Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › breytingar a stuttum cruiser
This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Geirarður Long 22 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
10.02.2002 at 22:18 #191324
Anonymoussælir félagar. ég er að fara að breyta mínum stutta cruiser á 38 en er að velta f mér leiðum. svo sem bodyhækkun og stífusíkkunum, hvað menn síkka og eða hækka mikið og með læsingu í reverse drifið að framan þar sem að það er með yfirliggjandi pinion hvað fæst i það allar upplýsingar vel þegnar. Bragi
meil bragit@li.is
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
13.02.2002 at 00:27 #458912
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
þarf ég að svara mér sjálfur veit ekki einhver meira en ég?????????????
endilega leggiði mér lið
13.02.2002 at 17:37 #458914
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Úr því engin nennir að svara þá koma hér smá uppl.
Að hækka á grind eða boddý fer eftir ýmsum aðstæðum.
Hvað viltu hafa bílinn háan, ertu til í að klippa eftir þörfum,hvernin er bíllin notaður o.sf.Ef gerð er boddýhækkun þarf að huga að festingum ekki bara að setja kubba á milli. Heldur færa upp grindarfestingar að minnsta kosti 4 stk. Sök sér að nota kubba fremst.
Það þarf að síkka vatnskassan, allskonar slöngur fyrir bremsur, startara, eldsneytið, stýrisliður o.s.fr.
Sem sagt boddyið fer upp en annað situr eftir.
Bíllin er lægri en það finnst mér ókostur að bíllin sest á allan kviðinn.
Ef hásingar eru færðar niður þarf líka að breyta mörgu.
Í dag nota menn ekki kubba heldur færa niður fjaðra.gorma-
festingar. Oftast notaður stýrisarmur ofaná liðhús,skástífur og stífur færðar í rétta afstöðu.
Nú eru það hásingar sem færast niður og oft nóg að losa undan þeim ef bíllin sest í snjó. Einnig léttara að draga bílinn upp.
Hvað af þessu er réttast verða menn aldrei sammála um og það er nú eitt af því skemmtilega við þetta.
Mér finnst hæfilegt að sílsalistar séu ca. við efri brún á dekki,kannski óþarflega hátt en kemur sér vel í straumvatni.vonandi ertu einhverju nær annars bara að spyrja.
ARNY
14.02.2002 at 12:15 #458916Er að byrja að breyta sambærilegum bíl eas. Millilanga cruisernum.
Hef ákveðið að bæta 10mm við 30mm klossa sem eru undir gormunum fyrir, og svo hækka á boddy um 40mm.
Svo ætla ég að skera úr,
að framan ætla ég að setja plast innrabretti frá skrúfunum sem eru í hjólaskálinni og hnoða svo yst í brettið
(í nýjan kant sem ég beygla)
Að aftan hef ég ekki ákveðið nákvæmlega hvernig úskurðuinn verður, en það verður e-h svipað.Ef þú "klikkar" á notendanafnið mitt, þá sérðu grein þar sem ég var að spyrja að svipuðu efni. En svo er mál með vexti að það er alltaf verið að spyrja hvernig eigi að breyta hinum og þessum jeppum og menn eru einfaldlega orðnir þreyttir á að pikka. (að mér sýnist)
Hafðu samband, svo ég geti látið þig fá nánari uppl um hvað þurfi að síkka í ofl.
14.02.2002 at 12:16 #45891815.02.2002 at 15:31 #458920Gerðu eins og player1 gerir. Sú breyting hentar vel fyrir stutta bíla, og er einföld.
Passa bara að láta framhásinguna ekki missa sinn rétta halla (stýrishalla), þá verður bíllinn leiðinlegur í stýri.
Mjög einfalt er að leiðrétta hallann. Bara að færa fremri götin í plötunum sem festa stífurnar við hásinguna.
Kveðja
R2018
15.02.2002 at 20:59 #458922
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
er að velta f mér að drífa nú í þessu en eina sem að stoppar mig eru hlutföllin þar sem að ég er á orginal bensínbíl sem að er nú með 2.4 dísel úr hilux turbolaus og er ekkert að vinna of mikið þar sem að ég er á 4:10 hlutföllum sem eru alltof há f 38tommuna en sleppa á 33tommunni. s.s mig vantar að komast á 4:88 eða 5:29 hlutföll en eitt finnst mér merkilegt. ég er með reverse drif að framan með yfirliggjandi pinion og 4:88 hlutfallið kostar i arctic trucks 53000!!!!!!!! sem er bara bull!!! skýringin er að þetta er orginal en ekki frá aftermarket framleiðanda. en .að er hægt að fá 5:29 hlutfall í þetta drif frá ameríku en kostar aðeins 21000 þar. veit einhver hvernig kemur út að keyra á 38tommunni á 4:88? eins væri gott ef einhver vissi um svona hlutföll á lausu sérstaklega í framdrifið því að aftan er hægt að nota hilux.
15.02.2002 at 22:33 #458924Ef þú ætlar ekki að setja "öndunarvél" og "sogloftskælir" á relluna þá myndi ég ekki setja hærri hlutföll en 5.29, því miður þó að þeir séu seigir þá eru þeir ekki svo seigir að þeir að hafi það af að hafa 4.88.
15.02.2002 at 23:39 #458926Ég er á stuttum 38" cruiser með 4.88 drif og turbo diesel vél og það rétt sleppur en 5. gírinn er alveg dottinn út nema að þú sért með góðann meðvind. Ég er með 6 cm lift á gormum og notaði svo slípirokkinn á það sem uppá vantaði. Með þetta lift tel ég ekki að það þurfi að síkka stífufestingar en þú gætir þurft að færa demparafestingar ofar á hásinguna. Þótt þú getir fengið 4.88 drif úr hilux er drifið úr crúsernum sterkara, en þetta eru það afllitlar vélar og há drif að það skiptir líklega engu. Ég ætla að fá mér 5.29 drif og mæli með því að þú gerir það líka fyrst þú ert að fara standa í þessu á annað borð.
Kv Hvati
17.02.2002 at 20:57 #458928
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
jamm liklega er best að fara i 5:29 þá er þetta kannski nothæft og reynir minna á kúplingu. en ég hef hugsað mér að smella própan gasi inn á hann í staðinn f túrbínu. svo er ég að velta f mér með púststækkun i 21/2 tommu en er að heyra misjafna hluti um það. veit einhver hvort það munar um að stækka púst a svona túrbínulausri vél? og hvort er eitthvað vit í að smella própan ef ekki er túrbína?
17.02.2002 at 22:24 #458930Ég hef heyrt eða lesið það einhver staðar að propanið megi ekki byrja að streyma fyrr enn túrbínan hefur náð 3 pundum þannig að ég held að propan án túrbínu gangi ekki.
18.02.2002 at 00:15 #458932Ég var að hækka um helgina.
Efnið sem ég þurfti voru:
10 plastkubbar sagaðir niður í Málmtækni 2500kr
bolta 10*140 8stk 10*180 2stk þurfti að bæta auka skinnum á 4 festingum, þar sem gengjurnar náðu ekki, fyrir full herslu.
gúmmíslöngu með innramál 8mm 50cm af því
og aðra 10mm 50cm/ þær eru fyrir diesel leiðslurnar.
15mm(að mig minnir) 37cm fyrir vökvastýrið.bremsuleiðslur 2stk 22cm(gúmmilengdin) fara í rör öðrum megin og T-stikki hinum megin. 5000kr
svo færði ég jartenginguna á vélinni bílstj. megin í gat fyrir ofan.
með vatnskassan þá tók ég bara úr hlífinni.
annars gekk þetta bara vel.Það er alltaf verið að tala um að það sé hægt að fá 5.29 í frammdrifið úti, en HVAR nákvæmlega?????
Kv Player1
18.02.2002 at 22:06 #458934
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
sæll cruiser hér. takk fyrir upplýsingarnar flott að fá þetta fram en ég er búinn að kýnna mér framdrifsmálin og þú færð 5:29 reverse hlutfall hjá randys ring&pinion.com þar kostar það minnir mig 220 dollara
19.02.2002 at 00:34 #458936Það var samt eitt sem ég klikkaði á, og það var að láta saga fyrir mig auka kubba fyrir "hleðslukubbana" þeas. kubbar sem eru undir "skottinu" og þegar bíllinn er hlaðinn sest boddýið á grindina.
Svo kubbarnir sem þú þarft eru 12 en ekki 10 !
19.02.2002 at 00:42 #45893819.02.2002 at 08:45 #458940ég er búinn að breyta 2 svona bílum (stuttum) og það fara í það ca 4 klst. núna síðast setti ég 36" undir og það er skemmst frá því að segja að það þurfti ekkert að klippa neinstaðar. (ekki vegna of mikillar hækkunar) brettaskálarnar í krúsernum eru blessunarlega stórar frá náttúrunnar hendi og ef dekkin eru rétt staðsett í þeim þarf ekkert að gera. enfremur eru orginal bretta kantar mjög passlegir fyrir 36una á 10 tommu felgum. ég er ekki hrifinn af boddyhækkunum sama hvernig þær eru gerðar (eyðileggja boddyið ofl) það sem ég gerði var að smíða nýja hólka sem passa fyrir stýfu gúmmíin (eins og gert er á patrol) að framan. færa efri götin á ballansstönginni í neðri gotin á grindinni. MIKILVÆGT ER AÐ færa stífufestingarnar fram um 2,5-3 cm eftir dekkjastærð. og lengja dempara. fyrir 38 þarf kannski aðeins að naga úr stuðara og brettum. einnig að muna að setja smá kubba undir samsláttarpúða eða fá púða úr 90 krúser (þá finnst aldrei að bíllinn slái saman) ég setti 2 stk upphækkunar klossa á hvern gorm af því að gormarnir voru sligaðir og ónýtir.
ef þú villt skoða bílinn eða vita meira meilaðu á flux@visir.is
ps
bara klossar að aftan. 😉
auðvellt og virkar vel.
19.02.2002 at 23:14 #458942
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
það er nú ekki skrítið að það þurfi lítið að gera ef að ekki eru notaðar breiðari felgur en 10 tommu f 36 ég hefði notað 14 tommu f 36.(enda er ég frá Egilsstöðum).en ég er buinn að ákveða 10 cm hækkun á boddíi og er með 5 cm undir gormum. svo ætla ég að færa afturhásinguna 12 cm aftur. gæti þegið meiri upplýsingar um þessa hólka .einnig af hvurju er svona mikilvægt að færa stífufestingar fram um 3cm?
hef aldrei heyrt að boddíhækkun eyðileggi boddí?
19.02.2002 at 23:43 #458944Sælir drengir.
Þetta er ótrúlega lífseig kjaftasaga að ekki megi hækka boddí, þá sé það ónýtt með það sama.
Vissulega voru menn að gera þetta með ófullnægjandi hætti í árdaga jeppamennskunnar, þ.e. einfaldlega bara að lifta dótinu upp, stinga klossunum undir og herða saman aftur.
Þetta olli því að við mikið álag (t.d. högg eða árekstur) þá skekktist boddíið til, þar sem talsverð yfirvikt myndast við færsluna og snertiflöturinn er tiltölulega lítill. í dag eru allir alvöru breytingamenn að sjóða upp a.m.k. 2-6 boddífestingar, þannig að þar eru engir klossar settir. Þetta veldur því að yfirviktin nær ekki að hreyfa boddíið í festingunum eins og þegar allt er á klossum.
Boddílift er fljótleg, ódýr og þægileg leið til að lifta bílum og hefur reynst ljómandi vel hjá þeim sem framkvæma hana rétt.
Með ferðakveðju,
BÞV
20.02.2002 at 13:26 #458946og ennfremur ljótara en andskotinn að lyfta boddíi. þetta er bara mín reynsla og smekkur.
ég er búnn að vera að fikta í þessu jeppadóti í yfir 10 ár og mér hefur sýnst að það vilji brotna í kring um boddífestingarnar eftir lift. og afhverju eru ekki patrolarnir þessir nýju hækkaðir á boddíi?
hásingin er sett aðeins aftarlega að framan og má ekki miklu muna að dekkið rekist í að aftanverðu. hinsvegar er nægt pláss framan við dekkið. ef hásingin er flutt fram um 3 cm sleppur þú nánast við að klippa úr ég vil meina að það sé fljótlegra og betri breyting.
mig minnir festingin sé ca 30 mm breið og ég lét frambúnina á festingunni sem var fyrir vera við afturbrúnina á nýju festingunni. svo setti ég styrkingar niðu á festinguna.
gott ef það passar ekki að nota 75-80 mm öxul og taka sneiðar út honum.
17.03.2002 at 12:31 #458948
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég er komiunn á 38 tommuna og skil ekki alveg hvers vegna menn vilja færa framhásinguna fram því að ég hef meira pláss að aftanverðu en framanverðu þarf s.s að klippa aðeins meira að framan . ég gerði eiginlega ekkert bíllinn var hækkaður um 2 tommur á boddíi þegar ég fékk hann ég klippti örlítið úr frambrettinu ,aðeins af stigbrettinu og hækkaði hann á gormum um 5 cm og þetta sleppur þokkalega nuddast reyndar aðeins þar sem að ég er ekki alveg búinn að klippa er á 12 tommu felgum og nýjum 38 . þetta virkar fint nema að ég ætla að færa afturhásinguna ca 9-10 cm aftar þá færist þyngdin aðeins fram og þá fer allt að virka svaðallega. svo smellti ég spili á hann og hann þyngdist um 40kg að framan við það . var að smíða snjóankeri sem að var prófað í gær á esjumelum í rosa krapa og svínvirkaði það. ef einhver hefur áhuga þá er get ég smíðað eftir pöntunum. Bragi s,8675963
19.03.2002 at 00:08 #458950Sælir
Ég er líka búinn að breyta, þeas. 4cm á boddy 3cm á gormum og úrskurður,var að prófa hvernig breytingin passaði um helgina. eini staðurinn sem hann rekst í, er framan í frammbrettinu í fullri beygju og fjöðrun… þannig að færa frammhásingu aftar er bara bull. Ég þurfti að láta breyta pústinu að að framan við grindina og svo rakst afturdekkið í pústið að aftan. Ég er á innvíðum felgum og slikkum.
Ætli ég bæti ekki 1cm undir gormana þegar ég fæ mér ný dekk.Svo þarf að færa aftu´hásinguna aftar fyrir næsta vetur, ætli ég panti mér ekki bremsuskál á drifskaftið til að bremsa með, og þá þarf ekki að lengja það heldur!
Ef þú "Cruiser" ætlar að panta 5.29 í frammdrifið, þá er ég með í þeirri pöntun.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.