Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Breyting á Pajeró?
This topic contains 50 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 21 years ago.
-
CreatorTopic
-
18.11.2003 at 17:06 #193190
AnonymousSælir fjallamenn,
Spurning mín beinist svona aðallega til þeirra sem eiga eða hafa reynslu af þessum bílum.
Þannig er að ég er sennilega að fara fá mér pajeró 2000 módel, hann er alveg óbreyttur, og langar að breyta honum fyrir 38″.
Spuning mín er því, hvert á ég að snúa mér (við hverja á ég að tala), hvernig hafa þessir bílar verið að standa sig og hvað kostar brúsinn?Fjallakveðja,
Óskar Örn. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
18.11.2003 at 18:05 #480858
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll,
það er nú allavega einn maður hérna á spjallinu sem getur frætt þig allt um Pajeró. Það er hann BÞV, en vonandi ertu að pæla í 3,2 dísel. Ekki 2,5 dísel vélinni??? Þeir hjá jeppaþjónustunni hafa verið að breyta þessum bílum held ég (Aron hjá jeppaþjónstunni) eitthvað svoleiðis . Þeir hafa bara komið ágætlega út án þess að ég hafi nokkra reynslu af þeim. Eigendur virðast nokkuð ánægðir en held að ekki séu nema 2-3 bílar komnir á 38"
Pajerókveðja
Jónas
18.11.2003 at 21:08 #480860Sæll Óskar83.
Það er rétt sem Jónas segir, ég held að Aron Árnason vélfræðingur í Jeppaþjónustunni á Smiðjuveginum sé líklega sá sem mesta reynslu hefur í breytingum á Pajero. Það eru nú þegar 5 eða 6 nýjir bílar komnir á "38 hjól og merkilegt nokk hafa aðeins mjög lítilfjörleg vandamál komið fram, þrátt fyrir að búið sé að taka ágætlega á þessum fyrstu bílum (sem er mjög merkilegt í ljósi þeirra hrakspáa sem fylgdu ævintýrinu í upphafi – nú svo er alþekkt að menn þurfi almennt að yfirstíga einhver vandamál áður en "38 og "44 breyting telst fullhönnuð).
Aroni og tæknimönnum Heklu virðist hins vegar hafa tekist ótrúlega vel upp við hönnun og útfærslu þessarar breytingar. En hvað um það, Jóhannes Jóhannesson átti líka eldri gerðina, árg. 99 með 2,8 lítra vélinni. Hann reyndist mjög vel og hann er örugglega tilbúinn að segja þér allt um þannig breytingu.
Gaman að segja frá því að Páll Halldór Halldórsson var að taka út nýbreyttan "44 Pajero sem er víst fyrsti "44 Pajeroinn í heiminum… Til hamingju með það Palli!
Annars ætla Pajeromenn að halda því áfram í vetur sem hingað til að vera flottastir, drífa mest og sprauta best… á jepplingunum…
Ferðakveðja,
BÞV
Ps. Menn á jepplingum ku vera með stærri typpi en jeppakallar… :>)
19.11.2003 at 06:18 #480862Jæja, Björn Þorri, stækkaði fermingarbróðirinn þegar þú hættir að aka um á Toyotu?
19.11.2003 at 13:12 #480864Sæll ólsarinn.
Já, ég er svei mér þá ekki frá því… Það er sennilega hægt að nota þá vísindalegu staðreynd í vinnuna um skilgreiningu jepplingi…
Ferðakveðja,
BÞV
19.11.2003 at 14:54 #480866Þá þori ég ekki að selja Pajeroinn – var hálfpartinn farinn að hugsa um nýjan Hi-Lux
19.11.2003 at 15:33 #480868Sæll aftur.
Nei, í gvöðsalmáttugsbænum þá gefur frúin þig endanlega uppá bátinn… nema auðvitað að við getum sveigt jepplingaskilgreininguna þannig að hún nái yfir Hiluxinn!
Annars að öllu gamni slepptu, þá áttu barasta að breyta Pæjunni. Það eru allir í 7unda himni með þessa bíla enda heilt yfir að koma gríðarlega vel út.
Varðandi Hiluxinn hins vegar, þá er ég alveg bit á þeim á Nýbýlaveginum að leggja ekki meira uppúr því að selja þann bíl, kominn með 2,5 túrbínuvél, þróaða framfjöðrun og mjög snyrtilega innréttingu (mætti að vísu aðeins hækka sætin). Það kostar mjög hóflegt verð að láta breyta svona bíl á "38 hjól og bíllinn sjálfur nýr kostar ekki nema 2,4 millj. að mig minnir. Útsjónarsamir menn smíða sér nýjan fullbúinn fjallabíl fyrir talsvert innan við 3,5 millj. sem er að mínu viti eitt það albesta verð sem bransinn býður uppá í dag.
Ferðakveðja,
BÞV
19.11.2003 at 15:59 #480870er hægt að nálgast myndir af 44" pajero?? hvað eru svona pajero bílar/jeppar þungir?
19.11.2003 at 16:05 #480872
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Bjössi, farðu nú ekki að plata Ólsarann útí einhverja vitleysu eins og að reyna að breyta Pæjunni sinni í jeppa, hann ætlar að fá sér Land Rover!!!
Kv – Skúli
19.11.2003 at 16:06 #480874Mér sýnist þessi bifreiðagerð nú að sækja í sig veðrið á ný eftir nánast tíu ára hlé.
Ódýrir bílar sem drífa, og fullt til að fínum ódýrum rörum sem hægt að setja undir þá til að drífa ennþá meira. Hvað getur maður viljað meiraRúnar
19.11.2003 at 16:20 #480876Ég nýt þeirra forréttinda að eiga góða að hvað varðar jeppabreytingar, hvort sem það yrði nú Gráni gamli eða nýr Hi-Lux. Hitt er annað mál, að mér finnst framendinn á Hi-Lux ekkert vera sérstaklega "þróaður" hvað fjöðrun snertir ef þetta er gamla Panhard stöngin (Panhard-rod) eins og þessi snerilfjöðrun með torsion-bar langsum eftir bílnum heitir víst á tæknimáli (stundum kennd við Jaguar). Eða er greyið kannski kominn með gorma að framan? En þá kemur þetta vandamál með frúna og sætaskammirnar í Toyinu. Þegar fólk er búið að venjast sætunum í Pajero er það ekki tilbúið til að sitja í hverju sem er! Svo það er fleira en s´veifin á manni sem þarf að uppfylla kröfur hjá hinu fríðara kyni!
19.11.2003 at 16:35 #480878
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir,
já nýi Hiluxinn er verðugur kostur, ódýr, hægt að komast ódýrt úr breytingum og svo standa uppi með bíl með öllum búnaði Vel fyrir innann 3,3-3,6 millur.En það sem´mér finnst vanta er kraftur. Þó hann sé talsvert sprækari en gamli er ekkert gaman að keyra svona bíl eftir að hafa keyrt nýlegan LandCruiser eða annað sambærilegt.
Ef ég væri að fara kaupa minn fyrsta jeppa í dag þá myndi ég kaupa nýjan Hilux.Eina sem er, ég er orðinn þreyttur á pallbílum. Mikið skemmtilegra að eiga heilsteypta bíla. Verður langt í það eða jafnvel aldrei sem ég kaupi svoleiðis bíl.
En held að sé málið að fá sér eina pæju!!! 😉
Jónas
19.11.2003 at 17:19 #480880Ja, hérna. Þetta byrjar allt með Pajero og nú komið út í Hi-Lux. Nú, en hvað um það. Hafandi átt breyttan Hi-Lux í nærri sjö ár, þá vantar mig satt að segja oft skúffufjandann, þar getur maður látið allan fj….. hvort sem það er lykt ef því eða það óhreint o.s.frv., o.s.frv. En gamli minn var að vísu með 2,8 vél og ARB túrbínu, 3" pústi, Iveco-millikæli og ýmsum slaufum öðrum. Freysi taldi hann skila milli 150 og 160 truntum eftir að Árni Páll var búinn að fara um hann höndum. Held varla að þessi nýi mótor sé að gera það sama með þessum microchip sem er settur í eldsneytiskerfið á honum. En vitið þið hvort þessi bílar sem verið er að flytja inn núna eru framleiddir í Evrópu? Einu sinni var VW að setja þá saman fyrir Toyota og markaðssettu hluta framleiðslunnar sem VW Taro. Margir eru nefnilega búnir að missa allt álit á VW vegna óþolandi bilanatíðni. – En, af öllum þeim mörgu fjórhjóladrifsbílum, sem ég hef átt, er best að aka Pajero en Hi-Luxinn var nú sá sem var duglegastur, á því er enginn vafi í mínum huga og væri ég að fara aftur út í breyttan bíl held ég myndi skoða þann kost mjög vel. Hinsvegar var ég að prófa Nissan Double-Cab í gær með 133 hö vél og það er vissulega athyglisverður bíll. Helsti gallinn á honum er að aftursætin nýtast bara alls ekki vegna plássleysis.
19.11.2003 at 18:18 #480882Nú er herra Björn Þorri farinn að tala í hringi.
Allt í einu er eðlilegt að þurfa að yfirstíga vandamál þegar nýjum bíl er breytt fyrir 38 eða 44" hjól, ekki var það nú eðlilegt þegar 120 LC bíllinn kom.
Ég heyri nú ekki annað enn að þessir nýju Pajeróar hafi bara verið fastir á fjöllum í fyrravetur, og ég held að það sé rétt sem ég heyrði að Björn Þorri eigi ennþá eftir að keyra í gegnum heilann skafl hjálparlaust.
Svo margar myndir, svo mörg myndbönd sýna að það gekk ekki frábærlega hjá einkanúmerinu ÞORRA í fyrravetur.
Já og byrjaðu svo bara að moka yfir mig Þorri minn:)
Kv. Lúther
19.11.2003 at 18:34 #480884Ég er enn að bíða eftir nýju pæjuni á 44" dekkjum, en í fyrravetur var allur þessi "þróaði" fjöðrunar og drifbúnaður svo góður að það var bara formsatriði að skrúfa dekkin undir. Hver veit nema jóli verði í góðu skapi og gefi pæju köllunum alvöru dekk í jólagjöf. Annars er mig farið að langa til að sjá VW Toureg fara í breytingu, enda er sá bíll með drifbúnað frá ZF sem ætti að duga vel fyrir íslenskar aðstæður.
Hlynur
ps. ég vona að Björn Þorri fari að finna skafl sem hann ræður við…….
19.11.2003 at 19:52 #480886Allveg furðulegt að fleiri skuli ekki hafa farið út í breytingar á Pajero. Mér var sagt að ég hefði nú misst það litla vit sem ég átti eftir þegar mér datt það í hug fyrir 2 1/2 ári síðan að setja fjölskyldubílinn á 38" dekk.
Breyting á Pajero, eldri gerðinni, er mjög einföld í grunninn, en svo geta menn náttúrulega eitt endalausum peningum í þetta ef þeir vilja. Ég er á 97´módel og það er ekki hægt að kvarta yfir honum á neinn hátt, hvort sem það er drifgeta, fjöðrun, kraftur eða annað og mig grunar að margir slíkir eigi eftir að bætast í hópinn.
Pajeroinn sem er að fara á 44" er ekki nýr, hann er næstum "nýr". (Vonast til að Palli sýni hann fljótlega) Kveðja, Pétur.ps: Hvernig er þetta með snjóinn ??
19.11.2003 at 22:05 #480888Hvað segiði, er enginn snjór heima? Sárfinn til með ykkur öllum, þó að mín staða sé jafnvel verri, hér rignir bara (danaveldi) og jeppinn heima í "pössun".
Mikið finnst mér gaman að sjá Pajeroinn verða að flottum trukkum, ég held að hann bíði enn hnekki af illu umtali um gömlu bílana og löngu kominn tími á að sýna fram á ágæti þessara bíla. Áfram á sömu braut!
Bestu kveðjur, Hjölli.
19.11.2003 at 22:57 #480890Ég sé það af skrifum vinar okkar honum Hjölla í danaveldi að það tíðkast ennþá hjá dönum að fá sér einn grænann eftir vinnu:)
Kv.Lúther
20.11.2003 at 16:34 #480892"When in Rome, you do as the romans." Bull og þvæla, ég er áfengismaður á bindindi og tóbak..
Kveðja Hjölli.
21.11.2003 at 11:07 #480894Sæll Lúther.
Það er von að þú viljir taka upp umræðuna um vandræðaganginn við breytinguna á 120 bílnum, enda ertu farinn af Nýbýlaveginum og farinn að þjóna "öðrum herra"…
Sá vandræðagangur sem þar var í gangi verður lengi í minnum hafður, enda fátítt að umboð kynni breytingu með slíkum pompi og prakt sem þar var gert og svo var hún bara ekki tilbúin fyrr en mörgum mánuðum síðar!
Það sem ég átti við með að "yfirstíga vandamál" eru hlutir eins og hersla í öxlum á gamla 90 bílnum, styrkingar á hásingum í gamla 80 bílnum, stýrisarmarnir í Pattanum og fleira í þeim dúr. Ekki borðleggjandi hlutir sem algerlega eru óleystir eins og um var að ræða í 120 bílnum. En sem betur fer leystist þetta allt að lokum og ég er sjálfur búinn að prófa svona 120 bíl á "38 og hann bremsar bara fínt!
Varðandi slælegt gengi mitt í jómfrúartúrnum á Vatnajökul á Dömunni í fyrravetur, þá játa ég fúslega að þar beið stoltið nokkurn hnekki. Þar var bæði um að kenna því að bíllinn var settur upp í lægstu stöðu, ekki var búið að taka til undir honum og svo var bílstjórinn að prófa sjálfskiptan bíl í fyrsta sinn í alvöru ófærð. Nú er búið að taka til undir græjunni, setja framlás sem þá var ekki með, lækka drifhlutföll sem þá voru 3,9, hækka hann um 2 cm (nb. Jóhannes félagi minn var með sinn 2 cm. hærri og hafði einnig eytt tíma í tiltekt undir bílnum og gekk honum bara vel). Nú svo hefur ökumaðurinn vonandi lært aðeins meira á sjálfskiptinguna líka… EN… þrátt fyrir þetta slælega gengi mitt þarna, þá var samt annar bíll sem dreif ekki upp að húsum á Grímsfjalli fyrr en löngu á eftir mér…. ha, ha, ha. (ammirísk megagræja… segi ekki meir…:-)
Annars er maður búinn að tala svo digurbakralega undanfarið, að maður er hálf nervös um að drífa nú ekki nóg í vetur. Ég er meira að segja búinn að ákveða að hækka græjuna aðeins meira fyrir snjósísónið, en það er einmitt alger draumur við bíla með þróaða fjöðrun, það er klukkutíma vinna að lækka/hækka þá og svo hjólastilling á 10.000 kall – málið afgreitt. Maður bara "setur bílinn upp" eins og þeir segja í formúlunni, í samræmi við þau not sem hver árstíð býður uppá… Dásamlegt!
Ferðakveðja,
BÞV
21.11.2003 at 12:04 #480896
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já þetta er náttúrulega ágætur kostur að geta "stillt" bílinn nánast eftir árstíma, sett vetrarstillinguna á. Ein spurning, svona vegna reynsluleysis míns í þróaðri fjöðrun. Þegar Daman er komin í hæstu stillingu, er þá fjörðunarsviðið ekki orðið frekar stutt? Eða hvernig gerist þetta?
Kv – Skúli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.