This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Viðar Örn Hauksson 16 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Sælt veri fólkið,
Ég er að hefja breytingu á Grand Cherokee árg. 2006 með 3,0L Disel vélinni. Ég stefni á að setja undir bílinn 35″ dekk án þess að lækka hlutföll en ég er með „B plan“ að láta 33″ dekk duga ef öll sund lokasta á leiðinni. Til þess að 35″ gangi upp þarf að smíða kanta, sem eftir því sem ég best veit hafa ekki verið smíðaðir áður á þessa árgerð og því væri fróðlegt að heyra hvort aðrir séu í svipuðum hugleiðingum?
Ég er kominn með upphækkunarsett í hendurnar frá Superlift í USA en það er 4″ tommu lift. Þetta verður þá þriðja kynslóð af Grand Cherokee sem ég breyti en ég hef áður átt 87árg á 36″ & 38″ og 98árg á 38″ hvorutveggja bílar sem ég átti í nokkur ár og reyndust mér góðir ferðafélagar yfir hálendið og flesta jökla landsins.
Núna ætla ég að láta mér nægja 33-35″ breytingu til sumarferðlaga ….. eða þannigÞað væri gaman að heyra hvort aðrir séu búnir að spá í svipaðar breytingar á nýja laginu en ég veit af einum sem Kjartan í Mos (Guttarnir) er búinn að breyta fyrir 32,5″ dekk án kanta.
Ég set kanski inn breytingarmyndir eftir því sem verkið vinnst áfram, og ef tími vinnst til, en gaman væri að heyra comment frá öðrum sem eru í svipuðum pælingum.
bkv, Viðar Örn
You must be logged in to reply to this topic.