This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Agnar Benónýsson 17 years, 7 months ago.
-
Topic
-
góðan dagin félagar
Nú var ég loksins að drullast til að kaupa mér 44″ bíl og að sjálfsögðu varð Patrol fyrir valinu eins og alltaf
Þetta er svo sem ekki í frásögu færandi nema að hann er skráður í skráningarskírteininu fyrir 38,5″ dekk og eftir að hafa talað við þá hjá VÍS þá tel ég vera vissara að láta breytingarskoða hann fyrir 44″ svo ég sé örugglega tryggður. Að vísu var mér sagt að þeir hafi aðeins einu sinni farið í hart úf af svona atriði (44″ breyttur bíll og á 44″ dekkjum lendir í tjóni en er skráður á 38″) en féllu þeir frá þeirri kröfu af einhverjum ókunnum ástæðum.
Mig langar því að vita
– hvort menn eru yfirleitt að láta breyta þessum skráningum
– veit einhver hvað breytingarskoðun kostar og ef ég fæ einhverjar athugasemdir get ég þá komið aftur eftir lagfæringar án þess að borga meira (svipað og við endurskoðun)
– getur einhver sagt mér hvort þessi útfærsla á köntum (álrenningar undir 38″ köntum sem voru seldir fyrir 44″ breytingu á sínum tíma) komist í gegnum breytingarskoðun fyrir 44″ (þeir eru nógu breiðir fyrir munstrið en ytri brúnin er ekki bogadregin niður eins og reglurnar segja til um ?
.
You must be logged in to reply to this topic.