Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Breytingarskoðun
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Valur Sveinbjörnsson 16 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
21.11.2008 at 12:30 #203247
Daginn
Ég fór með Ford Econoline í skoðun um daginn og þar settu þeir út á margt, eitt sem mér fannst skrítið var að þeir vilja að hann fari í breytingar skoðun.
Nú var bílnum breytt fyrir 38″ árið 1992 og þá breytingarskoðaður, nú var hinsvegar verið að setja undir hann gorma að framann og loftpúða að aftann og þá vilja þeir að hann sé breytingarskoðaður aftur, er það rétt og samkvæmt lögum?
Nú er ekkert búið að eiga við bremsur og stýrisgang.Kveðja
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
21.11.2008 at 12:54 #633204
þegar buið er að breyta fjöðrun þetta mikið
þa þarf þess ja
kveðja Helgi
21.11.2008 at 13:59 #633206lika að hafa hjólastillingar vottorð til að fa breitinga skoðun eftir svona breitingar kv. björninn
21.11.2008 at 18:20 #633208Ég fór með minn bíl í skoðun um daginn, þá nýkominn á loftpúða, skoðunarmaðurinn ætlaði að breytingarskoða hann, en þar sem ekkert var minnst á í skráningarskírteini né öðrum pappírum að bíllinn væri á fjöðrum að aftan, taldi hann ekki að hægt væri að krefjast breytingarskoðunar þar sem ekkert væri til um hvernig fjöðrun hefði verið undir bílnum, þó það væri alveg morgun ljóst að þessi bíll væri greinilega nýkominn á púða, enda ennþá tandurhreinn eftir breytingarnar.
21.11.2008 at 18:25 #633210Er ekki bara besta mál að breytingaskoða eftir að fjöðrun hefur verið breytt?
-haffi
22.11.2008 at 00:06 #633212nú þarf ég að fá svona hjólastillingar vottorð…
hvar fær maður soleiðins? og hvað er verið að mæla eða skoða til að veita vottorðið?
22.11.2008 at 02:51 #633214Mörg verkstæði geta gefið hjólastillingarvottorð, t.d. verkstæðið fyrir aftan Aðalskoðun í hafnarfirði sem ég man ekki hvað heitir.
Ekki skil ég tilganginn með þessu hjólastillingarvottorði samt sem áður… Sérstaklega ekki á hásingarbílum, held að flestir heilbrigðir menn geti vel séð hvort að rörið sé bogið og slappar spindillegur eiga að sjást í skoðun. =)
Og ekki einusinni byrja að ræða millibil á dekkjum, það fer alveg eftir dekkjastærð og geðveiki eiganda. 😉
.
kkv, Úlfr
E-1851
22.11.2008 at 13:42 #633216Það má berja höfðinu við steininn en það eins sem fæst út úr því er höfuðverkur. Það eru reglur í gildi sem klúbburinn kom að smíða á og ef ekki er farið eftir þeim, þá lenda menn í vandræðum. Lesa reglunar og fara eftir þeim og þá er allt í lagi. Það varð ein breyting á þessum reglum um síðustu áramót en það er vottorð um hraðamælinn, þeir taka rúnt og mála hann sjálfir, þannig að það má sleppa því.
–
Sérskoðanir / Breytingaskoðanir
–
Sérskoðanir.
Hafi ökutæki verið breytt í veigamiklum atriðum frá upprunalegri útfærslu svo sem stýrisbúnaði, hemlabúnaði, aflrás, hjólum, grind og yfirbyggingu telst hún breytt bifreið. Slík bifreið þarf að skoðast sérskoðun og skrást og merkjast sem “Breytt bifreið“.
Bifreið þarf að sérskoðast í neðangreindum tilfellum:
– Þvermál hjólbarða hefur verið stækkað umfram 10% frá skráðri stærð.
– Bifreið hefur verið hækkuð umfram 5 cm á milli yfirbyggingar og hásinga.
– Stýrisbúnaði hefur verið breytt.
– Hásingum hefur verið breytt.
– Fjöðrum og fjaðrabúnaði hefur verið breytt.
– Grind eða yfirbyggingu hefur verið breytt hvað varðar lengd, hæð og styrk.
– Hemlum hefur verið breytt.
–
Þau sérákvæði sem þarf að hafa í huga fyrir sérskoðun eru eftirfarandi:
– Vigtarseðill (yngri en 7 daga) frá löggiltri vog sé meðferðis (með eldsneyti)
– Vottorð yfir alla smíðaða hluti í stýrisgangi sé meðferðis.
– Vottorð um hraðamæli, sér þvermál hjóla aukið um meira en 10%.
– Slökkvitæki í festingum (merkt bifreið). A.m.k. 2 kg duftt. með gilda úttekt
– Sjúkrakassi.
– Brettakantar og aurhlífar þeki sóla hjólbarða.
– Aukaljós séu rétt tend. Þokuljós um eigin rofa tengd stöðuljósum. Ljóskastrarar (með hlífum yfir) um eigin rofa með gaumljósi tengdir stöðuljósum. Aukaháljós með háuljósum.Breytingaskoðanir.
Hafi ökutæki verið breytt þannig að það samræmist ekki lengur þeim ökutækisflokki eða notkunarflokki sem það er skráð í þarf það að skoðast breytingaskoðun þar sem skráningu er breytt. Einnig er aðrar breytingar hafa verið gerðar á því eða búnaði bætt við sem kallar á breytta skráningu, t.d. tengibúnaður.
Vigtarseðill, ekki eldri en 7 daga, frá löggiltri vog þarf að fylgja með við breytingaskoðun, nema við breytingu á notkunarflokki (leiguakstur, VSK-notkun, neyðarakstur, bílaleigunotkun, o.s.frv.)
Aðrar breytingar sem þarf að athuga sérstaklega:
– Breyting á vélargerð (bensín/dísel): Framvísa þarf og fá samþykktarupplýsingar um slagrými og afköst þeirrar vélar sem sett er í.
– Grindarbreytingar og breytingar á hásingum og fjölda þeirra: Framvísa þarf og fá samþykktar upplýsingar um samsetningu grindar, burðargetu ása og nýja leyfða heildarþyngd.
– Breytingar á yfirbyggingu vörubifreiða: (pallur, dráttarstóll, krani o.s.frv). Framvísa þarf og fá samþykktar teikningar frá bílframleiðanda yfir festur yfirbyggingar við grind.
– Breyting á farþegafjölda í hópbifreið: Framvísa þarf og fá samþykktar teikningar af sætaskipan.
kv. vals.
22.11.2008 at 13:48 #633218Það er verið að mæla hvort hjól bílsins stefni öll í sömu átt. Öll fjögur hjól bílsins eiga að vera samsíða þegar stýrishjólið snýr beint áfram. Síðan fer það eftir hönnun breytingarinnar, tegund dekkja, veltistífni fjöðrunar og óendanlega mörgu öðru hvaða frávik hentar að hafa á þessu. Þeir sem gefa þér svona hjólastillingavottorð hafa oftast hvorki þekkingu né vit til að meta hvort uppsetning sú sem er á breyttum jeppa sé vond eða slæm eða hvort þau frávik sem urðu eða voru valin af þeim sem breytti bílnum séu af einhverju viti. Þannig að þeir verða að hleypa hverju sem er í gegn svo fremi sem öll hjól stefna í sömu átt og halla ekki mismunandi mikið milli hægri og vinstri hliðar.
Þetta þíðir að hvaða asni sem er getur hjólastillt breyttan jeppa með venjulegu hallamáli og málbandi með jafn miklu viti og þeir sem veita hjólastillingavottorð. En vegna þess að einhverjir sem ekki skilja alveg hvað um er rætt fóru að setja reglur þá er þetta svona. Og þú verður að láta athuga á löggiltu verkstæði hvort hjólin undir bílnum þínum stefni öll í sömu átt.
22.11.2008 at 17:51 #633220Að spyrja að einu, ég er buinn að láta hjólastilla tvo bíla á sitthvoru verkstæðinu, og í bæði skiptin er stýrið ekki rétt í þeim eftir að þeir voru hjólastilltir, er þetta ekki eitthvað sem maður ætti að láta skoða betur?
Kv. Sibbi.
22.11.2008 at 19:20 #633222Látð ekki svona strákar það er fullt af góðum verkstæðum sem geta stillt hjólabúnað vel en sá sem fremstur er í að stilla jeppa með stór dekk er Hjólastillingar Björns B Steffenssen að öllum öðrum ólöstuðum. Hann hefur sennilega stillt flesta jeppa landsmanna, meðal annars hjá mér og er ég virkilega ánægður með verkin hans.
Þið megið ekki láta vanhæfni Ríkistjórnarinnar stýra skapsveiflum ykkar og því síður að fá útrás hérna á þessum vef.
kv. vals.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.