Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › breyta skálabremsum í diskabremsur
This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Bæring J. Björgvinsson 16 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.02.2008 at 15:48 #201842
Félagar!
hefur einhver hér útbúið diskabremsur á Landcruiser 60 afturhásingu? (full floating hásinguna)
hvaða bremsudælur eru menn að nota, úr hvaða bílum? ég veit að Saab og Subaru komu með handbremsuna tengda að framan fyrir löngu.. og ástralinn notar Cadillac Eldorado bremsur.
ef einhver hefur gert þetta hér og á myndir eða getur leyft mér að sjá hvernig þetta var útfært, þá væri ég voðalega glaður..
kveðja,
Lalli -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.02.2008 at 18:10 #613770
En að setja handbremsuna aftan á gírkassann?
Jói félagi okkar útfærði þetta svona snilldarlega á sínum lúxa og ég er að fara í svipaðar smíðar.
.
Væri ekki þá hægt að nota hvaða bremsur sem er og smíða festingar fyrir þær á rörið sjálft?
.
Smá pælingar. 😉
.
kkv, Úlfr
E-1851
11.02.2008 at 18:33 #613772Prófaðu sor.com þeir eiga ansi margt í landcruisera.
Kv Jón
11.02.2008 at 20:50 #613774Góðan daginn,
þeir á renniverkstæði Ægis settu diskabremsur úr Lincoln ca ´90 árgerð á Dana 60 hásingu fyrir mig, var hún með handbremsu og virkuðu bremsurnar vel en ég eyðilagði bílinn áður en ég var búinn að tengja handbremsuna.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
11.02.2008 at 23:48 #613776Já, handbremsan á drifskaftið (eða aftan á millikassa) er áhugaverð hugmynd, svo lengi sem diskurinn fyrir það nær ekki niðurfyrir grind… þyrfti að fá að sjá þessa útfærslu hjá Jóa. Einhverntímann heyrði ég af bílum sem koma svona original, man ekki hvaða bílar það eru samt.
tékka á þessari heimasíðu á morgun, takk fyrir ábendinguna með hana
Hjörtur, mannstu hvað snillingarnir hjá Ægi tóku fyrir að smella þessu á rörið fyrir þig?
12.02.2008 at 00:24 #613778Suzuki Fox varð það víst sem kom með þessu orginal og eflaust fleiri.
12.02.2008 at 00:45 #613780patrol, og fleiri mer finnst reyndar besta út færslan í patrol
kv. Atli
12.02.2008 at 00:48 #613782Gamli Patrol,Land Rover,Range Rover og gamli Willys ofl. eru með handbremsu á kassanum sem er alger snilld.
Kveðja af skaganum
12.02.2008 at 08:23 #613784Á millikassanum ég myndi tala við ljónsstaða bræður með að fá sett hjá þeim þeir hafa breytt ótal patrolkössum í milligír og gætu lumað á handbremsu með öllu úr patrol þú getur einnig notað diska og dælur úr patrol það ærtti að vera hægt að koma því fyrir
kv Gísli
12.02.2008 at 09:54 #613786Hvað snertir handbremsu aftan á millikassanum þá man ég eftir því að gamli rússinn hans pabba var með svona búnaði. Ef menn setja þetta verða þeir að hafa í huga að ef annað afturhjólið lyftist getur það, eða hitt, snúist, bíllinn verður að standa í bæði hjólin til að bremsan virki nema hann sé með driflæsingu á. Þetta gæti komið manni á óvart sem væri að skipta um dekk í brekku.
12.02.2008 at 12:09 #613788Góðan daginn Lárus,
þeir áttu svo mikið við hásingarnar báðar hjá mér, pumpubúnað, stytta rörin og fleira. Þetta var pakki með heildarverði þannig að verð á þessu einu sér veit ég ekki. En þeir voru ekki dýrir á heildarpakkanum.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
22.02.2008 at 09:49 #613790Svona fara sumir að þessu, helvíti snilldarlega gert.
[url=http://www.employees.org/~dirttrak/rear-FF-disk-conversion.htm:3b62y3n4][b:3b62y3n4]Full floating breytt úr skálabremsu í diskabremsu[/b:3b62y3n4][/url:3b62y3n4]
eitthvað svipað hlýtur að vera hægt að gera á hj60 hásinguni.
mjög þægileg leið, nú er bara að útbúa handbremsuna!
25.06.2008 at 15:31 #613792fyrir þá sem hafa áhuga á að gera eitthvað svipað þá ákvað ég að smíða brakketið bara sjálfur frekar en að kaupa eitthvað kitt að utan. eða blanda einhverju non-toyota rusli á bílinn..
Ég notaði s.s. afturbremsur undan Corollu 2005 og bremsudiska af musso.
brakketin eru úr 10 mm. járni.. á eftir að rúna þetta betur til og sandblása/zinc húða.
nú er bara að vona að bremsudælurnar séu nógu sterkar… ef ekki, þá fer maður útí að breyta þessu fyrir frambremsudælur.
þeir sem hafa áhuga á að skoða ógeðis-brakkettið mitt geta séð það hér: [url=http://www.flickr.com/photos/lallirafn/2609204184/:23v6lfra][b:23v6lfra]BRAKKET[/b:23v6lfra][/url:23v6lfra]
25.06.2008 at 23:13 #613794Ég er oft búinn að velta því fyrir mér að smíða nettar diskabremsur aftan á Hilux millikassann. Æti ekki að vera neitt voða flókið, og skárra í viðhaldi heldur en þetta víradrasl sem er alltaf fyrir og aldrei til friðs. Hef bara ekki rekist á hentuga íhluti enn sem komið er, enda svosem ekki þaulleitað að þeim. Subaru bremsudæla er reyndar ansi sterkur kandidat, en þá vantar líka disk sem ekki þarf að smíða of mikið í kringum, er passlega djúpur og þykkur…
…en þetta finnst sjálfsagt um leið og maður drífur í þessu.
26.06.2008 at 00:12 #613796ég ætla einmitt að fabrikera handbremsuna á drifskaftið uppvið millikassa. hef séð ýmsar útfærslur á því og er með ágætis hugmyndir að lausnum. Ef þú gerir eitthvað svona máttu endilega pósta myndum hérna inn, alltaf gott að hafa fleiri hugmyndir
26.06.2008 at 00:28 #613798ég er með fullfloating að aftan hjá mér…
er með sömu nöf, legur, bremsudælur, og diska og að framan…. og ég er með diskabremsu/handbremsu á drifskaftinu/millikassanum:=)
ps. flotttar suður hjá þér, lárus
26.06.2008 at 01:05 #613800Ef það vantar íhluti í þetta, má panta heilt kit (sem virkar ágætlega, nema fyrir elektróníska hraðamæla)
[url=http://www.allprooffroad.com/index.php?option=content&task=view&id=33:2l7elbs5]héðan[/url:2l7elbs5]
.
Eina vesenið með þessa gutta að þeir taka ekki kreditkort. ;(
.
kkv, Úlfr
E-1851
26.06.2008 at 10:01 #613802Sæll Bazzi..
mér þætti gaman að kíkja aðeins undir bílinn hjá þér. Bjóstu til bremsudæmið sjálfur eða eru þetta kitt sem þú keyptir?
hvar næ ég í skottið á þér?
26.06.2008 at 10:11 #613804Kannski eitthvað [url=http://x-eng.co.uk/X-BrakeDIY.asp?MID=31:2lf7hm3h][b:2lf7hm3h]hér[/b:2lf7hm3h][/url:2lf7hm3h] sem gæti gagnast.
kv.
ÞÞ
26.06.2008 at 11:20 #613806ég er með þetta kitt frá all pro. þægilegir kallar sem taka visa kortið mitt með brosi.
og ég skil ekki hvað þetta á að bögga elektroniska hraðamæla.
26.06.2008 at 14:58 #613808Eftir því sem mér best skildist á APOR var að bracketið þvældist eitthvað fyrir, meira veit ég ekki, las bara heimasíðuna þeirra.
.
Svo varðandi kreditkort, þá hafa þeir hætt að taka á móti kortum frá evrópu. Það er nýtilkomið.
.
kkv, Úlfr
E-1851
.
P.S. Lalli, það er ein ljót drusla fyrir utan húsið okkar sem er með svona handbremsudrasl frá APOR undir. Mæli með að leggjast undir hann í góða veðrinu.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.