This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Samúel Þór Guðjónsson 16 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar, þannig er stendur nú á hjá mér að ég aulaðist til að troða 44″ blöðrum undir djásnið, ákvað að hafa 18″ felgur frekar en 16″ og er núna að velta fyrir mér hvort þið vitið til að það séu til kantar fyrir svona breiðar felgur?
.
Ég veit vel að það eru til kantar en þeir eru bara fyrir 16″ breiðar felgur minnir mig. Ef einhver á svona kanta hinsvegar sem liggja á lausu gæti ég alveg þegið að fá þá lánaða eitt augnablik meðan ég máta og sé hvort það dugi mér eða bara ef einhver hefur málin af þessum köntum.
.
Svo er ég líka að velta fyrir mér, ég ætla að færa afturhásinguna 100mm aftur í viðbót (er færð c.a. 12-14cm fyrir) hvort einhverjir séu með sérsmíði á köntum og hvað það myndi c.a. kosta?
.
Veit af einum rönner sem er með einhverja svaða vængi, kallaður Megas.
.
Sjá hér
.
Veit einhver eitthvað meira um þá kanta?
.
Með von um góð svör.
kkv, Úlfr
E-1851
.
P.S var næstum því búinn að gleyma að líma mynd af djásninu við 44″ undirsetninguna!
hér er mynd af honum stuðaralausum að vísu 😛
You must be logged in to reply to this topic.