This topic contains 28 replies, has 1 voice, and was last updated by Páll Halldór Halldórsson 22 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Sælir
Ég er að spá í hvaða skoðanir og reynslu menn hafa af breytingum á Pajeró 1996-1999. Nú sér maður ekki mikið af þessum bílum á 38″. Afhverju er það, henta þeir eitthvað verr en t.d. Trooper, LC90 eða Terranó. Ég á sjálfur Pajeró á 33″ en langar að prófa að eiga jeppa á stærri dekkjum. Mér finnst Pajeróinn hafa ýmsa kosti, góð innrétting og gott að umgangast hann. Þannig að spurningin er e.t.v sú hvernig hann komi út á 38″ í samanburði við aðra bíla.
Gaman væri að heyra hvaða skoðanir menn hafa á þessu.
You must be logged in to reply to this topic.