Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Breytingar
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Davíð Karl Davíðsson 18 years ago.
-
CreatorTopic
-
26.12.2006 at 17:38 #199235
Sælir
Ég er 14 ára og hef mikinn áhuga á jeppum. Mig langar rosalega að fá að sjá þegar bíl er breytt og var því að spá ef að einhver er að breyta eða gera upp jeppa hvort að ég mætti fylgjast með því. Langar mikið að sjá hvernig þetta er gert og get ég verið ókeypis handlangari í þessu. Ef einhver vill leyfa mér að koma og kíkja í skúrinn til sín þá myndi ég þyggja það.
Kv.Gunnar Smári Eggertsson Claessen -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
26.12.2006 at 17:46 #572664
Ég er fyrir löngu búinn að dáðst að þessum áhuga þínum, sagði eitt sinn um daginn að þessi drengur yrði einhverntíma okkar formaður.
Ég myndi tala við eitthvert breytingarverkstæðið og bjóða framm krafta þína í einhverskonar starfsþjálfun, þar færðu réttustu upplýsingar, því að þó ýmislegt gott eigi sér stað í bílskúrum held ég að þessir kallar sem gera þetta allann daginn sýni þér réttu handbrögðin.
LG
26.12.2006 at 18:38 #572666Já takk fyrir það. Það getur verið að ég gæti fengið að komast að hjá Skúla í Arctic Trucks en þarf að skoða það betur.
Takk fyrir
Gunnar
Ps. Eru einhverjar stórar ferðir framundan hjá 4×4 klúbbnum?
26.12.2006 at 22:20 #572668bara bæta aðeins við að ég reikna sterklega með að þú fáir að vera með hjá einhverju breytingarverkstæði (ég fékk það 13 ára) mundu bara að spurja nógu andsk… mikið því þá fræðistu mest ekki vera feiminn að spurja það kemur að því að þú þurfir að læra og þá þarftu að spurja! nú og ef þú ert kannski með bílskúr þá væri sniðugt fyrir þig að gera sem sumir hafa gert og kaupa þinn fyrsta jeppa sem þarf að snýta auðvitað á einhvern lítinn pening vinna í honum þessi 3 ár framm að bílprófi og taka tryllitæki út úr skúrnum þegar vinirnir verða á gömlum dollum:D
Jeppakveðja
Davíð K Davíðsson R-2856
27.12.2006 at 16:28 #572670Já, það er vandamálið. Ég hef engann skúr! Er hægt að leigja einhvern skúr á lítið eða eitthvað? Mig langar að kaupa ódýra græju því að ég get kannski reddað einhverjum verkfærum…
Með þökk
Gunnar Smári
27.12.2006 at 20:44 #572672Sælir, já góður er áhuginn og allt í fína með þetta framtak þitt.
Þó skaltu vara þig á sumum í þessum bransa. Til eru 100 mismunandi hugmyndir um það hvernig eigi að breyta jeppum og allir hafa bestu hugmyndina. Breytingaverkstæðin eru að gera þetta á ákveðnum taxta sem ákveðinn er með Viðskiptum í huga. Breytingaverkstæði eru til þess gerð að græða á því að breyta bílum. Þarafleiðandi geta vinnubrögðin á breytingunni verið þannig að farið er einfalda leiðin við að hækka bíla upp og þarmeð ekki (besta) framkvæmdin gerð. Þó svo að mörg breytingaverkstæði séu að gera fína hluti þá skaltu bara taka öllu sem þú lærir í þessum bransa með smá varkárni. Auðvitað er best að fá að læra hjá sem flestum hvernig þetta er gert og mynda síðan þína eigin skoðun á því. Aftur á móti er auðvitað best að grúska í þessu sjálfur og sjá hvað virkar og hvað ekki. Þú getur lært helling með því að skoða myndasafnið hér á vefnum undir Breytingar og læra af því.
Hér er ein mjög góð síða um jeppa og breytingar og allt sem því tengist. Þessi gaur veit alveg hvað hann syngur. (ég ábyrgist það)
[url=http://www.mmedia.is/gjjarn/sjeppar/:19vw798g][b:19vw798g]Hér[/b:19vw798g][/url:19vw798g]
kv
Gunnar
27.12.2006 at 23:51 #572674Það er rétt hjá honum Gunnari Inga að engin breytingaverkstæði gera hlutina alveg eins og vinnubrögðin eru mismunandi hvað varðar gæði. En allir eiga það samt sameiginlegt að reyna að gera bílana sem besta til aksturs á götum og í torfærum. Munurinn á okkur hér á fróni og öðrum jeppamönnum í heiminum er sá að við viljum að sé gott að keyra jeppann á vegum samhliða því að vera góður í torfærum. Þetta fer ekki alltaf saman en þá þarf að fara þennan gullna meðalveg. Það eru færri sem geta haft síðan útlitið flott á jeppanum samhliða öllum þessum breytingum en jeppabreytingafyritæki á Íslandi hafa náð hvað lengst að sameina þetta allt. Ég leyfi mér að fullyrða það að við stöndum fremst allra í heiminum hvað varðar breytingar á jeppum og það er ekki síst að þakka þeim aðilum sem hafa verið hvað mest í þessu og þróað breytingarnar að því sem þær eru í dag. Að breytingafyrirtæki séu í þessu bara til að græða peninga er ekki rétt. Þetta eru menn með mikin áhuga á jeppum og jeppamennsku og að sjálfsögðu þurfa þeir að fá kaup fyrir sýna vinnu eins og allt vinnandi fólk. Ég veit ekki um neinn sem ríður feitum hesti í jeppabreytingabransanum. Flestir eru sjálfir á gólfinu að puða alla daga. En hvað varðar síðuna sem Gunnar vísar á þá er ég ekki sammála þeirri leið sem sá ágæti maður er að fara í breytingum. En vinnubrögðin eru greinilega fín en útfærsluatriði eru ekki að mínu skapi.
kv,
HG
A-111
28.12.2006 at 00:50 #572676Jábs hér með sannast orð mín,
Til eru hundrað menn með hundrað mismunandi útfærslur á því hvernig á að breyta bíl og allir telja þeir sig hafa rétt fyrir sér.
Þetta er einmitt það sem ég var að benda þér á ungi maður að til eru endalausar skoðanir á því hvernig breyta eigi bílum og hér skrifar greinilega einn þeirra.
Taktu öllu með smá fyrirvara og gangi þér vel í breytingum í framtíðinni.
kv
Gunnar
28.12.2006 at 02:34 #572678Er ekki mestur möguleikinn að fræðast af þeim sem eru að hrærast í þessu alla daga? það er óþarfi að gera drenginn vantrúaðann á alla í kringum sig. Hann ætti þá ekkert frekar að treysta því sem þú telur vera vönduð vinnubrögð , samkvæmt því sem þú skrifar, frekar en því sem frá mér kemur.
En gaman að svona ungir menn skuli hafa þetta mikinn áhuga á þessu. Það er af nógu að taka.Gangi þér vel.
kv,
HG
A-111
28.12.2006 at 12:09 #572680Já takk fyrir þessi svör.En ég var að spá hvort það væri einhversstaðar hægt að leigja bílskúr?
Áramótakveðja
GSEC
28.12.2006 at 16:45 #572682Sælir aftur…
með skúrinn þá er hægt að finna í smáauglýsingum í blöðum smáauglýsingum á netinu og síðast en ekki sýst skella bara hér á auglýsingar á þessum vef að þig vanti skúr eða pláss til að gera við/upp bíl
ef þú lendir svo í einhverjum vandræðum þá er mitt nr 6934878 og er kallaður dabbi og get ég og eflaust annar í teyminu mínu komið og rétt hjálparhönd sama við hvað það er og eigum við slatta af verkfærum erum einnig eftir áramót að fara að setja drif og öxla undir 4Runner sem er svosem ekkert spennandi að mínu mati en þér er velkomið að horfa/hjálpa og einnig með að komast inná verkstæði þá geturu spjallað við mig og ég get komið með þér á viðkomandi verkstæði og athugað málin með þér..
en alls ekki vera feiminn að hringja sama kl hvað ég er alltaf við (var meira segja í símanum kl 18 á aðfangadag) svo það er ekkert heilagt
jeppakveðja davíð R-2856
og að lokum aldur skiptir ekki máli í þessum klúbb og hef ég fengið ekkert nema góðar samverustundir og hjálpir og er ég bara 23ja svo vertu ekki feiminn
ppppppp,s:D ef þú ert með msn þá geturu skellt mér þar inn það er alltaf gott að hafa jeppakalla að kjafta við en adressan er dabbi@gella.is á msn inn og strákar !!! ekki spurja með gella.is:D hehehe
góðir tímar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.