Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Breytingar
This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Lúther Gestsson 19 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
14.11.2005 at 00:30 #196629
Nú eru uppi pælingar að hjá mér og félaga mínum að fá okkur Ford-150 enn eingöngu nátturulega til breytinga, ég hef ekki ennþá séð svoleiðis bíl á 38-44″ dekkjum og langar að fá álit manna á þessum pælingum.
Í sambandi við hásingu að framan þá hefur okkur verið sagt að best sé að setja bara eins hásingar að framan og aftan, það myndi auðvelda læsingar og hlutfallamál eða hvað?Hefur einhver hér verið í þessum hugrenningum og hversu langt eru þá menn komnir með þær?
kveðja Lúther
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
14.11.2005 at 01:04 #532296
Ef þú setur sama rör að framan og það sem er að aftan mun þá ekki verða ansi erfitt fyrir þig að beygja? Nei en án gríns þá held ég að þetta verði þá bara sami bíll og F-250 og F 350 nema þá með bensíndraug og minni drifi að aftan.
14.11.2005 at 01:05 #532298Það kom allt tvisvar. Þetta tölvusístem er eitthvað að stríða mér!!
14.11.2005 at 01:30 #532300Nei Haffi, ég var að hugsa um hvort ekki væri hægt að finna hásingar undan öðru til að nota bæði framan og aftan, skipta sem sagt öllu út.
Þessi bíll er 2.630kg að þyngt með 5.4 lítra bensínvél sem er ca 300 hp, þetta segir ekkert endilega að hér verði um einhvern bensínhák að ræða.
Eru menn ekki farnir að flytja Tacomuna V-6 inn í stórum stíl til breytinga, hún er einhver tæp 300 hp
14.11.2005 at 01:40 #532302Er ekki bara málið að finna framhásingu undan eldri Ford (Dana 44) og halda afturhásingunni sem er væntanlega þá Ford 8.8" sem hægt er að fá ARB lás í og sömu hlutföll og í Dana 44. Hvað myndu menn annars setja undir í staðinn?
14.11.2005 at 08:05 #532304Tacoman er ekki nema 1900kg með 245Hp vél
14.11.2005 at 08:22 #532306Þú færð vandræði með abs og þess háttar nema að þú finnir hásingu úr það nýum bíl eða getur mixað þetta saman
kveðja Gísli
14.11.2005 at 09:00 #532308Ég held að þetta séu alveg draumabílar í breytingar
en ég skil ekki hræðsluna við öxlana,klafana sem eru undir þeim.
Þetta er mjög sterklegur búnaður og afturhásingin í 5.4 bílnum er mun sverari en í 4.6 bílnum sem er með 8.8.
Þetta er örugglega mun sverari hásing en er í Patrol eða Land Cruiser.
Áfram með alvöru bensínpælingar.
Kveðja jeepcj7
14.11.2005 at 12:54 #532310Þetta eru örugglega fínir jeppar til breytinga, en þó myndi ég ráðleggja þér að skipta út klafa búnaðinum að framan fyrir heila hásingu. Hann einfaldlega drífur betur án klafana. En með ford 8.8" hásinguna tel ég að hún sé nógu sterk. Ef mig minnir þá eru þessar hásingar með 31 rillu öxlum og 8.8" drif (augljóst). Eina sem væri þá hættulegt væri 31 rillu öxlarnir, en ég held að patrol sé með 33 rillu öxla og eitthvað um 9" drif. En eru ekki fullt af explorerum að nota þennan búnað á 44". Hvað segið þið explorer kallar um þessa hásingu ?
En það væri mjög gaman að sjá einn svona F 150 á 44" dekkjum, því ég held að 38" sé ekki alveg nógu stór fyrir þetta þungan bíl. Þú ættir kannski að athuga 42" Irok nælon dekkin, þau standa í sömu hæð og Dick cepek 44" dekkin. Meira grip í munstrinu á Irok. en það er bara pæling.
En drífðu þig í að breyta honum því ekki eru margir til svona breyttir eða allavega hef ég ekki séð neinn ennþá.
kv Gunnar (sonur)
14.11.2005 at 13:49 #532312Það er enginn bíll kominn á 38 eða 44, er ekki bara málið að byrja á þessu og láta klafa dótið standa til að byrja með.
Félagi minn ætlar að flytja hásingarnar inn fyrir sig að utan, enn það finnst mér bara allt of dýrt, ef það kemur miklu betur út hjá honum þá bara hendir maður röri undir.Lúther
16.11.2005 at 02:15 #532314Er með afturdrif sem er 9.75 og 34 rillu öxla sem er fjandi gott.
Framdrifið er líka ok.8.8 reverse og 31 rillu öxlar.
Þetta þolir örugglega meira en nokkur jappi,en það þarf þess líka.
Kveðja jeepcj7
17.11.2005 at 11:40 #532316Það er einn Ford F-150 á Irok 39.5" fyrir utan vinnuna hjá mér þannið að eitthvað er byrjað að breyta þessum bílum.
Kveðja
Bjarki
17.11.2005 at 12:32 #532318Gættu að því að leyfður heildarþungi F-150 er svo lítill að þegar þú verður búinn að breyta honum með öllu tilheyrandi má hann ekki bera nema kannski 1 – 2 farþega með öllu hinu og kannski ekki það. Skynsamlegra væri að skoða 250 bílinn og þannig sleppa við mikið skriffinnskuvesen og allskonar leiðindi.
Góða skemmtun;
Þ
17.11.2005 at 12:36 #532320Já ég var búinn að reka augun í að burðargetan er 656kg. Gaman væri að fá að vita hvar 39,5" bíllinn stendur ef eigandanum er sama.
Kveðja Lúther
17.11.2005 at 18:47 #532322Ég er búinn að sjá allaveganna 2 F-150 á 38" Þannig að fullyrðing um að það sé ekki búið að breyta svona bíl á 38" eða 44" er ekki rétt.
KV
Siggi
17.11.2005 at 20:46 #532324Þær upplýsingar sem ég hef séð yfir 5.4 bílinn hljóða upp á 16-1700 punda burð ca.7-800 kg.
Það er meira en t.d Patrol og Cruiser mega bera.
Svo er hægt að fá þá sérpantaða extra burðuga
þá líklega á 7 felgubolta dæminu sem ég veit ekki hvort er sniðugt.
En á enginn mynd af breyttum svona bíl til að sýna okkur glæsileg heitin.
Kveðja jeepcj7
17.11.2005 at 20:50 #532326Fyrst þetta hefur álíka burðargetu og fisksalabíll..
Óneitanlega gæðastimpill og merki um mikinn styrk og áræðanleika.kv
Rúnar.
17.11.2005 at 22:15 #532328Ef ég man rétt þá er JAKINN að breita einum fyrir 49". Hann ættlaði reindar að breita Chevi en hætti við það og fékk F 150 bíl í þetta. Veit ekki hversu langt það er komið hjá honum ef hann er þá byrjaður. Allavega búinn að fá bílinn og dekkin ….
01.12.2005 at 16:29 #532330Nei nei F-150 fer aldrei á 49" sama hvað loftfimleika þeir reyna, síðast þegar ég talaði við Jakann þá var þetta F-250 bíll sem hann keypti og hann átti að fara á 49".
En hvað um það þá sá ég einn 150 bíl í dag búið að hækka upp…hann var ógeðslega gulur á litinn…ekki kominn með neinar jullur undir, var bara á orginal en greinilega upphækkaður. Sá ekki að það væri komið rör að framan í þann bíl. Kannast einhver við hann.
01.12.2005 at 16:54 #532332Ég held að það sé rétt að 150 bíllinn fer ekkert á 49" dekk, hann reyndar hefur ekkert að gera við að fara á svo stór dekk og myndi að öllum líkindum eingöngu drífa minna enn á 44" dekkjum.
Þessi bíll yrði lang flottastur og langtum bestur á 44", enn þeir í IB sögðu mér að eyðslan færi aldrei undir neinum kringumstæðum undir 23L. á hundaðið á 38" dekkjum, sama hvernig hann yrði keyrður.
Lúther
01.12.2005 at 22:36 #532334Það er náttúrulega ekki rétt að segja að stór pickup geti ekki farið á 49" dekk, var ekki patrol settur á þetta. Cj7 hafa verið settir á 44", jafnvel dihatsu rocky… þannig að allt er hægt með viljanum og smá $ .
En auðvitað þyrfti að henda klafabúnaðinum og setja hásingu sem hægt væri að færa mun framar og reyndar myndi hann léttast örugglega við þá breytingu því allt sem fylgir klafanum getur vigtað ágætlega.
En hvaða árgerð ertu að tala um af F150 nýjan þá eða eldri týpur.
En með eyðsluna, þá er nátturulega hægt að ná honum töluvert niður í langakstri þó svo að hann myndi örugglega eyða í kringum 23 innanbæjar. Ég hef séð fullt af næst nýjasta módelinu breytta á 38" en engan af nýjasta módelinu. En á 44" verður hann örugglega svakalega fínn jeppi sem á eftir að drífa helling og með alvöru rokk í húddinu.
kv Gunnar (Wrangler nýliðaferð í nýjadal)
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.