Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Breyting á Pajero á 35″
This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Bjarki Clausen 20 years ago.
-
CreatorTopic
-
19.02.2005 at 13:31 #195532
Nú er komið að því,,,,er að hefja undirbúning á breytingu frá 32″ upp í 35″. Þykir kannski ekki merkilegt, en nóg fyrir mig. Jæja nóg um það.
Það sem ég er að velta fyrir mér er, hversu nauðsynlegt er að lyfta bílnum á boddýi um 2″? Hvernig fer þá með stýrisbúnað og gírstangir? Olíutankur? Stuðarar? Er hægt að sleppa þeirri hækkun, ef svo, þarf þá að sleppa „rokknum“lausum og klippa og klippa? Hvernig finnst ykkur hagkvæmasta breytingin fyrir 35“?
Er að ná mér í visku til að geta verið með án þess að verða öregi.
Með fyrirfram þökk,
Epson -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
19.02.2005 at 15:13 #517374
Það sem ég þurfti að gera til að koma 36" undir var að hækka um 60cm á boddý og skera aðeins úr brettaköntunum, þurfti að opna framkanntana að aftanverðu til að geta beygt. Ef þú ferð þá leiðina þarftu að lækka vatnskassann og hækka stuðarana og breyta gírstöngum. Þetta með gírstangirnar getur verið frekar leiðinlegt. Þú sleppur eflaust með minni hækkun ef þú ætlar bara að fara í 35" og láta það duga. Ég hækkaði minn með tilliti til þessa að geta notað 36" sem þá var til í skúrnum og breytt fyrir 38" seinna meir með litlum tilkostnaði eftir það.
Kv. Stebbi "Viskubrunnur"
19.02.2005 at 20:42 #517376Ég fann í einum gömlum þræði þetta:
Ég á einn 1998 2,8 TD á 35"Þessum bíl breytti ég á 35" og 12" breyðar felgur.Ég setti 1" klossa að aftan og skrúfaði upp að framan um 1,5 cm.Og klippti svo bara helling úr. Og bíllin er frábær.
Er hægt að gera þetta á þessa vegu, væri ég þá að tapa einhverjum eiginleikum?
Epson
19.02.2005 at 22:10 #517378Þessi leið er oft farin enda sennilega ódýrust. Þegar bíllinn er skrúfaður upp að framan breytist afstaða í stýrisgangi og stýrisupphengja og slíkir hlutir fara að slitna hraðar (nóg er samt). Auk þess verður meira brot á öxulliðum sem veldur auknu sliti á öxulhosum. Þá verður bíllin stífari í fjöðrun, sem þarf ekki endilega að vera galli þar sem bílar geta verið of mjúkir. Ég átti stuttan pajero árg 88 með 2,5 TD. Hann var hækkaður um 3" með klossum undir boddý og lengt í fjaðrahengslum að aftan. Þá var hann skrúfaður upp (niður) að framan þangað til að efri spyrnur námu við sundursláttarpúðana. (svoldið ýkt) Þá gat ég sett 36" DC dekk sem eru 16,5" breið og hann flaut endalaust. (Nema þegar hann fór í sjóinn);} Semsagt kostir og gallar.
20.02.2005 at 10:22 #517380Hvað er nóg fyrir mig að gera, þar sem ég ætla ekki að fara í meira en 35", er aðalega að hugsa um sumarferðir.
Epson
20.02.2005 at 12:01 #517382þetta er ósköp lítil breyting. og mjög eindföld
ég myndi byrja á því að fá mér klossa undir gormana að aftan
fást í hellu málmsteypuu í hafnarfirði. smelltu þeim í tekur um klukkutíma
að framan skaltu skrúfa upp um ca 10mm.svo myndi ég henda köntunum á. að því loknu myndi ég máta dekkin undir.
ef þú þarft að hækka á boddýi er það mjög einfalt. það þarf engum snúrum að breyta eða bremsurörum, dragliður í styrinu þolir alveg 2" HÆKKUN
ég tók allan pakkan 32 svo 33 svo 35 svo 36 og loks 38.
eina sem ég þurfti að framlengja var skaftið í millikassan.(hækkaði um 2"
kkom þá 36 undir án þess að færa hásingu með því að nota klossana undir gormana að aftan.þetta er ekki nema ca 6-8 tímar að klára þennan pakka, ef þú ert vanur.
kv
bjarkiMMC
Konungur Jeppanna
20.02.2005 at 14:49 #517384ef þú hækkar á boddýi þá er gott að lengja í slöngunum fyrir miðstöðina upp við hvalbak þar eru beygjur sem sprungu hjá mér þoldu ekki að strekkjast.
með kveðju
Pétur
Ps.ég er á Galloper held það sé eins á Pajeró
20.02.2005 at 16:07 #517386Bjarki,
það væri afar vel þegið ef þú gætir lýst því sem þarf að gera til að breyta óbreyttum Pajeró t.d. ´96 díesel 2,8 fyrir "38 dekk. Hvaða týpu af dekkjum ertu með?
Hefurðu bætt við læsingum, og skipt um drifhlutföll?Töltir – spenntur fyrir Pæju á "38 (rosa flotholt!)
20.02.2005 at 21:05 #517388Sæll Töltir
Að breyta pæjum fyrir 38" er ekkert stórmál heldur.
í grófurm dráttum það sem ég gerði í mínu tilfelli, var að
? setti undir gorma að aftan eins og áður upp talið ( myndi reyndar setja loftpúða í dag)
? skrúfaði carka 10mm upp að framan
? setti 2" svarta nylon kubbar undir boddy
? hækkaði stuðarafestingar líka um 2"
? þurfti að lengja aðeins í stönginni fyrir millikassan. 2"
? færði afturhásingu aftur um 4 cm og niður um 4 cm
(myndi reyndar taka hana enn neðar í dag)
? svo auðvitað fylgir köntunum smá skurðar ryðvarnar og klippivinna.
? að framan spretti ég aðeins upp saumunum á innra brettinu við fætur
bílstjóra og farþega og færði umþb 4-5 cm innar, til að losna við
nartið þegar lagt er á í botn og bíllinn fjaðrar (ekkert must)? setti svo í bílinn framlæsingu
? aukarafkerfi
? fini pumpu í húddið sem keyrir læsinguna og loftverkfæri með 9kg loftkút í skottinu.
? bætti svo við hitamæli á sjálfskiptinguna
? boost mæli á turbinuþrystinginn
? ásamt fleiri mælum
? setti aukakæliviftu á vatnkassan framan á sem ýtir lofti inn.
? lét svo smíða fyrir mig grindur framan og aftan fyrir spil og drullutjakka
og ljós.í bílnum eru 1.4.90 hlutföll svona hérumbil að mig minnir
mér finnst ekki þörf á lægri hlutföllum en það. (sjálfskiptur)þessi pakki flytur alveg þrælvel og "skríður" alveg helling
þetta eru alveg þrælskemmtilegr bílar á 38" börðum
og hægt að breyta þeim mjög ódýrtþetta er ein helgi að klára þennan pakka.
látu bara vaða á þetta!
P:s Ef ég væri að leggja í þessar breytingar hjá mér núna, myndi ég
setja loftpúða að aftan.
20.02.2005 at 21:16 #517390ég er búin að nota 2 ganga af ground hawg
1 ganga af dick cepeck
1 gang af mudder…
var með mudder á 15" felgumí dag er ég með graoundhawg undir bílnum sem eru hoppulaus
microskorin og negld á 12,5" breiðum felgum
sem mér finnst vera mjög góð alhliða dekk lítið veghljóð
og virka vel í öllu færi. cepeckinn er vonlaus í krapamudderinn er líka fínn enn örlítið meira veghljóð að mínu mati
læt þetta nægja að sinni…
kv
bjarki
21.02.2005 at 13:43 #517392í skafrenningi?:)
Ég sé að sumir hér á vefnum kommentera svolítið á gangtruflanir við slíkar aðstæður.Er nokkuð sérstakt sem maður þarf að varast þar??Enn og aftur þakkir fyrir góða upptalningu Bjarki.
Veit nú ekki hvort ég næði þessu á einni helgi hm en vel þess virði að reyna þetta.Þessi framlæsing, er þetta org. Pajero gripur keyptur hjá umboðinu, eða eitthvað annað?
Hvernig fór breytingin með olíunotkunina hjá þér? Hvað er gripurinn að eyða hjá þér kominn á "38?Ég á enn eftir að versla mér svona grip, og maður sér að það er allnokkur verðmunur á díselnum og bensínbílnum. Ekki veistu um einhvern sem breytt hefur slíkum bíl fyrir "38 og hvernig það reynist, eyðsla og annað?
Töltir
22.02.2005 at 23:15 #517394blesa Töltir
skafrenningur, þessir velarlausu patroleigendur reyna allt til að draga
frá sér athyglinaþar sem það er í tísku að viðurkenna núna, þá viðurkenni ég reyndar að hafa einu sinni lent í því að hafa lent í gangtruflunum
þá var ég að koma að hveravöllum í -16 gráðum og blind skafrenningi
og með ekkert innrabretti þannig að það var opið inn í loftinntakið
sem fyllti síuna af snjó þannig að pæjan bara missti allan mátt.
endaði með því að hún var dregin frá hveravöllum í blönduvirkjun og fékk
að hlýa sér þar. Og rauk svo í gang eftir smá legu í hitanum.ég veit ekki hvað það var sem gerðist, en mig myndi langa til að setja
eitthvað hitaelement utan um hráolíusíunaca , en ekki það að það sé mikil
hætta á frosti þar en,, better safe than sorry.sennilega hefur komist frost í olíuna einhverstaðar hjá mér eða olíuverkið.
enda var sían búin að vera fulllengi í bílnum, mæli með því að
skipta þessum síum út ca 1 sinni á ári. better safe than sorry :=
svo passa að setja frostvara eða blanda steinolíu í tankinn…..
eftir þetta frost geri ég alltaf einhv ráðstafanir fyrir ferðir varðandi
frost áður gerði ég það aldrei, Ekki lent í þessu aftur, gengið
eins og klukka….Framlæsinginn er frá KT útivist á akureyrinni þessi íslenska Algrip.
olíunotkun hmm erfið spurning. mælabreytinginn hjá mér
þeas úr orginal í 38 virðist ekki vera mjög nákvæm.. þannig
að mælirinn sýnir ekki nógu rétt að mínu mati.
munurinn gæti verið 2-4 lítrar svona eftir aksturslagi.. per 100km
tengdó er með svona bíl óbreyttan og er hann að fara með um 13
ætli 15,16 lítrar séu ekki nálægt lagi. í ferðum er hann ekkert mikið þyrstari.
annars hef ég bara aldrei mælt eyðsluna,, bara fylli á hann þegar hann verður
tómur….;)
ég myndi hafa áhyggjur af pajero bensín á 38" nema þú eigir bensínstöð,
myndi frekar taka disel ekki spurning….kv
bjarki
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.