Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Breyta framljósum
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Agnar Benónýsson 16 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
27.02.2009 at 12:44 #203922
Jæja nú fór ég með Patrolinn í fyrstu skoðun eftir breytingu úr 44″ í 46″ og kom bara þokkalega út.
Hins vegar settu þeir réttilega út á að framljós væru of há 145 cm upp í efri brún. Ég stóð alltaf í þeirri meiningu að það væri í 135cm í neðri brún (126cm hjá mér) og var því poll rólegur fyrir skoðunn. Einnig þurfa ljósin að koma utar á bílinn eða ekki innar en 40 cm frá ysta brún dekkja. Þarna hjélt ég að kanturinn væri nóg. Hjá mér er ca 36cm úr í kant en 42 út fyrir bana.
Spurningin er:
Hvaða tegund af ljósum hafa menn verið að setja hjá sér framan á bílinn sem aðalljós. Verða þau ljós að fara inn á aðaljósarofann í stýrinu eða má koma fyrir öðrum rofa fyrir nýju ljósin og halda stöðuljósum í þeim gamla?
Kv. Júnni -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
27.02.2009 at 14:58 #642054
Þu skalt athuga hvort sé ekki nóg að setja nett dióðuljós i rétta breidd veit þess dæmi að það hefur dugað.
27.02.2009 at 15:03 #642056Þeir settu ekki út á breyddina þ.e að stöðuljós eru nógu utarlega. Hins vegar eru framljósin of hátt frá jörðu.
Kv. Júnni
27.02.2009 at 16:26 #642058Ökutæki skráð eða breytt fyrir 1990 meiga hafa aðalljós innar en 40 cm ef stöðuljósin uppfylla skilyrðin með 40 cm. Þannig að ef bíllinn þinn er yngri en 1990 þá þarft þú að færa aðalljósin.
27.02.2009 at 18:23 #64206046" patrolin grái sem að er í keflavík lenti í því að þeir sögðu að framljósin væru of há frá jörðu, en við skoðuðum reglugerðina og hann hefur greinilega sýnt þeim það á blaði. Veit ekki hvernig það endaði en hann er allavena með skoðun og ekki búið að breyta ljósunum
27.02.2009 at 20:31 #642062Vitið þið hver á þann gráa í Keflavík. Forvitnilegt að spjalla við hann um hvernig hann leysti þetta?
Kv. Júnni
27.02.2009 at 20:52 #642064
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hér er allt um þetta [b:25uz9dny][url=http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/1c51168352e9a43a00256a07003476be/5690ea9f117f81b000256d1d004903cf?OpenDocument:25uz9dny]Reglugerð[/url:25uz9dny][/b:25uz9dny] um gerð og búnað ökutækja
Eftirfarandi stendur í reglugerðinni;
07.01 Ljósker.
(1) Aðalljós.
Litur: Skal vera hvítur eða gulur.
Dreifing: Ljós frá lágljóskerum skal dreifast nægilega til hliðanna.
Ljósker fyrir lágljós skulu vera mishverf og gerð fyrir hægri umferð.Staðsetning: Ljósker skulu vera framan á ökutækinu. Auk þess gildir:
a. Háljós: Ljósker mega ekki vera nær ystu brún ökutækis en ljósker fyrir lágljós. Þeim skal þannig fyrir komið að ekki sé hætta á að birta frá þeim eða speglun ljóss í baksýnisspegli og/eða af öðrum flötum ökutækis valdi ökumanni óþægindum.
b. Lágljós: Hæð ljóskera skal vera á milli 500 mm og 1200 mm og fjarlægð frá ystu brún má mest vera 400 mm. Bil milli tveggja ljóskera skal vera a.m.k. 600 mm en a.m.k. 400 mm ef breidd ökutækis er innan við 1,3 m.(15) Stöðuljós.
Litur: Skal vera hvítur á framvísandi ljósi en rauður á afturvísandi ljósi. Heimilt er að á ökutæki frá Bandaríkjum Norður-Ameríku og Kanada sé litur framvísandi stöðuljóss rauðgulur.
Dreifing: Ljós skal vera sýnilegt a.m.k. 15° ofan við og a.m.k. 15° (5° ef hæð ljóskers er minni en 750 mm) neðan við ljóskerið og a.m.k. 45° (0° fyrir framvísandi stöðuljós á eftirvagni) innan við og a.m.k. 80° utan við ljóskerið.
Á ökutækjum með einu framvísandi og einu afturvísandi stöðuljóskeri skal ljós vera sýnilegt a.m.k. 80° utan við ljóskerið til beggja hliða.
Ljósstyrkur: Styrkur ljóss við ljóskerið skal frá framvísandi ljósi vera á milli 4 cd og 60 cd en frá afturvísandi ljósi á milli 2 cd og 12 cd. Ákvæði um lágmarksstyrk afturvísandi stöðuljóss telst vera uppfyllt ef afl peru er 5 W.
Staðsetning: Afturvísandi stöðuljósker skulu vera aftan á ökutæki. Hæð ljóskera skal vera á milli 350 mm og 1500 mm. Hæð má þó vera allt að 2100 mm ef nauðsynlegt er vegna lögunar ökutækis.
Fjarlægð framvísandi stöðuljóskers frá ystu brún eftirvagns má mest vera 150 mm, en fjarlægð stöðuljóskers frá ystu brún annarra ökutækja má mest vera 400 mm. Bil milli ljóskera skal vera a.m.k. 600 mm, en a.m.k. 400 mm ef breidd ökutækis er innan við 1,3 m.
Ef nauðsynlegt er vegna lögunar ökutækis má fjarlægð afturvísandi stöðuljóskers frá aftasta hluta þess vera allt að 500 mm.
Afturvísandi stöðuljósker skulu vera aftan á ökutæki. Hæð ljóskera skal vera á milli 350 mm og 1500 mm. Hæð má þó vera allt að 2100 mm ef nauðsynlegt er vegna lögunar ökutækis.
Fjarlægð framvísandi stöðuljóskers frá ystu brún eftirvagns má mest vera 150 mm, en fjarlægð stöðuljóskers frá ystu brún annarra ökutækja má mest vera 400 mm. Bil milli ljóskera skal vera a.m.k. 600 mm, en a.m.k. 400 mm ef breidd ökutækis er innan við 1,3 m.
Ef nauðsynlegt er vegna lögunar ökutækis má fjarlægð afturvísandi stöðuljóskers frá aftasta hluta þess vera allt að 500 mm.ÓE
27.02.2009 at 21:53 #642066a. Háljós: Ljósker mega ekki vera nær ystu brún ökutækis en ljósker fyrir lágljós. Þeim skal þannig fyrir komið að ekki sé hætta á að birta frá þeim eða speglun ljóss í baksýnisspegli og/eða af öðrum flötum ökutækis valdi ökumanni óþægindum.
b. Lágljós: Hæð ljóskera skal vera á milli 500 mm og 1200 mm og fjarlægð frá ystu brún má mest vera 400 mm. Bil milli tveggja ljóskera skal vera a.m.k. 600 mm en a.m.k. 400 mm ef breidd ökutækis er innan við 1,3 m.
Ég er einmitt marg búinn að lesa þessa grein. Þarna kemur ekkert fram hvað háu ljósin meiga vera hátt frá götu. Þess vegna gæti verið nóg að vera með lágu ljósin í öðru ljóskeri og neðar. Skoðunarmenn vitna alltaf í 135cm að efri brún og það gera breytingarverkstæðin einnig. Það stendur ekkert um það.
Gefa þeir sér að framljós séu mest 150mm há þar sem sagt er að að ljós eigi að vera milli 500 og 1200mm. Þar er ekki gefið upp hvort um sé að ræða efri eða neðri brún.
Þetta virðist vera hægt að túlka eins og stjórnarskránna!!!!! þ.e hver hefur sína túlkun.
Kv. Júnni
27.02.2009 at 22:06 #642068Þetta stendur á blaðsíðu 39
07.203 Breytt bifreið.
(1) Hæð aðalljóskera á breyttri torfærubifreið má mest vera 1350 mm.
(2) Hæð bakkljóskera á breyttri torfærubifreið má mest vera 1650 mm.
(3) Breytt torfærubifreið má vera búin tveimur ljóskösturum sem mega vera tengdir stöðuljóskerum um
eigin rofa og samtengdir gaumljósi í mælaborði.
27.02.2009 at 22:08 #642070Í skoðunarhandbók stendur eftirfarandi:
07.203 Breytt bifreið.
(1) Hæð aðalljóskera á breyttri torfærubifreið má mest vera 1350 mm.
27.02.2009 at 23:19 #642072sælir
Ef 10% reglan er raunverulega í gildi er þá ekki bara einfaldast að sleppa því að skoða hann á 46", fara bara með hann á 44" og láta það duga ……. það ætti að duga þér til að fá hann skoðaðan svona.
kv
AB
27.02.2009 at 23:27 #642074Takk fyrir þetta Kristinn, þetta er greinin sem ég var að leita af.
Agnar, það stendur einnig skýrt í reglugerð að þú átt að koma í skoðun á stærstu dekkjum sem þú notar. Hitt væri auðvitað ódýr lausn. Eins væri hægt að lækka hann á gormum og hleypa aðeins úr. En þetta eru ekki lausnir í mínum huga ef maður vill hafa hlutina eftir reglunum.
Kv. Júnni
28.02.2009 at 09:25 #642076sælir
Ég er sammála þér með að hafa hlutina löglega en ég hef ekki rekist á slíkt skilyrði í [url=http://www.us.is/scripts/WebObjects.dll/US.woa/swdocument/1207/Regluger%C3%B0+um+ger%C3%B0+og+b%C3%BAna%C3%B0+%C3%B6kut%C3%A6kja+nr.+822_2004.pdf:15kn4pes][b:15kn4pes]reglugerðinni[/b:15kn4pes][/url:15kn4pes] og reyndar held ég því fram að 10% reglan sé í fullu gildi enda finnst mér hún eðlileg.
Bendi einnig á athyglisverðar umræður i [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=innanfelagsmal/8327:15kn4pes][b:15kn4pes]þessum[/b:15kn4pes][/url:15kn4pes] þræði.
kveðja
Agnar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
