This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Magnús Bs 15 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Sæl öll!
Ég er að fara í breytingar á Grand Cherokee WJ bíl (2000 árgerð). Já hann er með I6 4.0L vélinni, sem ég get alveg ímyndað mér að fái að fjúka fyrir V8 í framtíðinni, hann er með NP242 millikassann.
Langar að koma af stað smá umræðu um þessa bíla og væri frábært að fá inn hugmyndir og tillögur frá fólki! Væri gaman að heyra frá þeim sem hafa breytt þessu body’i.
Ég hef verið að spá í að nota dana 30 reverse að framan og Ford 8.8″ eða Ford 9″ að aftan og 4.56 hlutföll og loftlæsingar bæði framan og aftan.
Það sem ég hef verið að spá í er að þessir bílar eru orginal á aðeins breiðari hásingum en (Cherokee)XJ og (Grand Cherokee 1993-1998)ZJ módelin, að mér hefur verið sagt! Ekki mælt það sjálfur.
Hvernig er að nota hásingar sem eru í XJ/ZJ lengd undir þennan bíl, hef smá áhyggjur af því að dekkinn verði komin svolítið innarlega með þessu hásingum.
Endilega ræðum þetta mál hérna svolítið!
Þetta er bíllinn:
Kveðja,
Bergur
You must be logged in to reply to this topic.