This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Arnar Hafsteinsson 12 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Gerðar voru breytingar á flokkunum í Auglýsingunum í gærkvöldi.
Við bættum við flokkum og gerðum þá skilmerkilegri í leiðinni til að auðvelda mönnum bæði að skrá búnað og tæki, sem og að leita að því sem hugurinn girnist hverju sinni.
Eins settum við inn leiðbeiningar um að setja TS: eða ÓE: í titil auglýsingar til að menn sjái frekar hvort verið er að selja hluti eða óska eftir þeim.
Eins fjölguðum við smá-auglýsingunum á forsíðunni.
Svo má nefna það, að þegar smellt er á „Smá-Auglýsingar“, þá birtist yfirlit yfir alla Auglýsingaflokkana og þannig hægt að fara beint inn í þann flokk sem áhuga vekur.
Þeir sem eru innskráðir sjá flokkana merkta rauða sem innihalda nýja pósta/umræður en þetta á við einnig á Spjallinu öllu.Það má búast við einhverjum frekari breytingum á næstunni, t.d. stendur til að skipta Varahlutaflokkum eitthvað meira upp eftir t.d. vélar, drifrás, rafkerfi, boddí og grindur svo eitthvað sé nefnt, hugmyndir eru vel þegnar.
Vonandi mælist þetta vel fyrir hjá mönnum og komi til að auka notagildið.
fh. Vefnefndar
Vefstjóri f4x4.is
You must be logged in to reply to this topic.