Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Breyting á Pajero
This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Hinrik Laxdal 21 years ago.
-
CreatorTopic
-
30.12.2003 at 00:26 #193364
AnonymousHeil & sæl og Gleðilega Hátíð.
Ég er að velta því fyrir mér hvort einhver hér hafi sett sjálf/ur 33″ undir langan Pajero, og þá hvort það hafi verið mikið verk, hvað þurfti að gera til að koma þeim undir osfrv.?
Hvernig felgur (stærð, breydd etc) og dekk eru menn þá að mæla með í svona verkefni?
Mange takk.
kv,
– btg -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
30.12.2003 at 06:20 #483028
Satt að segja er hægt að setja 33" undir Pajero árgerðir 1997 – 1999 án þess að gera nokkurn hlut. Það er hinsvegar betra að skrúfa þá upp að framan um þrjá hringi á skrúfunum og setja undir gormana að aftan. Svo fer þetta auðvitað betur með brettaköntum. En þetta er ekki mikið mál. Er sjálfur með 33" undir mínum, sem kom á göturnar um mánaðamótin okt/nóv 1999. Drifhlutföllin óbreytt, þ.e. 1:4,88 og kemur ágætlega út, en bíllinn er reyndar beinskiptur hjá mér. Árni Páll á Eldshöfða 15 gerði þetta á mínum bíl og var snöggur að því.
30.12.2003 at 11:23 #483030
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þú ert að spá í hverning þú getur breytt Pajero.
Frá 33-35 þarf ekki að færa hásingar eða hækka boddý.
En það þarf brettakanta(sömu frá 33-35 miðað við 10tommu felgur), klippa þarf úr að framan en ekkert að aftan, en að að framan: skera af sundursláttarpúðum (eru á efri spyrnum)og bæta undir samsláttarpúðana skífum(neðri spyrnur.
Ef þú ætlar að setja hann á 35 tommudekk þarf eina og hálfa hækkun að aftan og skrúfa upp vindufjöður sem samsvarar 17 mm föstum lykli á milli stoppróna.
Vonandi koma þessar upplýsingar að notum við breytingar.
Brettakanta færðu hjá Heklu eða hjá Gunnari Ingja upp á höfða.
Með kveðju Ásgeir Gunnarsson
30.12.2003 at 17:34 #483032Ef þú ætlar að setja 33 tommu dekk undir þarft þú engu að breita nema kanski að breikka brettakantana.
Kveðja
Helgi
31.12.2003 at 01:33 #483034
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir,
takk fyrir svörin. Ég er með ’97 pajero, beinskiptan með 2500 vélinni. Er 2800 vélin ekki sú sama nema bara útboruð? Einhver laug því í mig.
Ég átti áður aðeins eldri bíl með V6 vélinni og öllum tilheyrandi búnaði, finnst díesel bíllinn miklu skemmtilegri og sprækari, líki þeim bara ekki saman. Sakna samt stillanlegu temparanna.
Ég er með hann á 32×10,5R15 í dag. Það er væntanlega nóg að fara bara í 33" er það ekki, ég meina, það er ekki svo mikill munur á 33 og 35, sama breyddin en aðeins hærri? En að fara úr 32 í 33 ætti ég að vera að fá breiðari og flotmeiri dekk er það ekki rétt skilið hjá mér?
kv,
– btg
31.12.2003 at 06:07 #483036Það er talsverður munur á 2.500 og 2.800 vélunum. Sú stærri er t.d. með keðjudrifinn knastás og vinnur á lægri snúningi. 2.500 vélarnar voru auk þess settar saman á Taiwan eins og L200 bíllinn, sem er með þessari sömu vél. Stærri vélin virðist líka vera að endast mun betur, það þarf að líta alvarlega á 2.500 vélina eftir 120.000 km venjulegan akstur en hin er með allt annan líftíma. Hvað er nóg í dekkjastærð – það fer eftir því hvernig þú ætlar að nota bílinn. Þú ferð náttúrulega ekkert út af malbiki á bíl sem er tvö og hálft tonn á 33" dekkjum. Hinsvegar er hann miklu meira sjálfbjarga í þæfingsfærð á götunum á 33" heldur en á 32", það segir sig sjálft.
01.01.2004 at 16:20 #483038
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir og gleðilegt nýtt ár.
Athyglisvert þetta með muninn á vélunum. Minn er kominn í rúm 170 þús og gengur eins og klukka. Er búinn að keyra hann ~40 þús á síðastliðnu ári. Geturðu sagt mér hvað það er sem þarf að líta á svo ég geti farið í fyrirbyggjandi?
Það auðvitað satt, það sem er nóg í dekkjastærð fyrir einn er endilega ekki nóg fyrir hinn, enda flestir að nota bílana við mismunandi aðstæður.
Hugsa að lendingin hjá mér verði 33".
Eruð þið með einhverjar myndir af Pajero-num ykkar sem hægt er að skoða og sjá hvernig þeir koma út svona breyttir?
kv,
– btg
02.01.2004 at 01:43 #483040
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
02.01.2004 at 02:55 #483042Sæll btg
Tengdó voru nýlega að fá sér svona bíl á 35". Þau voru mikið á móti 35" bílnum vegna þess hve dekkin eru há en samt bara jafn breið og 33".
En eftir að hafa reynsluekið báðum týpum var það ekki spurning að fara í 35". Hann er þó nokkuð fallegri en 33" bíllinn og varla neinn munur á aksturseiginleikum.Þannig að ef þú stundar það að skreppa stundum aðeins út fyrir veg í snjó, þá er mikill munur á 35" úrhleyptu miðað við 33". Svo ég tali nú ekki um að ef þú ætlar á annað borð eitthvað að standa í því að hækka bílinn og setja brettakanta, þá tel ég að það sé ekki mikið meiri vinna að fara í 35". Hann kraftar alveg fínt með original hlutföll, að vísu er þessi með 2800 vélinni (en er nokkuð nema ca 20 hestafla og svolítill togmunur miðað við 2500?). Þar að auki er nú ekkert mikill verðmunur á 33" og 35" dekkjum.
En þetta er bara mín skoðun…
Ég sendi inn tvær myndir sem ég fann af bílnum í albúmið mitt. Átti því miður enga úr fjarlægð sem sýnir heildarsvipinn betur.Með von um mikil vandræði við að ákveða dekkjastærð 😉
Kveðja
Izeman
02.01.2004 at 09:37 #483044
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hér er mikið um pajero-fróða menn. Hvað segja gárungar um 38" breytingu á þessum bílum? Hef séð nokkra á görunni sem líta ansi vel út en spurningin er hvernig reynsla sé af þessum bílum þegar á þá reynir.
02.01.2004 at 10:22 #483046Ég á einn 1998 2,8 TD á 35"
Myndir í albúminu.Þessum bíl breytti ég á 35" og 12" breyðar felgur.
Ég setti 1" klossa að aftan
og skrúfaði upp að framan um 1,5 cm.
Og klippti svo bara helling úr.
Og bíllin er frábær.
02.01.2004 at 11:39 #483048Sælir það eru myndir af bæði 99 árgerð á 35" og 97 árg á 38" í albúminu mínu þessi 99 árg er til sölu.
kv Jóhann
03.01.2004 at 00:48 #483050Sælir
Ég er búinn að eiga 3 pajero á síðustu árum og búinn að prufa flesta aðra japanska jeppa og niðurstaðan er sú að pajeróinn er lang skemmtilegasti bíllinn að flestu leiti.
Hversu stór dekk þarf undir þá fer bara eftir því hvað menn ætla að gera. Núna er ég á 2,8 bíl árg. ’98 á 35" og hann er mjög skemmtilegur í akstri og kemst helling í snjó og flest allt sem manni dettur í hug að fara að sumri. Ég fór m.a. í nýliðaferðina á Hveravelli og gekk bara bærilega.
Hitt er annað mál að fyrir minn smekk þá er 35" ekki nóg fyrir vetrarferðir þó maður komist fullt og því er ég á leiðinni að fá mér Pajero á 38" – þ.e. breyta þessum eða öðrum sambærilegum (er til í að selja minn eða skifta á óbreyttum) þar sem að ég veit ekki um neinn almennilegann til sölu.
En ég myndi virkilega skoða það að setja bílinn frekar á 35" heldur en 33" – 33" undir svona þungum bíl eru ekki að gera mikið meira fyrir hann en 32" auk þess sem mér finnst hann mýkri og skemmtilegri á 35".
Það er ein mynd af mínum í albúminu og fleiri á leiðinni.
Benedikt
03.01.2004 at 02:59 #483052Bíllinn minn er með 2500 vélinni og keyrður 235 þús án vandræða, svo er hann 2020kg með nánast fullan tank á löggildri vigt. Hvar færðu þessar tölur Ólsari?????
Þetta með kraftinn er eins og með alla aðra bíla, þeir eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Áður en ég keypti bílinn minn þá prufaði ég 2 2800 bíla sem mér fannst ekki vera þess virði að borga 500þús meira fyrir til að fá meiri kraft, en svo eru aðrir sem stóðu vel undir því.
03.01.2004 at 21:12 #483054Ef ég skil þig rétt, Stebbi, þá ert þú að tala um endurnýjunartíma (km) á 2500 vélinni. Þetta hafði ég reyndar eftir Pajero-sérfræðingi á þjónustuverkstæði Heklu, sem ég held að viti nokkuð hvað hann er að segja. Hinsvegar skilst mér að vélarnar, sem voru framleiddar í Japan, hafi verið miklu betri en þær Taiwan-produceruðu. Þannig að bílar eldri en 1995 (minnir mig) geta verið með mun betri líftíma á vél. Ég er búinn að eiga tvo 2500 og einn 2800 Pajero og líki því ekki saman hvað mér finnst þessi 2800 bíll betri, enda er mun meira í hann borið, til viðbótar við vélina. En þetta með þungann passar ekki við skráningarskírteinin í mínum bílum, hvernig sem á því stendur. Hinsvegar þótti mér skrítið að þegar ég keypti þennan sem ég er á núna í nóvember 1999, þá var hann nærri 100 kg léttari skv. skráningarskírteini en 2500 bíll árg. 1997 sem ég átti á undan. Þetta getur nefnilega munað peningum fyrir mann í sambandi við þungaskatt ef einhver della er í gangi þarna. Mér hefur alltaf þótt undarlegt að LC 90 skuli vera innan við 2 tonnin á skráningarskírteini miðað við það sem Pajero er skráður á, þetta eru það svipaðir bílar að stærð. Einhver vildi meina að grindin í Pajero væri svo mikið þyngri. Trúi því hver sem vill.
kv. gþg
04.01.2004 at 02:15 #483056
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er búinn að vera að lesa þetta og skoða myndirnar og svei mér þá, held bara að ég sé kominn inná 35"
Izeman, takk fyrir upplýsingarnar, bíllinn lítur vel út.
HLB: Bíllinn hjá þér er smart, samsvarar sér mjög vel. Eru 12" breyðar felgur ekki of mikið fyrir 35"? Breyttir þú honum sjálfur? Veistu hvað breytingin kostaði þig? (hvar varstu að fá hlutina sem þig vantaði)
Takk allir fyrir svörin.
04.01.2004 at 10:20 #483058Sæll
Þessum bíl breytti ég sjálfur.
Kanntana fékk ég hjá Gunnar Ingva og kostuðu um 80.000
Dekk og felgur fékk ég hjá HEKLU á um 160.000
og fékk svo kunningja minn til að sprauta.Felgurnar eru 12" og ég lét renna 5 mm innan af felguflansinum til að koma felgunni aðeins innar.
Ástæðan fyrir því að ég fór í 12"breyðar felgur var eingömgu útlitið mér finst svo ljót þegar dekkin eru ekki aðeins útfyrir kanntana.Keðja
Hinrik Laxdal
R-3118
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.