This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 13 years ago.
-
Topic
-
Fyrir þá örfáu, sem eiga leið norður í land er rétt að segja frá því að skv. vef Ríkisútvarpsins verður lögsagnarumdæmum breytt núna um áramótin á þann hátt, að þegar Bæjarhreppur, sem til þessa hefur verið í Strandasýslu, færist yfir í Húnaþing vestra, færist lögsagnarumdæmi Blönduóss sem þessu svarar til vesturs. Það þýðir, að hin landskunna og röggsama lögregla á Blönduósi fer að hraðamæla á Holtavörðuheiðinni. Það er eins öruggt fyrir menn að hafa augun á hraðamælinum eftir að kemur norður í Hæðarsteinsbrekku, því nyrðra er byrjað að sekta menn við 94 km/klst að sögn þeirra sem hafa ekið með þeim ógnarhraða og verið staðnir að því.
You must be logged in to reply to this topic.