúnað. Þú ættir að láta breytingaskoða.
[url=http://www.us.is/scripts/WebObjects.dll/US.woa/swdocument/1207/Regluger%C3%B0+um+ger%C3%B0+og+b%C3%BAna%C3%B0+%C3%B6kut%C3%A6kja+nr.+822_2004.pdf:2mtr3g60][b:2mtr3g60]Reglugerð um gerð og búnað ökutækja[/b:2mtr3g60][/url:2mtr3g60]
31.10.2006 at 16:36 #565408Úr 35 í 38 er innan 10% marka, en ég held að það sé klárt að stýrisbreyting kalli á breytingaskoðun og raunar gildi sama um breytingu á fjöðrun. Allavega veit ég til þess að samviskusamur skoðunarmaður gerði athugasemd við kunningja minn þegar hann hafði sett gorma undir Hiluxinn sinn.
Svo kveða reglurnar á um að færa skuli bílinn til skoðunar á stærstu dekkjum sem notuð eru.En veit enginn um fordæmi í svona máli gagnvart tryggingafélagi, þ.e. tilfelli þar sem bíll sem ekki er breytingaskoðaður fyrir þá dekkjastærð sem hann er á lendir í tjóni? Bíll sem ekki er með rétta breytingaskoðun er ólöglegur, en þýðir það að menn séu ótryggðir?
Kv – Skúli
31.10.2006 at 16:42 #565410hvað með bíl sem er breyttur og skoðaður á "38 dekkjum og ekur um tímabundið á "33 dekkjum, lendir í tjóni á þeim. er hann þá líka ótryggður?
þetta datt mér í hug af því að margir aka á minni dekkjum á sumrin.
31.10.2006 at 16:42 #565412Sælir félagar
Sama hér Ctrl F og nota Breytt bifreið.
[url=http://www.us.is/id/1140:3mjwe4j7][b:3mjwe4j7]Skoðunarhandbók[/b:3mjwe4j7][/url:3mjwe4j7]
Skúli ég þekki ekki dæmi en skoðunarmenn hafa tjáð mér að þessi dæmi séu til.
kv gundur
31.10.2006 at 17:30 #565414Var að pæla í því að láta breyta mínum bíl úr 35 Í 37 tommu fyrir 3.árum og fékk tilboð í það frá Arctic Trucks og í athugasemd með tilboðinu var sagt að ef bíllinn væri kaskótryggður þyrfti að tilkynna breytinguna til viðkomandi tryggingafélags.Kv.Viðar
31.10.2006 at 21:22 #565416DC 44" stendur einungis 42" þannig að vera með 38" breytingaskoðaðan bíl er innan við 10% regluna með 1% vikmörkum.
Kveðja – Gísli
29.11.2006 at 19:01 #565418Er eitthvað að frétta af þessu máli ?
Kveðja – Gísli
29.11.2006 at 19:35 #565420Er það rétt að ef maður lætur endur-breytingaskoða bíl (vegna breytingar af 35 í 38 tommu stærð sem mér skkillst að sé yfir 10% regluni) að þá þurfi að borga fulla breytingaskoðun með öllu sem henni tilheyrir?
jafnvel þótt maður hafi ekki breytt neinu nema skrúfa 38" undir?
29.11.2006 at 21:43 #565422Sælir,
Ég kannaði þessi mál aðeins eftir að þessi þráður kom upp en gleymdi svo að skrifa það hérna inn.
Í Reglugerð um gerð og búnað ökutækja, nr. 822/2004 er fjallað um þetta á einum stað. Það er í grein 16.10 – 5 en þar stendur:
"Við skipti á hjólbörðum undir bifreið sem ekki er breytt bifreið má mesta frávik á stærð ummáls þeirra vera + 10% miðað við stærstu hjólbarða sem ætlaðir eru fyrir viðkomandi bifreiðargerð skv. upplýsingum framleiðanda."
Í sama kafla er svo fjallað um hjólbarða breyttrar bifreiðar og þar segir:
"16.203 Breytt bifreið.
(1) Heimilt er að hafa það stóra hjólbarða að þvermál þeirra nái allt að 44% af hjólhafi. Stærri hjólbarðar en viðurkenndir eru við almenna skráningu skulu því aðeins heimilaðir að unnt sé að aka bifreiðinni á öruggan hátt, sbr. 5. gr., hemlar nái að stöðva bifreiðina á virkan hátt, sbr. 6. gr., og fylgt sé reglum um skermun hjóla, sbr. 17. gr.
(2) Breidd sóla á hjólbarða skal ekki vera meiri en 1/3 miðað við þvermál hans.
(3) Hámarksfjöldi nagla í hjólbarða breyttrar torfærubifreiðar má vera 1,5 × þ, þar sem þ jafngildir raunþvermáli hjólbarða í cm."Út úr þessu má lesa að þessi svokallaða 10% regla gildi EKKI um breytta bíla og því ber okkur að láta skoða bílana á stærstu hjólum sem fara undir þá.
Þeir fagaðilar sem ég ræddi við um þetta voru sammála þessum skilningi.
Þannig að nú er um að gera fyrir menn að láta skoða bílana á stærstu hjólunum. Það er hins vegar ekkert fjallað um minni dekk en skráð eru í skráningarskýrteini og því má draga þá ályktun að það sé heimilt að aka í minni hjólum en breytingaskoðun segir til um.
Benni
29.11.2006 at 21:55 #565424en eins og minn bíll, nú er hann að fara á gorma að aftan og hásing fer 16 cm aftur til að rúma fyrir miligír og svo fer hásing að framan og gormar, þá þarf ég að breyta stýrinu og einhverju líka, en bíllinn er skráður á 38" dekkjum í skráninga skirteininu, þá hlýtur hann að vera með breytingaskoðun á 38" ?? en annars hlýt ég að urfa breytingaskoða hann við þessar viðamiklu breytingar á stýri og fleiri þegar hann fer á rör og gorma hringinn ?
11.12.2006 at 12:45 #565426í fyrra og voru mennirnir hjá vís rosalega ánægðir þegar þeir sáu að bíllinn var á 39,5" dekkjum. Er þessi bíll ekki bara skoðaður fyrir 38" var spurt. En strunsuðu að næstu tölvu þegar ég sagði nei hann er skoðaður á þessum dekkjum….
Tryggingafélög eru djöfullinn og ætla ég að reyna að vera eins mikið inní smáaletrinu í framtíðinni og ég get.
12.12.2006 at 17:26 #565428Stóri – breytingaskoðun nær ekki bara yfir dekkjastærð, heldur allar breytingar á bílnum sem geta haft áhrif á aksturseiginleika (a.m.k. samkvæmt skilningi skoðunarmanns sem ég fór til fyrr á árinu). Því þarf í raun að breytingaskoða þó þú setjir t.d. bara gorma í staðin fyrir fjaðrir.
Miðað við sögurnar hér er samt allur gangur á hvort skoðunarmenn taka hart á þessum málum.EE.
12.12.2006 at 18:29 #565430Þú þarft að láta skoða breitingu á fjaðrabúnaði…. ef þetta er gert eins og hjá mönnum er ekkert sett út á þetta en annars færðu endurskoðun. En aðalatriðið er að þú átt að láta vita af svona breitingum.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.