This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Elí Magnússon 20 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Sælt veri fólkið.
Hef aðeins verið að gjóa augunum að ammrískum pallbílum undanfarið, væri svo fjandi gott að koma sleðanum bara á pallinn og þurfa ekki að vera að drösla kerru á eftir manni hvert sem maður fer (aðallega af því að ég er svo slappur bakkari…).
Ég hef verið að skoða bæði Dodge og GMC, en mér sýnist að Raminn sé auðveldari í breytingum? Er það rétt hjá mér að grindin í GMC geri breytingar dulítið erfiðari (finnst breikkunin í henni vera of framarlega til að koma stórum dekkjum undir án þess að færa framhjólin framar)?
Annað sem ég er að spá í eru vélarnar. Langar pínu að prófa dísel í næsta bíl (5,9 eða 6,5 – má ekki vera minna) og því væri gaman að heyra eyðslutölur fyrir 38″ bíla, bæði með bensín mótora og dísel brennara.
Til glöggvunar er ég að spá í ’95-’98 en það væri líka gaman að heyra frá eigendum annarra árgerða.
Eyðslukveðjur,
Einar Elí
You must be logged in to reply to this topic.