This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Magnússon 22 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Jæja sælir herramenn (og ein kona eða tvær). Nú þarf ég ykkar hjálp með vefspjallinu. Ég er nýlega kominn á Xtra Cab sem ég er að gera góðan fyrir veturinn. Bíllinn er 89 módel ameríkutýpa með 3.0 vél og ég hlakka mikið til vetrarins. Ég þarf þó að stökkva í að gera hann „færari“ en hann nú þegar er og ég vil þiggja ykkar ráðleggingahjálp. Bíllinn er breyttur fyrir 38 tommu sem ég er að fá ásamt pallhúsi, en that´s it. Hann er ekkert læstur o.s.frv.. Hvað er mikilvægast? Þar sem að peningar vaxa ekki á lauflausum vetrartrjám Íslendinga þarf ég að bæta á hann smám saman. Í hvaða forgang á ég að setja breytingarnar, þ.e.a.s. læsingar, loftdælu, kastara, GPS, talstöð, hlutföll og allan þann pakka? Hvað gerir mig mest ready á jökul sem fyrst? Ég þigg endilega ráð ykkar.
Þakkir
Haukurinn
You must be logged in to reply to this topic.