This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurður Már Sigþórsson 17 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Sælir allir
Ég hef mikið verið að hneikslast á jeppum sem ég sé í umferðinni án þess að vera með brettakanta. Sérstaklega hef ég undanfarið tekið eftir tveimur bílum, báðum á 38″ dekkjum sem hafa verið kantalausir að aftan í marga mánuði. Um báða þessa bíla hefur verið fjallað hér á vefnum, og eigandi annars þeirra hefur verið virkur í starfi klúbbsins.
Það er svosem ekki eins og ég vilji vera einhver löggæslu eða eftirlitsaðili, þó augljóslega hafi þessir bílar ekki verið skoðaðir nýlega, heldur er ég að hugsa um orðspor okkar jeppamanna og álit fólks á bílunum okkar. Eitt af því sem fólk hefur á móti okkur og bílunum, eru stóru dekkin sem þykja ógnvænleg. Ég verð að viðurkenna að ég skil það sjónarmið vel þegar maður sér bíla sem eru með nærri hálf dekkin óvarin fyrir utan boddýið.
það er svosem skiljanlegt að kantar geti brotnað og skemmst, þannig að taka þurfi þá af um stuttan tíma. En í marga mánuði. Common…….Eruð þið sammála mér, eða er ég bara að tuða??
Kv.
Emil Borg
You must be logged in to reply to this topic.