Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Breyting á stikuferð.
This topic contains 28 replies, has 1 voice, and was last updated by Grétar G. Ingvarsson 19 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
06.09.2005 at 17:19 #196225
Vegna tilmæla frá sveitarstjórn Ásahrepps hefur verið ákveðið að fresta því að stika í nágrenni Jökulheima og Vonarskarðs. Þess í stað verður stikað í nágrenni Setursins. Ég býst við að við stefnum á að hittast við Select klukkan 8 á laugardagsmorgun.
-Einar
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.09.2005 at 18:47 #526396
Er ekki rétt að segja okkur hinum hver þessi tilmæli hreppsnefndar eru! Annað, við norðanmenn og ugglaust fleiri, ætluðum að koma í þessa ferð "okkar megin" en munum þá væntanlega breyta áætlunum okkar samkvæmt þessu. Svo er spurningin, hvað er "Select" og hvaða leið er ætlunin að fara í Setrið. Væri ekki einhver til í að upplýsa fáfróðan sveitavarginn um þetta "Select", hvar það er og hvernig ferðinni verður þá háttað!
Munið; við landsbyggðapúkarnir erum til!!! 😉
"Ég legg raunar til að við leggjum ALLIR upp frá Leirunni."Kveðja:
Erlingur Harðarson
06.09.2005 at 19:42 #526398Ásahreppur hefur óskað eftir því að hætt verið við stikun á Bárðargötu ( Vonarskarði ) af eftirtöldum ástæðum. Stikun sé framkvæmdaleyfisskyld. Og einnig kemur fram í bréfi þeirra að hugmyndir séu upp um það að Vonarskarð verði innan þjóðgarðs og því verði ekki akvegur um Vonarskarð. Í stuttu máli eru þetta óskir þeirra.
Svar ferðaklúbbsins 4×4 við þessum óskum voru eftirfarandi.
Við getum ekki fallist á að stikun vega eða vegslóða sem eknar hafa verið um
áratuga skeið sé framkvæmdaleyfisskyld framkvæmd. Í 27. gr. Laga um
Framkvæmdaleyfi er talað um …Meiri háttar framkvæmdir, sem áhrif hafa á
umhverfið og breyta ásýnd þess, svo sem breyting lands með jarðvegi eða
efnistöku,… Það er okkar mat að stikun vegslóða með tréstikum falli tæpast
undir þetta, enda algjörlega afturkræf framkvæmd og auðvelt að færa til stikur
síðar ef ástæða þykir til án þess að nokkur ummerki um fyrri legu stikanna séu
sjáanleg. Það verður að gera þarna greinamun á merkingu nýrra leiða og svo
hins vegar stikun á vegslóðum sem eknar hafa verið í áratugi og eru til á
kortum.Einnig má benda á að löng hefð er fyrir því að félagasamtök stiki leiðir, bæði
göngu- og akstursleiðir, og hafa ráðist í slík án þess að þurfa að leggja það
fyrir til formlegs samþykkis. Auk Ferðaklúbbsins 4×4 má þar nefna
Jöklarannsóknafélagið, Ferðafélag Íslands, Ferðafélagið Útivist og
björgunarsveitir. Það má telja fullvíst að ef framtíðin verði sú að
stikunarferðir verði háðar formlegs samþykkis skipulagsyfirvalda muni frumkvæði
þessara félaga að mestu leggjast af. Af því myndi hljótast mikill skaði.Við viljum leggja sérstaka áherslu á hvers vegna þessi leið varð fyrir valinu
að þessu sinni. Megin tilgangur með stikun akstursleiða er að koma í veg fyrir
utanvegaakstur og ég held að allir sem hafa reynslu af því að ferðast um óljósa
vegslóða á hálendinu geri sér grein fyrir að þetta er ein áhrifaríkasta leiðin
til að koma í veg fyrir utanvegaakstur. Skipulagsvinna og fundarhöld geta
verið nauðsynleg, en stikun er tvímælalaust sú einstaka aðgerð sem er
áhrifaríkust í þessu. Á þeirri leið sem hér um ræðir er slóðin víða
ógreinileg, en á síðustu árum hefur umferð þarna verið að aukast. Þetta hefur
haft í för með sér vaxandi utanvegaakstur á svæðinu og villuslóðir. Við teljum
því brýnt að þessi leið sé stikuð sem fyrst og óvarlegt að bíða einhver ár með
það. Einnig viljum við benda á að ákvörðun um staðsetningu vegslóðans ætti
ekki að vera vandamál þar sem vegslóðinn er til staðar. Aðeins þarf að gæta
þess að loka fyrir villuslóðir. Varðandi umræður um framtíð landssvæðisins
getum við hins vegar ekki tjáð okkur þar sem við höfum ekki fengið tækifæri til
þátttöku í þeim umræðum.Þrátt fyrir þetta er það síður en svo vilji okkar að vinna að
umhverfisverndarverkefnum í óþökk sveitarfélagsins. Það er vilji okkar að eiga
við ykkur gott samstarf í hvívetna um umhverfisvernd á Holtamannaafrétti og
vonandi einnig framtíð frjálsrar ferðamennsku á svæðinu. Við teljum okkur vera
fulltrúa þeirra sem vilja ferðast á eigin vegum um hálendið og rödd okkar eigi
að fá að heyrast sem slík. Þess vegna er það vilji stjórnarmeðlima
Ferðaklúbbsins 4×4 að þessu verkefni umhverfisnefndar verði frestarð um ár.Stjórn Ferðaklúbbsins 4×4
06.09.2005 at 23:07 #526400Þetta eru glæsilegar fréttir, eða þannig. Líklega þarf að sækja um framkvæmdarleifi ef fleiri en 3 jappar fara saman á fjöll. Umhverfismats verður fljótlega krafist fyrir nýliðaferðir 4×4, bjúrokratar og besserwisserar munu þurfa að samþykkja leiðarval ferðana. Stórferðir verða með öllu bannaðar. Við jeppamenn sitjum auðvita á rassgatinu eins og hlíðnir rakkar, og látum valta yfir okkur á skítugum skónum, og látum alla heimsku yfir okkur ganga. Ef ekki er kominn tími til að grafa upp stríðs öxina og höggva menn í hreðjar niður núna, þá veit ég ekki hvað.
Slæmar stundir.
06.09.2005 at 23:20 #526402Bara spyrja Árna Bragason hann á landið og miðinn skuldlaust, spurning hvað við erum að gera með Haldór Ásgríms og Dabba þegar við erum með þvílíkan snilling sem allt veit og öllu ræður einsog ritskoðarann Árna Bragasson. Við erum greinilega að stefna hraðbyr inn í 1984 samfélagið án þess að steindauðir Íslendingar fatti nokkuð, enda segja þeir ávallt amen.
07.09.2005 at 09:13 #526404Ég held að það hljóti að vera einhver mistúlkun á lögum hjá Ásahrepp að það þurfi framkvæmdaleyfi til að stika leiðir og það er rökstutt í svarbréfi okkar. Hins vegar ef sú krafa þeirra stendur þá er það alvarlegt mál og af því Ofsi nefnir Árna Bragason þá held ég það hljóti að vera ekki síður áhyggjuefni fyrir hann en okkur, bæði vegna þess hvað stikun vegslóða er mikilvæg í umhverfisverndarskyni og svo ekki síður vegna þess að það myndi gera hans starfsmönnum verulega erfitt fyrir. Landverðir víðsvegar um landið eru mikið í því að stika gönguslóðir og ef þeir þurfa að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir slíkum aðgerðum hækkar nú pappírsvinnukostnaður hjá umhverfisstofu verulega og litlu hægt að koma í framkvæmd. Jafnvel spurning hvort það þegar landverðir inn í Laugum raða steinum eftir veginum falli ekki líka undir það, slík aðgerð er meira áberandi framkvæmd en stikun. Ég held að það geti hreinlega ekki staðist að skipulagsvaldið nái svona langt.
Annað í þessu. Ef þetta verður svona að það þurfi framkvæmdaleyfi til að stika mun nokkuð örugglega leggjast af framtak bæði okkar og annarra á þessu sviði, hvorki við né önnur félög myndu standa í því að fá leyfi til reka niður tréstikur og mjög líklega gildir sama um landverð. Það hefur ekki bara áhrif á akstursleiðir heldur verður erfiðara að glíma við skemmdir á gönguleiðum á fjölförnum stöðum, Þórsmörk nærtækt dæmi þar. Þá stendur það upp á sveitarfélögin að standa fyrir þessum aðgerðum á eigin kostnað. Ég verð að játa að ég hef efasemdir um að það yrðu gróskumiklar framkvæmdir.
Kv – Skúli
07.09.2005 at 11:00 #526406Þetta hlýtur að vera grín hjá þessum aðilum. Það getur hreinlega ekki verið að þeir hjá Ásahrepp séu að fara með rétt mál í þessu.
Er ekki hreinlega einhver að hrekkja ykkur?
07.09.2005 at 11:58 #526408Held að hér sé ekkert gamanmál á ferðinni. Nú þegar hefur slóðum sem hafa verið eknir áratugum saman, og eru á kortum, verið lokað á Landmannaafrétti.
Lifið heil.
07.09.2005 at 12:54 #526410Þetta þýðir þá að það verða til nýjar slóðir eða hreinlega að öll umferð verði bönnuð.
Hvað er að svona hálfvitum?
07.09.2005 at 15:52 #526412Það verður viðtal við Skúla á Rás 2 ca 17.30 útaf þessu máli. Allir að hlusta.
07.09.2005 at 18:21 #526414Ágæt viðtal við Skúla á Rás 2.
Er ekki bara ráð að "merkja" árans leiðina með því að aka hana. Ef við færum nógu margir þá sæist e.t.v. slóð eftir okkur á endanum.Kveðja Erlingur
07.09.2005 at 19:21 #526416Sé túlkun oddvitans rétt sé ég ekki annað en allir bændur, sumarbústaðaeigendur o.sv.frv. verði að fá framkvæmdaleyfi ef þeir ætla að setja niður girðingarstaur. Ætli bændur í Ásahreppi viti af þessu?
07.09.2005 at 22:56 #526418Um eftirlit með byggingum og framkvæmdum er fjallað í [url=http://www.althingi.is/lagas/nuna/1997073.html:23nwdry5]skipulags- og byggingarlögum[/url:23nwdry5], m.a. 27. grein.
Ég sé ekki neitt þar sem styður það að það þurfi framkvæmdaleyfi til þess að reka niður, hvort sem er, stikur eða girðingarstaura.
Sú skoðun forsvarsmanna Ásahrepps að það þurfi framkvæmdaleyfi fyrir stikun á sér því ekki stoð í lögum.
-Einar
07.09.2005 at 23:17 #526420Það sem þarna kemur til álita er væntanlega 27. greinin en þar er skilgreiningin á framkvæmdum sem undir þetta falla svona:
"Meiri háttar framkvæmdir, sem áhrif hafa á umhverfið og breyta ásýnd þess, svo sem breyting lands með jarðvegi eða efnistöku". Ég sé því ekki annað en að þessi umræða snúist í hnotskurn um það hvort það að setja niður tréstikur meðfram vegslóðum eða gönguleiðum ef því er að skipta falli undir þetta. Ásahreppur lítur væntanlega svo á.
Það hvort við stikum upphaflega fyrirhugaða leið er aukaatriði í þessu og sársaukalaust af minni hálfu að verða við beiðni þeirra um að geyma þessa leið. Hitt er mun stærra mál, þ.e. hvort lagaskilningur Ásahrepps standist. Það mætti líkja því við umhverfisslys ef svo er, því þar með væri framtak hinna ýmsu félagasamtaka í stikun og sennilega flestum umhverfisbótum á hálendinu úr sögunni.Kv – Skúli
07.09.2005 at 23:34 #526422Stikun getur ekki flokkast sem "meiháttar framkvæmd".
Ég athugaði það sem segir um girðingar, en á þær er minnst á nokkrum stöðum. Þar er þó ekkert sem bendir til að vegna lagningar girðinga þurfi framkvæmdaleyfi. Grirðing er tvímæalaust meiri framkvæmd en stikun og breytir ásýnd landsins meira. Ég held að forsvarsmenn Ásahrepps hafi ekki haft fyrir því að athuga lagatextan áður en þeir settu fram þá staðhæfingu að stikunin væri leyfisskyld.
Ég sé ekki að þjóni miklum tilgangi að velta fyrir sér afleiðingum af túlkun Áshrepps, vegna þess að hún er út í loftið, því er ástæðulaust að taka hana alvarlega.
-Einar
08.09.2005 at 00:02 #526424góða kvöldið.
Ja hérna hér. Allt er nú farið að gerast í heiminum, við EIK orðnir sammála :o) og nú er bannað að reka niður stikur til að vísa mönnum veginn. Hvað gengur fólki til með að banna þá eðlilegu vinnu að sjálfboðaliðar taki sig til og merki slóða og loki villuslóðum ? Veit ekki þetta fólk að með þessari vinnu tekst okkur að koma í veg fyrir utanvegaakstur ? Endilega sleppum þessu bara og ökum um allt á næstu árum…. nei kommonn, ég er orðlaus…
Er einhver að vinna í því að koma þessari vitleysu í fréttir ?
kv
Pall
08.09.2005 at 08:31 #526426Hvernig væri að líta nýjum augum á málið og frá annari hlið.
Hætta að hugsa um stikurnar svona rétt í augnablik. Um Vonarskarð hefur aðeins verið gefið opinbert leyfi fyrir framkvæmdum í kringum Hágöngulón með tilheyrandi vegagerð frá Sprengisandi austur fyrir Hágöngur. Á gömlum LI kortum er sennilega merkt slóðá milli Hágangna norður að Svarthöfða Síðan gefið "bráðabirgðarleyfi" norður fyrir lónið og yfir í Sveðjuhraun vegna tilraunaborana. Aðrir vegir eða slóðir hafa ekki verið til á kortum eða í útgefnum gögnum opinberra aðila.
Hinsvegar gaf Mál og Menning út landakort nýverið. Þá er komin merktur vegur um Vonarskarð. Þar á bæ lýsa menn fullri ábyrgð þessara upplýsinga á 4×4 klúbbin sem lét þeim í té þessa ferla.Ég skil forráðamenn Ásahrepps á þann hátt að þetta snúist um hvort þarna eigi að leyfa slóðir eða vegi, ekki hvort þetta er stilkað eða ekki stikað. Málið snýst ma. um hvort leyfa eigi umferð um þann hluta svæðisins sem er á Náttúrminjaskrá. Ég legg ekki þá merkingu í málið að það þurfi neitt vesen til að stika þær slóðir sem viðurkenndar eru af opinberum aðilum, eða þeim sem með málið fara. Hingað til hafa allir fagnað því að stikað sé.
08.09.2005 at 09:08 #526428Vegir eru skilgreindir í annari grein [url=http://www.althingi.is/lagasofn/126b/1994045.html:1px4anb5]umferðarlaga[/url:1px4anb5]:
[b:1px4anb5]
Vegur, gata, götuslóði, stígur, húsasund, brú, torg, bifreiðastæði eða þess háttar, sem notað er til almennrar umferðar.
[/b:1px4anb5]Þarna skiptir ekki máli hvort vegir hafi verið á kortum sem gefin eru út af hinum eða þessum, heldur hvort slóðrnar hafi verið notaðar til almennrar umferðar. Um Vonarskarð og meðfram Köldukvíslarjökli og Sylgjujökli liggja vegir sem notaðir hafa verið í meira en hálfa öld. Umferð um þessa vegi er heimil að óbreyttum lögum.
Sveitarfélög geta breitt notkun lands með gerð skipulags og Umhverfisráðherra getur takmarkað umferð á tilteknum svæðum, en hvorugt hefur verið gert í þessu tilfelli sem hér er til umræðu. Raunar hefur Umhverfisráðherra aldrei beitt þessari heimild
-Einar
08.09.2005 at 09:36 #526430Sjálfsagt er það rétt hjá Smára að þetta mál kemur upp vegna þess að um er að ræða þetta tiltekna svæði. Í rökstuðningi sveitarfélagsins er talað um umræður um framtíð svæðisins og að þar sé ekki gert ráð fyrir akstursleið um Vonarskarð, en ef gert verði ráð fyrir akstursleið inn að Köldukvísl muni sveitarfélagið hafa hönd í bagga um staðsetningu hans. Ég skil reyndar ekki afhverju sveitarfélagið ætti að fara að færa veginn frá núverandi staðsetningu. Ef þeir eru hins vegar að spá í akstursbann í Vonarskarði hefði nú verið vit að hafa samráð við þá sem eru að ferðast um svæðið í dag, en meðan það er ekki gert er útilokað fyrir okkur að taka mið af svoleiðis hugmyndum.
Aftur á móti segir í upphafi erindis Ásahrepps að ‘Ásahreppur lítur svo á að stikun vegslóða utan alfaraleiða á Holtamannaafrétti sé framkvæmdaleyfisskyld framkvæmd.’ Ef það væri réttur lagaskilningur og okkur gert að fara að því hlýtur eitt yfir allt að ganga og sömu lög að gilda alls staðar. Annað hvort þarf leyfi fyrir tiltekinni framkvæmd eða ekki. Núna er utanveganefndin með það verkefni að skoða alla vegaslóða á hálendinu, þannig að það er allt landið undir. Hins vegar engin glóra í því að frysta allar stikunarframkvæmdir meðan beðið er eftir niðurstöðum hennar, til þess eru einfaldlega of margar leiðir illa stikaðar með þeirri afleiðingu að of mikið af förum sjást utanvega.
kv – Skúli
08.09.2005 at 09:46 #526432Ég var að ræða við Jónas Jónsson oddvita Ásahrepps rétt áðan. Við urðum sammála um að stefna að því að stika umræddar leiðir næsta haust og að fulltrúar heimamanna myndu aðstoða okkur. Hann hélt því ekki fram, eins og byggingafulltrúinn gerði, að framkvæmdaleyfi þyrfti til stikunar.
En hann lét í ljós þá ósk að haft væri samráð við fulltrúa heimamanna við val á leiðum til stikunar.Sem sagt, eftir því sem ég fæ best séð, þá er ekki ágreiningur milli forsvarsmanna Áshrepps og klúbbsins.
-Einar
08.09.2005 at 12:43 #526434Einar, ertu að segja að oddvitinn hafi beinlínis dregið til baka það erindi sem þeir sendu okkur og staðfest að hreppurinn telji stikun ekki leyfisskylda? Við fengjum jú formlegt erindi undirritað af byggingafulltrúa hreppsins sem hófst á þessum orðum: ‘Að beiðni Jónasar Jónssonar oddivita Ásahrepps er vakin athygli á því að Ásahreppur lítur svo á að stikun vegslóða utan alfaraleiða á Holtamannaafrétti sé framkvæmdaleyfisskyld framkvæmd’. Fáum við skeyti frá þeim þar sem fyrra erindi er dregin til baka?
Kv – Skúli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.