FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Breyting á Pajeró?

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Breyting á Pajeró?

This topic contains 50 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra Guðbrandur Þorkell Guðbra 21 years, 6 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 18.11.2003 at 17:06 #193190
    Profile photo of
    Anonymous

    Sælir fjallamenn,

    Spurning mín beinist svona aðallega til þeirra sem eiga eða hafa reynslu af þessum bílum.
    Þannig er að ég er sennilega að fara fá mér pajeró 2000 módel, hann er alveg óbreyttur, og langar að breyta honum fyrir 38″.
    Spuning mín er því, hvert á ég að snúa mér (við hverja á ég að tala), hvernig hafa þessir bílar verið að standa sig og hvað kostar brúsinn?

    Fjallakveðja,
    Óskar Örn.

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 21 through 40 (of 50 total)
← 1 2 3 →
  • Author
    Replies
  • 21.11.2003 at 12:55 #480898
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sælir….

    Heildar fjöðrunarsviðið er alltaf það sama nema hvað að akstursstaða fjöðrunar færist upp eða niður eftir því hvort að þú sért að hækka hann eða lækka.

    Ef þú hækkar hann lengist samslátturinn í fjöðrunarkerfinu en styttir jafnframt sundursláttinn, þar af leiðandi virkar það akkúrat öfugt ef þú lækkar þennan sama búnað.

    Það sem ég hef helst útá þennan fjöðrunarbúnað að setja er að það er heldur lítið drif í þessum búnaði. Ef þessi búnaður væri með jafnstóru drifi og afturdrifið hjá manni og klafahækkun þá kæmi ekki til greina að setja rör undir.

    "Sjálfstæð" kveðja

    [i:260yh05a][b:260yh05a]Rindill[/b:260yh05a][/i:260yh05a]





    21.11.2003 at 12:55 #480900
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Þá er nú betra að setja bara 44" undir og þurfa ekki að stilla neitt og drífa mest…..:)

    Hlynur





    21.11.2003 at 13:28 #480902
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Það var ekki rétt hjá Ólsaranum [url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=2094#13542:3o5hod7o]hér að ofan[/url:3o5hod7o] að öxullinn í vindufjöðrun heiti Panhard rod. [url=http://www.parttrackers.com/auto_glossary/pq/#panhard-rod:3o5hod7o]Panhard-rod[/url:3o5hod7o] er þverstífan sem notuð í flestum útfærslum af gormafjöðrun með heilum hásingum.
    Kosturinn við vindufjöðrunina eins og notuð var í eldri MMC jeppum, er að það er hægt að stilla hana eftir þörfum, líklega á innan við klukkutíma. En ég á erfitt með að sjá að það taki bara klukkutíma að skipta um hækkunarklossa í sjálfstæðri gormafjöðrun, kannske var átt við að það tæki klukkutíma per hjól, sem er hugsanlegt ef allt er liðugt og menn eru með góða aðstöðu.

    -Einar.





    21.11.2003 at 13:44 #480904
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    eik þú talar um að það taki innan við klukkutíma að hækka flexitorar-bíla að framann. Það rétta er (fyrir þá sem kunna) þá tekur það innan við fimmínútur að hækka hann upp að framann um ca. 7-8 cm. Þar fyrir utan þá er í þróun búnaður til að stýra upphækuninn innan úr bíl.

    kv. vals





    21.11.2003 at 15:29 #480906
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Eftir að hafa lesið yfir pistlana, þá fanst mér rétt að það komi fram að það er allt annar fjörunarbúnaður undir nýja Pajero heldur en gamla.
    Það er einfalt að hækka nýja bílinn að aftan en ekki að framan 3tímar að framan og 1 að aftan.
    Með hækkun á eldri bílnum sem er með vindufjöðrun að framan og gorma að aftan. Er lítið mál að hækka að framan, en það má ekki skrúfa bílinn of mikið upp, því þá verður hann massífur að framan. Annað sem þarf að hafa í huga er að vindustangirnar eru mis stífar þannig að það þarf að keyra bílinn og mæla síðan aftur hæðinna. Að aftan er losaðir demparar og upphækkunarklossum smeygt á milli gorms og skálar.
    Einhver var að tala um að drif í klafabílum væri veikara, það á allavega ekki við um Pajero, sem er með hlutfallslega sterkustu drifinn miðað við þyngd.
    Spara stóru orðin og leita til þeirra sem vit hafa á hlutunum og þekkja
    Með kveðju Ásgeir Gunnarsson





    21.11.2003 at 15:54 #480908
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Er það ekki bara Toyota sem setur veikari drif í bíla með sjálfstæðri fjöðrun? Alla vega er fyrsta skrefið í [url=http://www.arctictrucks.is/template3.asp?PageID=1084:3cvunjaz]38" hækkun[/url:3cvunjaz] á Toyota Landcruiser 100, að henda Toyota drifinu og setja Dana 50 í staðinn, ef eitthvað er að marka vef [url=http://www.arctictrucks.is:3cvunjaz]Arctic Trucsl[/url:3cvunjaz].

    -Einar





    21.11.2003 at 16:02 #480910
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Þetta endar nú með því að ég hækka hann Grána minn gamla upp á 38" og hætti við að fá mér Hilux – ef þið haldið svona áfram. Hitt er annað mál að ég hef ekki tímt að breyta þessum bílum sem ég hef átt vegna ótta um að aksturseiginleikar á malbikið glötuðust. Jóh.Jóh. vinur minn, coari hjá Páli H.H. í rallinu, segir mér hinsvegar að það sé bölvuð della. Maður er nú einu sinni að nota þetta grey sem "daily commuter" hitt verður nú alltaf, tja hvað skal segja, ekki neitt nauðsynjamál, svo maður leggur mest upp úr að halda þeim eiginleikum sem gera þetta jafn þægilegt apparat og það er nú í hinu daglega lífi. Hvað sem því líður, þá er hið besta mál að MMC Pajero/Montero er að fá uppreisn æru hér á landi. Þetta eru í sjálfu sér ágætar tíkur, nánast bilanafríar, eins og ég hef tekið fram á einhverjum spjallþræði áður, og þessi gamla 2,8 vél er svona svipuð og gömlu 3,3 Patrol vélarnar hvað endingu snertir. Með góðri meðferð rúllar þetta 3 – 500 þús.km Hinsvegar viðurkennir maður að hún er gamaldags hönnun, yesterday olíuverk, tímakeðja og svo framvegis. En maður þarf í sjálfu sér ekkert að gera fyrir þá til að setja 33" undir, bara skrúfa aðeins upp að framan. Hinsvegar drulla þeir sig minna út með brettaköntum og eru auk þess skárri að horfa á þá!





    21.11.2003 at 16:13 #480912
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Sæll Ólsari, þú þarft ekki að óttast að aksturseiginlegar Pajero-ins glatist, eða eins og bróðir minn sagði einu sinni þegar hann fékk að taka í bílinn "alltaf er hann jafn skemmtilegur og þægilegur í aksrti". Ef rétt er að málum staðið batna aksturseigilekar bílsins eftir breitingar.

    kv. vals





    21.11.2003 at 18:02 #480914
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Bíllinn hans Palla er ’96 módel og með 2.8 diesel. Ég sá hann í fyrrakvöld og þetta er lygilega flott græja.





    21.11.2003 at 20:13 #480916
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Ertu að tala um Pál Halldór? Er hann sumsé kominn á sömu árgerð og þú ert á? Maður er kannski að misskilja eitthvað hérna í sveitinni en mér skildist að sá Páll væri að komast á svona Dömu-týpu á 44"? Svo vitnað sé í Ragnar Reykás: Ma, ba, ba, ba, áttar sig ekki á þessu!





    22.11.2003 at 00:35 #480918
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Heyrðu Vals:

    Segðu okkur eitthvað meira af þessu hæðarstýri fyrir Pæjur í stíl Citroen, sem þú veist af í þróun.

    I am all ears eins og hérinn sagði.

    Wolf





    22.11.2003 at 03:32 #480920
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Jamm hann er ’96 módel og ég næ ekki enþá uppí nefið á mér yfir því hvað hún tekur sig vel út.





    22.11.2003 at 09:22 #480922
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Maður verður bara að fara að gera sér ferð til að berja dýrðina augum!





    22.11.2003 at 11:43 #480924
    Profile photo of Örn Ingvi Jónsson
    Örn Ingvi Jónsson
    Participant
    • Umræður: 0
    • Svör: 24

    Ég er ekki hissa á því að BÞV sé orðinn svolítið "nervös" 😉





    22.11.2003 at 13:11 #480926
    Profile photo of Lúther Gestsson
    Lúther Gestsson
    Member
    • Umræður: 101
    • Svör: 1860

    Er ekki lausninn fyrir okkur rörakalla að fá okkur klafabúnað að aftan, ég sæji þetta fyrir mér svoleiðis að við værum áfram með okkar níðsterku óbilandi PATROL HÁSINGU að framan en yrðum okkur út um háþróaðan fíngerðan dömu fjöðrunarbúnað að aftan.

    Kv.Lúther





    22.11.2003 at 13:32 #480928
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sælir…

    Ég vil taka það fram að ég hef ekki hugmynd um hvað það eru stór drif í Pajeróinum og dytti þar af leiðandi ekki í hug að segja að þau væru lítil og léleg.

    Það sem ég var að tala um í fyrri þræði hjá mér var það að ég er á jeppa sem er á klöfum að framan og er helsti gallinn á þeim búnaði í akkúrat mínum bíl og sambærilegum bílum það að framdrifið er frekar lítið. Klafabúnaðurinn sjálfur er sterklega byggður en drifið ekki nema 7 1/4" þar af leiðandi frekar lítið miðað við þæað að drifið að aftan er 8,5" og hefði framdrifið verið jafnstórt væri ekki inni í myndinni að hugsa um að setja rör að framan.

    Þar sem að ég var nú ekki að tala um Pajeró í þeim þræði þá tel ég mig ekki hafa verið að skjóta fram einhverjum stórum orðum. Þetta eru staðreyndir.

    Það borgar sig bara að LESA það sem menn skrifa til að það verði enginn misskilningur.

    Kveðja

    [img:30g3te4i]http://www.pmi.is/rindill.jpg[/img:30g3te4i]





    22.11.2003 at 14:36 #480930
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sælir,
    mér fannst nú alltaf eins og Palli væri á nýjum Pajero, en það er sama, gaman þegar menn vilja prófa eitthvað einnað, en maður verður nú að fara að fá að sjá gripinn, gaman ef hægt væri að sjá myndir af honum, maður hlýtur svo að rekast á hann einhvern daginn á götum bæjarins.:) En það er eitt ssem maður rekst á með þessa Pajero. Mér finnst dísil vélin í Cruisernum, 90/120 bílnum common rail vélin, hún er mikið skemmtilegri en Pajero 3,2 dísil rokkurinn. En að öðru leyti góðir bílar, bara framför að fá þá með sjálfstæða fjöðrun að framan og aftan. Það þurfa ekki allir að vera eins.
    Pajero kveðja Jónas





    23.11.2003 at 16:11 #480932
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Hvernig er þetta með PHH, ætlar maðurinn ekkert að kvaka? Fara ekki að koma myndir á vefinn?





    23.11.2003 at 18:23 #480934
    Profile photo of Páll Halldór Halldórsson
    Páll Halldór Halldórsson
    Member
    • Umræður: 37
    • Svör: 609

    Sælir félagar.

    Já eru menn farnir að örvænta. Set myndir inn á morgun. Við Óskar Óla (sem var að fá nýja dömu) fórum í gær í smá rúnt til að prófa græjurnar. Að sjálfsögðu fórum við bara tveir, svo ekki yrði hlegið er við værum fastir hér og þar. Verðum báðir að viðurkenna það að nýju leiktækin okkar eru aðeins öðruvísi en gamla dótið, en við verðum bara að læra…

    Kv
    Palli





    23.11.2003 at 21:33 #480936
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Sælir félagar.

    Þetta með léleg drif… þá er rétt að í barbíkrúser er það 7 og 1/4 tomma eða 7,5 tomma. Í Pajero er framdrifið 8 tommu (sama og afturdrif í 80 Cruiser) og afturdrifið er 9 tommu.

    Ekki svo að skilja að þessi framdrif í barbí séu neitt vonlaus, enda ók ég ca. 110.000 km. á "38 hjólum (að vísu á tveimur bílum) án þess að brjóta svoleiðis drif. Menn verða bara að vera meðvitaðir og þekkja takmörk þeirra bíla sem þeir aka.

    Tek annars undir það sem fram er komið, bíllinn hans Palla er lygilega vel heppnaður að sjá! Auðvitað er maður nervös Örn… :<)

    Ferðakveðja,

    BÞV





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 21 through 40 (of 50 total)
← 1 2 3 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.