Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Breytingaskoðun
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 22 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
19.11.2002 at 21:32 #191803
Hvað þarf ég að hafa í eða um bílinn fyrir breytingaskoðun.Geta allar skoðunarstöðvar breytinga skoðað.
Kveðja Magnús. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
19.11.2002 at 22:29 #464424
Sæll Magnús.
Þú þarft vigtarseðil, vottorð um hraðamælabreytingu, vottorð um stýrisbreytingu ef hún hefur verið framkvæmd, sjúkrakassa og slökkvitæki.
Gættu að þér að aukaljós séu rétt tengd, svo og kerrutengillinn. Það er mjög vinsælt efni í athugasemdir.
Gangi þér vel.
BÞV
20.11.2002 at 00:08 #464426
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þarf að breytnigaskoða við allar breytingar?
Ég hækkaði minn um 100mm og set á hann 35" úr 31"Kveðja
Hjalti
20.11.2002 at 00:54 #464428Sæll Hjalti.
Minniháttar breytingar krefjast ekki sérskoðunar, þ.e. ef upphækkun er minni en tvær tommur minnir mig og dekkjastærð breytist innan við 10%. Þú þarft klárlega að láta sérskoða bílinn, en ef þú hefur verið búinn að því (harla ólíklegt á ekki stærri hjólum) þá er breytingaskoðun nægjanleg. Ef ég skil þetta rétt, þá á að fá úttekt á öllum breytingum sem gerðar eru, ýmist í sérskoðun eða breytingaskoðun.
Gallinn er bara sá, að sérskoðun eins og hún er framkvæmd í dag er hvorki fugl né fiskur. Nær væri að tala um "skráningarskoðun", þar sem mest virðist lagt upp úr því að færa ný tölugildi um bílinn inn á skráningarvottorð, en skoðunin sjálf er meira í skötulíki. Mér er t.d. ekki kunnugt um að þú þurfir á nokkurn hátt að forsvara breytingar á burðarvirki (grind), bremsukerfi né fjöðrunarkerfi svo dæmi séu tekin.
Tækninefnd Ferðaklúbbsins 4×4 hefur lagt til að reglur verði útfærðar með vitrænum hætti um ýmislegt sem að þessu lýtur, en virðulegt dómsmálaráðuneytið hefur ekki enn svarað bréfi okkar frá því um september sl. þar sem við óskuðum eftir að fá fulltrúa í nefnd sem til stendur að setja á laggirnar til að endurskoða þessi mál.
Vonandi kemst sú nefnd á laggirnar sem fyrst.
Ferðakveðja,
BÞV
20.11.2002 at 09:05 #464430
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll BÞV
Er einhversstaðar hægt að nálgast þessar tillögur tækninefndar klúbbsins?
Fyrir þá sem hafa gaman af því, þá er ég ekki meðlimur í ferðaklúbbnum 4×4 og hef ekki enn tekið ákvörðun um hvort það standi til. Þrátt fyrir þetta hef ég brennandi áhuga á að fylgjast með hinu ágæta starfi klúbbsins.
Með kveðju
Daníel Gíslason
20.11.2002 at 09:40 #464432
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Daníel. Má ég benda á ágæt rök fyrir aðild að klúbbnum, eða hvers vegna ég gerðist meðlimur? Í mínu tilfelli var það ekki til þess að komast í ferðir á vegum klúbbsins eða yfirleitt að taka þátt í starfinu. Það var raunar bara til þess að borga félagsgjöld!!! Ef það væri ekki fyrir tilstilli starfsemi klúbbsins værum við yfir höfuð ekkert að ferðast á breyttum jeppum um landið, þannig að klúbburinn vinnur að hagsmunum allra sem vilja geta sett aðeins stærri blöðrur undir jeppana og nota þá til að ferðast. Sérstaklega er tækninefndin og umhverfisnefndin mikilvæg í þessu (þó aðrar nefndir séu líka að vinna mjög gagnlegt starf fyrir félagsmenn). Auk þess er þessi vefur að gagnast öllum áhugasömum mjög vel. Félagsgjöldin lít ég á sem mitt framlag í þessa starfsemi.
Kv – Skúli H.
20.11.2002 at 17:27 #464434
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir
Ég var að velta fyrir mér hvernig ég stend með Löduna mína næst þegar ég læt skoða hana. Hún er núna á 32" dekkjum og var hækkuð um 4cm. á gormum en ekkert átt við neitt annað nema brettin (sem ég skar mjög rausnarlega úr). Þarf að breytingaskoða svona litla breytinu? Þessi 10%, miðast þau við heildar hæð hjólbarðans, óháð breydd?
Kveðja
LadaI would rather push my Lada than drive a Trooper
20.11.2002 at 18:14 #464436"I would rather push my Lada than drive a Trooper"
Þetta er alvöru maður!! Enda er miklu skemmtilegra að keyra löduna en eitthvað Trooper fjós og ekki einhver "lyga" hestöfl þar á bæ.
20.11.2002 at 18:54 #464438Sæll Daníel.
Þær tillögur sem tækninefndin í samvinnu við breytingaaðila eru sniðnar að verulegu leyti að hverri bíltegund fyrir sig, þ.e. við viljum gjarnan sjá útfærðar breytingar sem henta hverjum bíl/gerð fyrir sig. Við höfum ekki birt þær tillögur sem liggja fyrir á þessari stundu, en búið er að útfæra tillögur fyrir flesta algengustu bílana sem menn eru að breyta í dag, m.t.t. þess á hvað stór hjól til stendur að setja þá.
Þá höfum við viljað leggja til að allar breytingar t.d. á burðarvirki, fjöðrunarkerfi og bremsum verði skoðaðar, þannig að tryggt sé að ekkert fúsk komist á göturnar í þeim efnum.
Þótt núverandi reglur hafi að mörgu leyti reynst vel, þá er löngu orðið tímabært að endurskoða og lagfæra reglur um þessi mál, enda hafa jeppabreytingar þróast talsvert á þeim tæpu 20 árum sem liðin eru síðan núverandi reglur voru settar.
Gaman væri að heyra hvað félagsmönnum finnst um þessi mál, enda erum við "neytendurnir" í þessum málum og allt fúsk sem kemst á göturnar lendir að lokum á okkur.
Með ferðakveðju,
BÞV
20.11.2002 at 19:16 #464440Sæll Lada.
Nei þú þarft ekki að láta sérskoða þinn Lada bíl ef dekkin eru ekki stærri en 33". Hann kemur á 28" ef ég man rétt. Þá fellur hann innan 10% reglunnar. Þumalputtareglan er 35" dekk EN það fer svolítið eftir bílnum, þ.e. hvað hann er langur þ.e hvað hlutfallið er dekk vs. hjólabil og á hvað stórum dekkjum hann kemur frá verksmiðju. Já mig minnir að 10% miðist við hæð eingöngu en ekki breidd.
Með tæknikveðju
Siggi tæknó
21.11.2002 at 04:14 #464442Mér sýnist það mjög varhugavert ef það verða settar reglur um breytingar sem fara eftir bíltegundum. Ég vil skora á tækninefnd að fara ekki fram með slíkar tillögur fyrr en eftir rækilega kynningu og umræðu meðal félagsmanna.
Það er mikil hætta á að slíkar reglur verði til þess að í reynd megi aðeins breyta tilteknum tegundum bíla og að einungis útvaldir aðilar geti framkvæmt breytingarnar. Slíkt væri stórkostlet skref aftur á bak.
21.11.2002 at 05:04 #464444
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég á jeep CJ10 og hann kemur orginal á dekkjum sem standast sömu hæð og 35" en er náturlega grenri.
og svo breyti ég honum skar úr og skar úr hækkaði bílin ekkert á boddýi og seti undir hann 38" og svo fór ég í skoðun með bílin og það var ekkert sett útá eitt né neit (en nú er bíllin allt annar en þá og er komin með jeppaskoðun útaf allskonar breytingum).
svo var það allavega einhvern tíman í reglonum að mig minnir rétt að bílar sem væri ekkert búið að hreifa við stírisbúnaði, fjöðrun og ekki búið að hækka bílin á boddýi nema um 50mm þá þyrfti hann ekki að fara í "jeppaskoðun" eða allavega var þetta sagt við mig af skoðunar manni á sínum tíma
og svo var mér líka sagt það að það þyfti ekki að vera veltigrind í jeppum nema að um væri að ræða bíl með plast toppi. þá er átt við að ef það er stálhús yfir ökumanni og fram-í-farþega og plast fyrir aftan þá þyfti þess ekki.
en eins og allir vita þá er það gáfulegast að vera með þann búnað innan borðs
21.11.2002 at 11:03 #464446Sæll Lada minn.
Ég verð víst að éta ofaní mig mín síðustu orð og leiðrétta mitt minni.
Þú verður víst að fara með þinn Lada bíl í breytingaskoðun.
Hann kemur á það litlum dekkjum að 32" er orðið of stórt undir honum án skráningar. Varðandi mælinguna þá á að mæla þvermálið en ekki hæðina. Það kemur ekki það sama út.
Til að vita hvað dekkin mega vera stór þá geturðu mælt orginal dekkin og bætt svo 10% við, þá færðu út leyfilega dekkjabreytingu án skráningar. Allar skoðunarstöðvar geta breytringaskoðað. Þú rennir bara inn og biður um breytingaskðun vegna dekkja. Skoðunarmennirnir eiga að vita hvað þú átt við.Ég biðst velvirðingar á þessu lélega minni mínu og viðurkenni að mér var bent á þessa rangfærslu mína og er hún hérmeð leiðrétt.
Með tæknikveðjum
Siggi tæknó
21.11.2002 at 12:38 #464448
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir piltar (og nýlega nokkrar stúlkur)
Ég er með vangaveltu!
Afhverju þurfum við jeppamenn að fara með bílana okkar í sér breytingaskoðun vegna þess að við minnkuðum yfirbygginguna og settum meira gúmmí í staðinn. Mér finnst það alveg forsvaranlegt ef menn eru að breyta bílunum sínum eins mikið og Dóri bæjó á Ak. eða Hrollur fyrir austan (Hrollur er kannski meira nýsmíði en breytingar) Hvað með strákana á þessum "sportbílum"? Þeir eru að setja flækjur, sverari púst, tölvukubba, túrbínur og margt fleira. Þetta er svo sem líka notað í jeppa og sennilega ekkert minna en það er þá til að vinna upp á móti aflmissi þegar vélin er farin að snúa mikið stærri dekkjum sem hafa sem hafa mikið meira viðnám heldur en dekkin sem bíllinn er hannaður fyrir. Þessir strákar á "sportbílunum" eru ekki að vinna upp á móti neinum aflmissi, þeir vilja bara minnka tímann sem það tekur að fara á milli umferðaljósa og auka samskipti sín við mennina í hvíta Volvónum. Þarf ekki að skoða þessa bíla sérstaklega?
Annað sem ég hef velt fyrir mér talsvert lengi er hvers vegna okkur er ekki skilt að gera betrum bætur á hemlunarbúnaði þegar dekkin eru orðin eihverjum % stigum stærri en dekkin sem bíllin kemur til landsins á? Sumir gera það reyndar af fúsum of frjálsum vilja, sem er gott. En eftir því sem ég kemst næst erum við (eða ölluheldur þið) ekki skildaðir til þess. Þarf ekki meiri átök til að stöðva þriggja tonna fullbreyttan Patrol á 44" heldur en óbreyttan á 31"? Ég vissi að þetta var einhverntíman í umræðunni en ég missti af henni. Gaman væri að heyra hvert álit manna er á þessu máli.Kveðja
Lada! ! ! I would rather push my Lada than drive a Patrol ! ! !
21.11.2002 at 15:24 #464450Í hvert sinn sem farið er með bíl í skoðun er virkni hemla mæld. Ef ég man rétt. er þess krafist að samanlagður hemlakraftur allra hjóla sé minnst hálf þyngd bílsins. Þessi mæling tekur með áhrif stærri hjóla. Flestir bílar eru með það öflugar bremsur að þeir uppfylla þessar kröfur þó hjólin séu stækkuð, en ekki allir. Þá þarf að efla bremsurnar, t.d. með því að setja stærri dælur.
Af þessari ástæðu á bíllinn að vera á stærstu hjólum sem notuð eru, þegar hann er færður til skoðunar.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.