Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Breyta túrbínu í Patrol
This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefán Stefánsson 16 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
09.05.2009 at 00:18 #204360
Hvaða reynslu hafa menn á því að breyta túrbínu í patrol 1995 módelið??
Framtak Blossi hafa verið breyta þeim þannig að hún komi inn í um 1100snúningum.
Er þetta eitthvað sem varið er í eða er þetta ekki peningana virði? -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
09.05.2009 at 13:04 #647348
Sæll.
Þetta er hellings munur þarna á ferðinni ,ef þú ert með góðan lítið slitinn mótor .
Það sem er málð er að afgas kuðungurinn er minni í þessum bínum en original , sem þýðir , kemur fyrr inn , eða um 1100 – 1400 RPM.Til að aðgerðin nýtist sem best þarf svera pústið , KN filter í loftsíuboxið eða Cold air system og fjarlægja yfirþrýstingsventil úr soggreininni .
Setja góðann þrýstingsmæli á túrbínuna inn í bíl , helst afgashitamæli líka .
Svo er aðal trixið að setja turbo booster (þrýstiminkara), sem tengdur er á lögnina frá túrbínu og stjórnar Wastegate lokanum á bínunni og svo viðbótar olíu lokanum á olíuverki , sem vinnur aðallega á snúningi.
Þarna er smá stillingarvandi að fá rétt olíumagn á snúningi , vill sækja í að vera of mikið .Það er gormur þarna undir lokinu sem má leggja undir .
Hef verið með Patrol 2,8 allt að 1,3 kg í boost þrýsting . En ekki í stanslausri notkun , þarf að fara varlega með þetta dót þegar er búið að þjarma að þessu .
Passa hitann ,að hafa olíukælirinn tengdan er skilyrði . Allt of margir sem rífa hann úr .
Leyfa vélinni að hitna aðeins áður en tekið er á henni , svo sama ef drepið er á , alltaf að láta vélina ganga smá áður en drepið er á .
Sérstaklega eftir átök .Það þarf að minnka aðeins olíuna á hásnúningi , sem gerist með Boosternum en aftur auka aðeins við á olíuverkinu á móti til að fá olíu á sama tíma og (nýja) túrbínan byrjar að vinna .
Ef allt virkar eins og það á að gera þá er hámarkssnúningurinn 3.800 rpm
besti vinnslusnúningurinn 1200 – 3000 rpmBoost mælirinn fer í 0.3-4 kg við að botngefa snöggt í lausagangi .
Svo er eitt enn , aðeins að auka þrýstinginn á spíssunum , minnir að hann sé 14 kg orginal , má fara aðeins upp , kannski 14,8
Þetta þarf að fara fram af aðila sem kann og veit .
Eins og fram kom í byrjun er þessi process til að nýta búnaðinn betur , en auðvitað er strax bót í að setja bara minni kuðung í bínuna .Hilsen Valli ………..
09.05.2009 at 13:13 #647350Takk fyrir þetta. Maður er svona að velta þessu fyrir sér hvort maður fari í þetta eða splæsa í skriðgí hjá Ljónunum. Spurning bara hvort maður ætti að gera fyrst og hvort nýtist manni betur.
En hvað er orinal turbína að koma inn í?
Hagalin
09.05.2009 at 13:23 #647352Orginal er dauð fyrir neða 2000 rpm .
Ef allt er í lagi , þeas. ef túrbínan sem er í núna virkar , þá myndi ég persónulega fara fyrst í lowgírinn . Sérstaklega ef þú er á 44" eða á 38 með orginal hlutföll .
09.05.2009 at 18:27 #647354Valgeir Stefán Sverrisson ( valli )
þú ert ráðinn …….
09.05.2009 at 18:38 #647356Takk fyrir það. Já ég held að ég fari fyrst í lo-gírinn. Er með lægri hlutföll í bílnum en vantar 3" pústið og held að ég taki það og logírinn fyrst…..
Takk fyrir þetta.
09.05.2009 at 19:13 #647358Íhugaðu líka 2.86:1 hlutfall í millikassann. Kostar líklega 1/4 af milligírsverði.
-haffi
09.05.2009 at 20:21 #647360Hvaða reynslu hafa menn af því að lækka hluföllin í millikassann???
Held að logírinn sé á um 300kall hjá ljónunum klár í bílinn og alles.
09.05.2009 at 23:05 #647362sælir
Þú færð þér ekki lógír hjá Ljónunum nema að setja í hann ný lægri hlutföll frá Ástralíu. Það er stór munur á org 1:2 hlutföllunum í millikassanum og 1:3,74 frá Ástralíu. Gallinn við þetta er að Ástralíuhlutföllin kostuðu yfir 100 þús kr hjá Kliptrom.is fyrir hrun.
kveðja
Agnar
10.05.2009 at 08:29 #647364Er ekki bara bæði betra?
Svo smelli ég 3" í fyrir þig einhvern laugardaginn
10.05.2009 at 15:20 #647366Jú held að það væri best. En bara spurning hvað ástalíuhlutfallið kosti, spurning hvort það verði sett á dagskrá fyrir veturinn 2010 og láti lógírinn í í sumar með orginalhluföllunum……..
10.05.2009 at 15:49 #6473683" púst gerir alveg helling fyrir 2.8 mótorinn. Millikælir og 3" púst og þetta verður nýr bíll hjá þér.
Góðar stundir
10.05.2009 at 19:08 #647370Er ekki með nema 2 1/4" púst undir núna og kút. Kominn með intercoolerinn þannig að það er komið.
10.05.2009 at 20:23 #647372Kreppuráð dagsins:
.
Það er sterkur leikur að skipta hljóðkúnum út fyrir rör. Handlagin maður ætti að geta gert það sjálfur úti á bílastæði.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
