FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Breytingar á Pajero

by Jón Skjöldur Karlsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Breytingar á Pajero

This topic contains 28 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Páll Halldór Halldórsson Páll Halldór Halldórsson 23 years, 1 month ago.

  • Creator
    Topic
  • 01.02.2002 at 15:22 #191309
    Profile photo of Jón Skjöldur Karlsson
    Jón Skjöldur Karlsson
    Member

    Sælir

    Ég er að spá í hvaða skoðanir og reynslu menn hafa af breytingum á Pajeró 1996-1999. Nú sér maður ekki mikið af þessum bílum á 38″. Afhverju er það, henta þeir eitthvað verr en t.d. Trooper, LC90 eða Terranó. Ég á sjálfur Pajeró á 33″ en langar að prófa að eiga jeppa á stærri dekkjum. Mér finnst Pajeróinn hafa ýmsa kosti, góð innrétting og gott að umgangast hann. Þannig að spurningin er e.t.v sú hvernig hann komi út á 38″ í samanburði við aðra bíla.

    Gaman væri að heyra hvaða skoðanir menn hafa á þessu.

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 28 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 01.02.2002 at 23:48 #458738
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sæll félagi!!!

    Einn félagi minn breytti sínum Pajeró frá 33" í sumar uppá 38" hækkaði hann bara á boddýi….og skar svo bara úr…hann er með ´97 dísel Pajeró….og er ekki búinn að lækka hlutföll þar sem að þau eru frekar lág original…

    Við fórum á Langjökul síðastliðinn laugardag og var Pajeróinn MJÖG duglegur….hann var að virka mjög vel og fór allt sem aðrir fóru…..hann lenti ekki í einni einustu festu þennan dag….

    Ég veit að það er nokkuð einfalt og fljótlegt að breyta þessum bílum á þann hátt sem hann gerði….Hann og félagi hans gerðu það á 2 eða 3 kvöldum núna í sumar….Kemur mjög vel út…

    Ég get komið þér í samband við þennan mann ef þú hefur áhuga á því!!

    Kv
    Snake





    02.02.2002 at 14:16 #458740
    Profile photo of Sighvatur Jónsson
    Sighvatur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 4
    • Svör: 196

    Aðalástæðan fyrir því að menn breyta þessum bílum ekki er léleg og dýr vara- og aukahlutahlutaþjónusta hjá Heklu. Að öðru leyti hafa þessir bílar komið ágætlega út hvað varðar drifgetu, eyðslu og endingu, en með svona lélegt umboð á bakvið sig verða þessir bílar aldrei fjölmennir á fjöllum.





    04.02.2002 at 09:07 #458742
    Profile photo of Valdimar P. Magnússon
    Valdimar P. Magnússon
    Member
    • Umræður: 1
    • Svör: 4

    Ég hef verslað varahluti í Pajeroinn minn og alltaf borið saman verð við aðra varahlutasala og undantekningalaust endað á að kaupa í Heklu. Ég held að það sé mjög varasamt að dæma svona án þess að hafa um það einhver gögn í höndunum.





    04.02.2002 at 09:28 #458744
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Þegar ég átti MMC, þá var reynslan sú að varahlutir sem
    fengust annarsstaðar voru á samkeppnishæfu verði hjá
    Heklu, en það var okrað á öðru. En hvort þeir okra meira
    en Ingvar Helgason (Bílheimar) eða Toyota, það er ég ekki
    viss um.

    Eg hef aðeins pælt í breytingum á Pajero og Galloper.
    Kostir eru m.a.
    að það virðist vera auðveldara að fá pláss fyrir stærri
    dekk, sérstaklega að framan en, en hjá flestum
    keppinautunum, orginal drifhlutföllin eru frekar lág,
    læsing að aðftan er staðalbúnaður, og bílarnir fjaðra vel.
    Ókostir eru takmarkað framboð á drifhlutföllum og lítill
    munur á háa og lágadrifi. Það ætti að vera hægt að
    taka á þessu með auka millikassa, mér var sagt að það
    ætti ekki að vera sérlega erfitt og hefði verið gert
    einusinni, við bílinn sem var spilaður upp á Eríksjökul
    vorið 1994.





    04.02.2002 at 14:42 #458746
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Varðandi varahlutaþjónustu.

    Ég hef átt Patrol undanfarin 5 ár. Reynsla mín af Ingvari
    Helgasyni er vægast sagt hörmuleg.Reyndar svo ömurleg að jafnvel ég er farin að kíkja á toyotu sölur,þrátt fyrir að passa ekki í bílinn.

    Að þessir blessuðu aumingjar þarna inn við sundin skuli enn vera að ásaka mig fyrir að vera á innfluttum bíl !!!!!!!!!!
    Hvað kemur það málinu við ?
    Í ofanálag er verðlagningin gjörsamlega út í Hróa hjá þessu
    pöntunarfélagi.
    Dæmi. hliðarspegill á Patrol "93. Með rafstýringu og hita
    verð umboði 53.850 kr. tilboð uppá 37.000kr.

    Keyptur út úr búð í Hollandi fullt verð 13000 kr.

    Ég hef líka átt nokkra MMC. og það umboð er mun betra eftir reynslu minni að dæma.

    Pajero ca 92 á 38" er býsna verklegt tæki var á fjölskylduhátíðinni á Akureyri síðastliðið sumar.

    kveðja Patrol





    05.02.2002 at 00:31 #458748
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Eru ekki allir bílar INNFLUTTIR.





    05.02.2002 at 10:12 #458750
    Profile photo of Jón Skjöldur Karlsson
    Jón Skjöldur Karlsson
    Member
    • Umræður: 21
    • Svör: 261

    Takk fyrir viðbrögðin,

    Ég er alltaf að verða heitari fyrir því að fá mér Pajero á 38". Hann virðist hafa ýmsa kosti og henta ágætlega til breytinga og mér sýnist að það þurfi ekki að hækka hann eins mikið upp til að koma 38" fyrir eins og t.d. LC90 og það held ég að sé mikill kostur. Vissulega væri nú nýlegur Patrol líka áhugaverður kostur, en hann er þyngri og kostar líka fleiri peninga. Verðið á LC90 er líka of hátt miðað við hverskonar bíll er þar á ferðinni, það er alla vega mitt álit.

    Pajeroinn sem ég á núna er sjálfskiptur og töluvert ekinn, þannig að e.t.v. er ekki skynsamlegt að eyða peningum í að breyta honum. Þá er spurningin með sjálfskiptingu eða beinskiptingu. Ég er mjög hrifin af sjálfskiptingum í jeppum, en þar sem vélaraflið í Pajeró 2800 dísel er nú ekki gríðarlega mikið þá er spurning hvort beinskipting væri betri, hafið þið einhverjar skoðanir á því?

    Ef ég færi útí það að láta breyta Pajeró, hvert ætti ég þá að fara, Fjallasport, Arctic trucks, eða hvað?

    Ég hugsa nú að ég fari ekki í þetta í vetur, en vonandi fyrir næsta vetur, þá er bara að ganga í klúbbinn og fara á fjöll.

    kv.
    jsk





    05.02.2002 at 10:47 #458752
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég veit að Trausti upp í TG viðgerðum hefur breytt svona bíl á 38". Vínrauður, 98 árgerð held ég, beinskiptur, mjög snyrtilegur bíll.
    Ég myndi prufa tala við hann 565 2262 – traust@vortex.is

    Kveðja
    Steini





    05.02.2002 at 15:40 #458754
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Varðandi það að patrol sé þyngri.

    Minn bíll, "95 dæmigerður óbreyttur patrol er skráður 2007 kg
    en á vigtinni er hann 2040 kg.

    Pajeró 99 2,8 vél sjálfsk. óbreyttur er skráður 2108 kg.

    Pajeró 96 2,8 beins. óbreyttur er skráður 2080 kg.

    Þetta hefur löngum verið viðkvæmt mál en hvernin væri að td.
    í marsferðunum þá yrðu einhverjir tíu-fimmtán bílar viktaðir
    tilbúnir í ferð ?

    patrol





    05.02.2002 at 17:48 #458756
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Varðandi þyngt á Patrol

    Minn bíll Patrol,2001 orginal er skráður 2450 kg.
    Ég viktaði hann 2520 kg.

    Kveðja
    Steini





    05.02.2002 at 20:57 #458758
    Profile photo of Jóhannes Jóhannesson
    Jóhannes Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 2
    • Svör: 48

    Sælir félagar.

    Mig langar að koma með smá innlegg í þessa umræðu hér varðandi breytta Pajeró bíla. Ég er sjálfur með Pajeró 2,8 TD beinskiptan árg 99 á 38" hjólum sem reynst hefur mér vel undanfarin þrjú ár. Þessi bíll er 2,190 kg breyttur. Bíllinn kemur orginal með stillanlega fjöðrun á þrjávegu þannig að þú getur stilt fjöðrun eftir færi. Pajeró kemur orginal á 4,89 hlutföllum en hægt er að versla hjá Heklu lægri hlutföll sem eru 5,28. Einnig er til hjá Heklu læsing að framan. Það er sáraeinfalt að breyta þessum bílum og sennilega mun einfaldara en LC 90 bíl.
    Ef þú ert að spá í þessar breytingar þá skal ég glaður miðla reynslu minni til þín, einnig hefur Hekla breytt flestum þessara 38" bíla og sá sem hefur framkvæmt það hjá Heklu heitir Þorsteinn Þorsteinsson (Steini Ford 590-5000). Varðandi þá þjónustu sem ég hef þurft að sækja í Heklu þá hefur hún verið til fyrirmyndar og síður en svo yfir nokkru að kvarta í þeim efnum. Svo vona ég nú að snjórinn fari að láta sjá sig þannig að við getum farið að ferðast eitthvað á þessum gæðingum okkar,

    Með ferðakveðju,
    Jói R78





    06.02.2002 at 01:04 #458760
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Mér finnst athyglisvert að lesa greinina þína og langar til að vita af hverju þú telur að "sennilega sé einfaldara að breyta pajero en LC 90". Ég verð að játa að ég fatta ekki alveg hvað þú átt við með þessu. Hvað er auðveldara í pajero en LC 90 að þessu leyti???

    Bara til að það fylgi einnig með, þá er rétt að ég upplýsi að sérskoðaður LC 90 á "38 vegur 1.990 kg.

    Annars veit ég að pajero hefur komið ljómandi vel út (eftir að honum hefur verið breytt á þann hátt sem þú hefur fundið út að virkar, m.a. að hreinsa hinn og þennan óþarfa undan honum…) og heyri að það er talsverð stemmning fyrir "38 breytingu á þessum bílum sem nú eru á fínu verði á eftirmarkaði. Mér finnst einnig rétt að taka fram að "stillanlega fjöðrunin" í pajero er hrein snilld, það hef ég sjálfur prófað á þínum bíl (eitthvað sem þú veist ekki…) og ég veit ekki betur en að sá búnaður hafi verið frír við bilanir.

    Bið annars að heilsa og tek undir óskir um meiri snjó… sem nú er reyndar að hrynja úr loftinu í ómældu magni, okkur öllum til ómældrar ánægju…

    Ferðakveðja,

    BÞV





    07.02.2002 at 12:10 #458762
    Profile photo of Jóhannes Jóhannesson
    Jóhannes Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 2
    • Svör: 48

    Sæll BÞV

    Það sem ég á við með því að segja að það sé "sennilaga" einfaldara að breyta Pajeró en Toy LC 90 er að lámarksbreyting á LC 90 bíl hjá Toyota kostar kr 1360 þús með vsk og þar á bakbið standa 108 klukkutímar í vinnu.
    En ef við tökum lámarksbreytingu á Pajeró þá kostar hún hjá Heklu 1090 þús með vsk og þar standa 82 klukkutímartímar í vinnu á bakvið. Driflæsing að framan í LC 90 bíl kostar svo til viðbótar við þetta helmingi meira en framlæsing í Pajeró. Þetta er töluverður munur á kostnaði á breytingu á þessum tveimur bílum Pajerónum í hag. Hins vegar verð ég að segja að 3,0l vélin í LC 90 bílnum er heldur sprækari en 2,8 vélin í Pajerónum og LC 90 bílinn aðeins léttari. En allt er þetta þó spurning um okkar trúarbrögð sem virðast vera eins mörg og við erum margir.

    Kv, Jói R78 (((





    07.02.2002 at 18:50 #458764
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Sæll Jói.

    Þarna ertu að bera saman verð og rukkaða tíma miðað við "lágmarksbreytingu" hjá tveimur aðilum. Þetta hef ég ekkert kynnt mér.

    Eru þessar "lágmarksbreytingar" sem þú nefnir sambærilegar? Eru menn að fá það sama í pakkanum? Eru hlutföll inni í slíkum pakka hjá báðum og bílunum skilað þannig að þeir drífi í snjó?

    Án þess að ég sé að fullyrða neitt í þessu efni, þá játa ég að það kemur mér verulega á óvart ef það tekur skemmri tíma að hækka, klippa úr, færa afturhásingu, setja brettakanta, hlutföll, gangbretti og drullusokka á Pajero en LC 90. Hugsanlega þarf ekki að klippa eins mikið úr Pajero, en jafnvel þótt svo væri, þá skýrir það ekki þennan verðmun.

    Er "lágmarksbreyting" á Pajero þannig að búið sé að brenna burtu og færa pönnur og bita undir bílnum þannig að hann drífi (eins og ég veit að þú gerðir á þínum bíl)?

    Þetta með driflásinn og verðið á honum í LC 90 er auðvitað hárrétt. Slíkur búnaður er gríðarlega dýr miðað við aðrar lausnir á handvirkum læsingum í aðra bíla. Hins vegar drífa svona létt Toy svo vel að maður þarf varla læsingu 😉

    Með ferðakveðju,

    BÞV





    22.04.2002 at 23:48 #458766
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ekkert nema gott um þessa breytingu að segja, ég lét vaða
    á þetta er með 99 model 2800 sjálfskiptan á 38 hann er mjög duglegur, og fer alveg svakalega vel með mann á fjöllum
    frábær fjöðrun, og akstureiginleikar,,
    aflið skilar sér ágætlega. en mætti gjarnar opna púst og
    auka aðeins við olíugjöf.

    Þetta er einföld breyting, ég breytti mínum sjálfur að mestu leyti..

    hafðu samband ef einhverjar spurningar vakna!
    bjarkic@binet.is





    22.04.2002 at 23:56 #458768
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sæll Jói
    eftir að hafa lesið póstinn þinn hringdi ég niður í Heklu
    í varahlutadeildinni þar kannaðist enginn við að hægt væri
    að fá læsingu í þessa kagga að framan, ekki vildu þeir kannast við að eiga hlutföll heldur. er þetta mistök
    hjá Sölumanni Heklu, eða fékkstu þetta sérpantað
    eða, ja ég vil gjarnan heyra frá þér félagi..

    ég er með svona græju sem mig langar að læsa að framan
    setja auka millikassa og lækka hlutföll.
    þeir í Heklu gátu ekki gefið mér nein svör

    Steini er farin til Toyota..
    hafðu endilega samband…
    bjarkic@binet.is





    22.04.2002 at 23:56 #458770
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Sæll.

    Gaman að heyra að fleiri eru að leggja í að breyta pajeró. Þetta eru bílar á fínu verði á eftirmarkaði og menn eru að fá flotta fjöðrun í þessum bílum sem ég held að hafi ekki verið að bila.

    Skiptirðu um hlutföll, eða er skiptingin þín að taka sjokkið v. stækkunar á hjólum?

    Ferðakveðja,

    BÞV





    24.04.2002 at 15:47 #458772
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég hef aðeins fylgst með breytingum á pajero.
    ATH:framdrifslæsinginn sem er pajero Jóa er afturdrif úr
    L-300 MMC,sem þarf að breyta á ýmsa lund áður en það passar í.
    Drifhlutföll sem eru í boði hjá Heklu er lægst 1:5,28,
    en 2,8 bílarnir eru flestir með 1:4,90,en algengast er 1:4,6
    Drif styrleiki í pajero er sem svar í 2,8 TD bílnum 44 að
    framan og aðeins sverara en 9tommu ford að aftan.
    Frá 1992 er 100% læsing að aftan +tregðulæsing sem virkar
    sem aðstoð í almennri keyrslu.
    Þeir bílar sem hafa verið breyttir eftir forskrift frá
    Heklu eru hækkaðir um 2 tommur á bodý,skúfaðir upp og
    klift úr að það sem á vantar og hássing færð aftur.
    Ef þið berið saman 38 tommu breyttan pajero og 90 Land-Cruiser,þá er bodý á Toyotuni margfalt hærra og þar með
    þyngdarpúnturinn rokinn upp úr öllu valdi.
    Þannig að ég vildi fyrir mína parta frekar hækkun eins
    og hún er útfærð í Heklu.
    með kveðju Á.G.





    24.04.2002 at 21:33 #458774
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sælir félagar
    Gaman að fylgjast með þessari umræðu. Þetta er álíka umræða og þegar ég var að spá í Hyundai Terracan. Ég fékk margar útgáfur frá ýmsu fólki á umboðum og breytingar aðilum. Ég held að enginn vilji koma fram og segja, ég eyddi xxx,- upphæð í bíl og honum lét ég breyta hjá þeim versta. Ég held að leggi maður af stað, og verði ánægður með útkomuna, er ekki markmiðinu náð? Það er mikið talað um Lc90 og Patrol, eins og þetta séu aðalbílarnir. Musso hvar eru þeir í umræðunni, fullt af ánægðum Musso eigendum. Svo því ekki Pajero. Snýst allt orðið um það að menn keyri um á bíl frá umboðum, en ekki á þeim bíl sem þeir eru ánægðir með, td þægilegur í umgengni. Ég tók af skarið og keypti mér Hyundai Terracan, þar sem mér fróðari menn mældu með að ég ætti ekki að gera það, en bíllin er bara alveg frábær. Ég var á Lc90 áður en verð að segja að ég fæ mér ekki Lc90 eftir að ég kynntist Hyundai. Pajero er hins vegar bíll sem mér þykir einna laglegastir á 38" af öllum þessum bílum.
    Ég er ekki búinn að vera lengi í þessu sporti, en haldi maður áfram að velta sér upp úr öllu sem allir eru að segja held ég að maður eigi eftir að gera ekki neitt. Ég hvet þig eindreigið til að tala við menn sem eiga 38" pajero, svo hlakka ég bara til að sjá þig í snjónum.

    Ps BÞV það er mikill munur á breytingu á td Lc90 og Terracan, því þá ekki Pajero. Í Lc90 er aftur hásing færð og klippt inn í hvalbak að framan, þetta þarf ekki á td Hyundai Terracan.t.d.

    Á breytingarskeiðinu Gretar





    24.04.2002 at 21:39 #458776
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Mig langar til að leggja orð í belg um verð á varahlutum í Pajeró (árgerð 1990) og þjónustu umboðsins, Heklu.

    Ég er með 2,5 lítra dísel og tók upp í honum heddið í vetur og skipti þá í leiðinni um ýmsa hluti utan á og ofanvert í vélinni. Verðið á flestum hlutunum kannaði ég bæði hjá Heklu og helstu vélahlutaverslunum. Niðurstaðan var sú að ef hlutirnir fengust hjá samkeppnisaðilum þá munaði sjaldnast miklu á verði. Í einhverjum tilfellum var Hekla með lægstu verð sem ég fann. Í örfáum tilfellum munaði samt verulega í hina áttina svo það borgar sig alltaf að spyrja. Niðurstaða mín er sú að í heildina eru verðin hjá Heklu mun betri en sögur herma.

    Sennilega er niðurstaðan svipuð hjá öðrum bílaumboðum, en ég mun seint gleyma verði á dempurum í Ni$$an sem ég neyddist til að kaupa hjá IH fyrir nokkrum árum.

    Loks get ég ekki orða bundist að nefna þægilegt viðmót MMC-þjónustustjórans hjá Heklu. Hann hefur fúslega útvegað mér afrit af síðum úr þjónustubókum og ýmsar tæknilegar upplýsingar og ráð – allt án endurgjalds.
    Fyrir alla muni segið samt eigendum Heklu ekki frá þessu, það er ekki víst að þeir líti málin sömu augum og ég.

    Breytingakveðjur

    Wolf





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 28 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.