Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Breytingarskoðannir
This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurður Freysson 17 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
09.03.2007 at 11:52 #199875
Ég hef grun um að það séu mjög margir jeppar á ferðinni sem eru breyttir fyrir 44″ en eru skráðir og breytingarskoðaðir fyrir 38″.
Hver er ástæðan? heyði um akkúrat svona bíl sem lenti í tjóni og tryggingarfélagið neitaði að borga þar sem bíllinn var á 44″ en skráður á 38″
einnig hefur mér fundist athugavert að margir þeir bílar sem ég hef átt undanfarið eru auglýstir 44″ en í skráningarskyrteininu stendur „38.
Er þetta spurning um þyngd bílsins?
allavega var einn sem ég átti skráður 44″ og með leyfi fyrir 6 farþega en sá bíll var með kolvitlausa þyngd skráða, annar bíll hefur verið viktaður og hvað þá ? ef sá bíll lendir í tjóni og tryggingarnar höggva í að bíllinn er skráður tonni léttari en hann í raun er?
Hvað þarf að gera til að fá rétta skráningu ? og halda öllum farþegum ? og hafa þetta allt rétt og löglegt ?
þetta er eitthvað sem þarf að vera skýrara að mínu mati.
hver getur svarað þessu? Umferðarstofa ?
vantar ekki Tækninefndinni verkefni ?
Kveðja Lella -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
09.03.2007 at 13:05 #583802
Lella mín, bara kaupa einhvað annað en Patrol sem fæst ekki skráður nema fyrir ökumann einan í bílnum. Annars er ég sammála þér, þetta er út í hött.
09.03.2007 at 15:02 #583804Þetta er mál sem að var einnig rætt hér á vefnum og á félagsfundi fyrir ca 4 – 5 mánuðum.
Þá snérist umræðan þó aðalega um 10% regluna svokölluðu og enþaði sú umræða á þá leið að ég fékk upplýsingar um að sú regla gilti ekki um breytta bíla. Síðan þá hafa fleiri spurt aðila hjá umferðarstofu / Frumherja og fengið mjög misvísandi svör… Ég fékk hins vegar túlkun lögfræðings á þessu og hann er þess fullviss að fyrir dómi myndi það staðfestast að 10% reglan gildi EKKI um breytta bíla.
Varðandi þyngdir þá er þetta fáránlegt að þegar burðargeta er reiknuð sé ekki tekið tillit til breytinga á fjöðrunarkerfi, að ekki sé dregin frá sá hluti sem er ófjaðrandi o.s.frv.
Þetta er að sjálfsögðu verkefni sem að tækninefndin ætti að vera að vinna að og athygli var vakin á þessu fyrir áramót… Hvort þeir hafa náð að vinna eitthvað veit ég ekki.
En það er nauðsynlegt að vinna að því að fá það inn að tekið sé tillit til annara þátta en bara heildarþyngdar – sérstaklega ef að skoðunaraðilar fylgja því eftir að vikta bíla í hverri aðalskoðun og bera saman við skráningarskýrteini, en það hefur verið rætt um að þetta sé það sem koma skal.
Benni
P.S.
Beggi – hvernig var það þarf ekki að vikta tacomu á hjólbörudekkjum og án innréttinga til að fá að halda bílstjóranum inni ?… Menn eiga bara að kaupa bíla með næga burðargetu
09.03.2007 at 15:31 #583806Ég er búinn að vera í tækninefndinni í 6 ár og er búinn að vera að tala um þetta af og til í öll þau ár en hef fremur lítið orðið ágengt, frekar að menn hafi verið ósammála mér frekar en hitt. Loksins er komið annað hljóð í strokkinn.
Það verður þá bara þeirra sem taka við að aðalfundi loknum að vinna í þessum málum.Ég er hinsvegar einnig á því að við ættum að skoða hvort breytingarnar séu ekki orðnar það viðamiklar að þær geti flokkast undir iðnað og þá gilda aðrar reglur.
Þá erum við hugsanlega komin undir sömu reglur og framleiðendurnir sjálfir fara eftir en ekki reglur sem vernda þá og þeirra iðnað.
09.03.2007 at 16:18 #583808Einn fáfróður.
Ef bifreið er skráð breytt fyrir 38" og menn vilja fara í að fá bifreiðina skráða fyrir td. 44" hvað þarf að gera til þess? Þurfa að koma til einhver vottorð ofl.
09.03.2007 at 16:51 #583810Væntanlega gilda einfaldlega sömu reglur og um fyrstu breytingaskoðunina, þ.e að þú þurfir að koma með hraðamælavottorð og vigtunarvottorð.
Kv – Skúli
11.03.2007 at 22:42 #583812Siggi tæknó ég trú varla mínum eigin augum þú segst vera búin að tala um þetta af og til í 6 ÁR
Það á ekki að tala um hlutina heldur framkvæma þá
ég er allavega ennþá í áfalli yfir því að síðustu 4 bílar sem ég hef átt eru allir vitlaust skráðir ég vissi það en ég bara gerði mér ekki grein fyrir því að ég væri ótryggð og sem betur fer uppgvötaði ég það áður en ég lenti í tjóni og til hvers er ég búin að vera að borga tryggingar, kaskó og utanvega kaskó þegar tryggingar eru ekki í gildi þegar bíllinn er á 44" dekkjum. Ég trúi ekki að þetta séu einu 4 bílarnir með vitlausa skráningu.
Þessu þarf að breyta og það STRAX
Kveðja Lella sem er alveg brjáluð
11.03.2007 at 22:56 #583814ég verð að fá að svara þessu með patrol ég er með 44"breytingaskoðaðan patta og er hann skráður fyrir 4 farþega en ég veit um ford 250 46" sem er breytingaskoðaður fyrir 46" og hann má hafa 2 farþega hvor er betri þetta segir hvor bíllinn er með meira burðarþol 1+1=patrol
11.03.2007 at 23:12 #583816Ég er einn af þeim sem er með vitlausa skráningu, er með 44" breyttan bíl skráðan með 35" breytingu. Reyndar er búið að skrá allar aðrar breytingar, ss. loftpúða ofl. Langt frá því að vera kátur með þetta.
11.03.2007 at 23:35 #583818Það að ég sé búinn að tala um þetta af og til í öll þessi ár þýðir ekki að það hafi ekkert verið gert. En reyndin er sú að þeir sem hafa verið með mér í nefndinni hafa ekki haft áhuga eða að minnstakosti takmarkaðann, á því að vinna í að fá þetta lagað. Ég er sammála því að það er fáránlegt að þurfa að sitja undir því að ófjöðruð þyngd sé mæld með fjaðraðri þyngd og þar af leiðandi til þyngingar á ökutækinu. Eins er það gegn öllum venjum að bílar eins og 6hjóla bíllinn hjá Gunna Egils tapi á því að bæta annari hásingu undir að aftan. Slíkt þekkist ekki með vörubíla almennt heldur er bætt við burði sem samsvarar því sem hásingin er skráð fyrir.
11.03.2007 at 23:53 #583820Þú ert í frekar slæmum málum ef eitthvað gerist myndi ég halda. Það væri skárra að vera með bílinn 38" skráðann. Annars spjallaði ég við mann um daginn sem var harður á því að 10% reglan gilti um breytta bíla líka. Hann sýndi mér meira að segja rök fyrir því að svo væri og var ekki annað að sjá en það væri rétt. Í skoðunarhandbókinni, þ.e. biblíu þeirra skoðunarmanna stendur að dekkjastærð breytt minna en 10%= í lagi,
en dekkjastærð breytt meira en 10%=endurskoðun.
Hér má sjá þessa grein í handbókinni http://us.is/scripts/WebObjects.dll/US. … 3%B0ur.pdf. Kafli 604-1Hjól, hjólastærð Skoðunaratriði: 603
604-1 Forsenda dóma Aðf. Sérm. Dæm. Br. ökut.
Hjólastærð breytt um >10% (vikmörk
1%)
Bifreið
Eftirv.
Bifhjól
S+M
S+M
S+M
B
—
—
2
—
—
—
Tilvísun í Stoðrit Skilgr. á dæmingum
Reglug. 6.1.1.1
6.1.1.3
Verklýs. ——-
Túlkun ——-
Uppl. 6.1.5.3
Breytt hjólastærð: Breyting frá upplýsingum framleiðanda eða skráðri stærð.
Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 915/2000, 01.203 Breytt bifreið:
Bifreið þar sem veigamiklum atriðum, svo sem stýrisbúnaði, hemlabúnaði, aflrás, hjólum,
grind og yfirbyggingu, hefur verið breytt frá upprunalegri útfærslu framleiðanda og sem
ekki eru til leiðbeiningar um frá framleiðanda.
Þvermál hjólbarða bifreiðategunda, upprunaleg stærð ásamt 10% þvermálsaukningu
Formúla til að reikna þvermál hjólbarða: B x H x 2 + Þf = Þh, B = breidd hjólbarða í
mm, H = hlutfall prófíls hjólbarða, Þf = þvermál felgu í mm, Þh = þvermál hjólbarða.
12.03.2007 at 09:27 #583822er það ekki verkstæðin sem breyta bílunum sem eiga að sjá til þess að bíllinn fái breytingaskoðun, mér fyndist að þeir ættu að skoða þessi mál og ganga í það að þeirra verk sé viðurkennt af skoðunarstofum, hvernig er með alla pattana sem björgunarsveitirnar eiga, má sjúklingurinn bara keyra. Spurning líka hvort nóg sé að láta tryggingarnar skoða bílinn á 44" og fá þau til að samþykja að bíllinn sé tryggður á 44" en fá það þá skriflegt hjá þeim.
12.03.2007 at 13:20 #583824Ég sendi fyrirspurn á öll tryggingarfélögin og er búin að fá smá viðbrögð frá tveim þeirra. Svörin frá þeim eru mjög loðin en það er alveg skýrt hjá þeim að ef bíllinn er á stærri dekkjum en hann er skráður og breytingaskoðaður fyrir þá er hann ólöglegur. Hvað svo sem það þýðir þegar á reynir.
Kveðja Lella
12.03.2007 at 13:24 #583826eru þið semsagt að segja mér að 44" breyttur bíll sé ótryggður á öllu nema 44"? þó að 10% reglan sé í gildi þá má hann samt ekki nota 38" sem sumardekk (44×0.9=39.6)
er hægt að vera með 38" OG 44" breytingarskoðum á einum bíl?
svo myndi maður halda að 44" breyttur bíll myndi alveg "höndla" 38"….
12.03.2007 at 13:45 #583828Ég hafði samband við mitt tryggingafélag (VÍS), enn fremur las ég yfir tryggingaskilmálana fyrir alkaskó tryggingu sem eru á netinu. Í stuttu máli, þá fann ég ekkert sem styður áhyggjur Lellu hér að ofan.
Að því er varðar skyldutryggingar, þá þarf mjög gróf brot til þess að endurkröfuréttur skapist. Fyrst og fremst er þar um að ræða ölvunar eða ofsaakstur. Dekkjastærð kemur þar ekki til álita.Kastkótryggingar eru frjálsar tryggingar, þar sem skilmálar eru samningsatriði milli aðila. Samkvæmt því sem þjónustufulltrúi VÍS sagði mér, þá skoða þeir notaða bíla sem teknir eru í kaskótryggingu. Ef bíllinn er á stærstu dekkjum sem menn nota í þessari skoðun, þá taldi hún að það myndi duga fyrir tryggingarnar.
Annas fynnst mér það ekki til mikils ætlast, að menn lesi skráningarskírteinið, þegar menn kaupa notaðan bíl.
Að sjálfsögðu eiga menn að reyna að hafa bílana löglega, en það er ekki hlutverk tryggingafélaga að framfylgja reglum um skráningu og skoðun bifreiða.Mig grunar að framkvæmd trygginagélaganna á tjónagreiðslum sé talsvert breytileg. Ef menn hafa upplýsignar um tivik þar sem félögin reyna að komast hjá því að bæta tjón, þá væri ekki úr vegi að koma þeim til tækninefndar.
-Einar (tækninefnd)
12.03.2007 at 14:27 #583830Eins skýra svarið sem ég hef fengið er að bíllinn er ólöglegur……….
Kveðja Lella
12.03.2007 at 18:51 #583832ég var rasskelldur í fyrra á hirunnernum. og vildi tryggingafélagið stitta sér helst til mikið leið við að bæta það. En eftir mikið þras var það bætt. Var einn maður í því fyrst að skoða bílinn í sambandi við breitinguna. = var með breitingarskoðunina útprentaða og skoðaði bílinn.
En þetta var kanski bara af því að ég var með læti og leiðindi við þá.
14.03.2007 at 20:44 #583834ég og sp fjármögnun fjárfestum í 44" patrol eigandi og bílasali sögðu mér að bíllinn væri breytingaskoðaður 44". í allri umræðunni hringdi ég í aðalskoðun viti menn bíllinn er skoðaður 38" og ég sendur að ná í hraðamæla og vigtunarvottorð,bílinn er 2880kg þá kemur í ljós að bíllinn er með ranga skráningu uppá 2700kg í leyfilegri heildarþingd í stað 2980 eins og allir aðrir patrolar af sömu árg. sem ekki er hægt að fá breytt skv. skráningarstofu. þannig að ef ég næ að létta bílinn um 180kg þá get ég ekki sett gps í bílinn of þungur hvað þá ef ökumaður sest í hann. nenni ekki að hlusta á einhver koment um að ég eigi patrol er pirraður. er ég og sp búinn að kaupa ónothæfan fjallabíl hvað á að gera í þessum málum
14.03.2007 at 21:22 #583836Ekki gott að sega Goggi minn. Ég myndi þó byrja á að fara til bílasalans þíns og knúsa hann ógurlega og skilja eftir öl á borðinu hans, því ég er viss um að hann meinti vel að setja þig á þennan eðalgrip.
Njóttu kvöldsins.
LG
14.03.2007 at 21:29 #583838ég skidi eftir einn kassa af tuborg grön fyrir að landa þessari sölu og það voru ekki neinar prufudósir heldur station
15.03.2007 at 10:55 #583840Goggi, ef ég man rétt (Siggi tæknó getur staðfest þetta) þá má fara á original skurðarskífunum í viktun fyrir breytingaskoðun. Það er verið að meta fjaðraða þyngd en ekki ófjaðraða til að draga frá burðargetunni. Stærri dekk og felgur (nokkur 100kg þar…) ættu því ekki að telja.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.