This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 18 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Þeir voru að segja mér nokkrir félagar mínir úr deildinni hérna í Skagafirði, að núna um áramótin tækju gildi breytingar á reglugerð um gerð og búnað ökutækja, þar sem m.a. væru mun strangari ákvæði um t.d. aukaljós, kastaragrindur, spilfestingar og því um líkt sem komi framan á bíla. Þetta hafði allavega farið framhjá mér, sem segir nú ekki neitt í sjálfu sér, en mér þótti undarlegt að hafa ekki rekist á neinn þráð um þetta hér á síðunni. Kannski hef ég bara tekið svona illa eftir? Allavega þætti manni gaman að sjá og lesa eitthvað frá tækninefndinni okkar góðu um þessa reglugerðarbreytingu og hvernig þeim líst á.
kv.
You must be logged in to reply to this topic.