This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Magnús Sigurðsson 17 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Það er komin ný reglugerð frá Umferðarstofu. Ég á nýjan Hilux ´07 sem ég er búinn að breyta á 38″. Ég fór í dag með hann í breytingarskoðun og var þá gerð krafa um breiddarljós. Þeir bílar sem skráðir eru eftir 1.1.2007 og eru breiðari en 2,10 m þurfa því breiddarljós. Hér er smá samantekt úr reglugerðinni:
1.5.1.9 Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr.822/2004.
07.01 Ljósker
Staðsetning: Ljósker skulu vera staðsett svo hátt sem hægt er með tilliti til ákvæða um breiddarstaðsetningu og samhverfu. Framvísandi ljósker skulu ekki vera lægri en efri brún framrúðu. Þau skulu vera eins nálægt ystu brún ökutækis og hægt er. Ljóskerið má þó ekki vera innar en 400 mm frá ystu brún.
Fram- og afturvísandi breiddarljósker mega vera sambyggð í einu ljóskeri ef ákvæði um dreifingu ljóssins eru uppfyllt. Framvísandi ljósker skulu ekki vera lægri en efri brún framrúðu.Þar sem yfirbyggingin er dregin inn að ofan þarf að setja slá út um 10 cm frá toppi bílsins sem eru með ljósum. Þá er ég kominn innan þessa 400 mm. Þetta þarf þá líklega að gera á fleiri 38″+ breyttum jeppum s.s. Land Cruiser, Pajero og Patrol og fl.
Hvernig líst mönnum á þetta?
You must be logged in to reply to this topic.