This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Otti Rafn Sigmarsson 20 years ago.
-
Topic
-
Sælir félagar, nú er útlitið svart! Þannig er það að mágur minn keypti sér óbreytta Vitöru og ætlar að fara að breyta henni. Ég sendi hann bara í umboðið að kaupa upphækkunarsett sem var svosem í góðu nema það að hlutirnir sem hann kom með til baka hafði ég ekki séð áður.
Í settinu voru þrennskonar klossar, semsagt 6 stykki. Tveir voru hringlaga og 4.5cm á hæð með gati í miðjunni(líklega gormaklossar?).
Því næst voru tveir hringir, með þremur 8-10mm götum, líkist helst einhversskonar demparasíkkunum með stóru gati í miðjunni og svo voru bara tveir venjulegir hringir.Ef ég set saman það sem ég tel vera demparasíkkun og einn svona hring þá eru þeir akkúrat jafn háir og klossinn sem ég nefndi fyrst. ATH! að allir hlutirnir eru eins útlítandi og venjulegir klossar og koma líklegast frá málmsteypunni Hellu.
Þannig að nú spyr ég:
Hvort fara klossarnir að aftan eða framan?
Hvort fara hin tvö stykkin að framan eða aftan?Svo fylgdi líka prófíll, held að hann hafi verið 50×50, með gati öðrumegin og bolta hinu megin. Tvo svona stykki sennilega 5cm á breidd. Á boltanum eða gengjunum sem voru ásoðnar var eitt stykki skinna og splittró.
Hvað geri ég við það?
Svo var eitt stykki í viðbót sem leit út eins og framlenging á bolta. Ró soðinn við lítinn hólk sem var soðinn við bolta. Hvað er það?
En allavega, þá tókst mér að breyta Patrol á sínum tíma en ég botna lítið í þessum.
Svo er það ein spurning að lokum, er einhver suðuvinna eða eitthvað sem þarf að lengja eða breyta þegar maður setur svona 4.5cm klossa undir?
Jæja, þetta er nú orðið ágætt og ég vona að einhver súkkueigandi nenni að svara mér.
Með fyrirfram þökk
Otti S.
You must be logged in to reply to this topic.