This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Erlingur Harðarson 16 years ago.
-
Topic
-
Ég á ekki til eitt orð (en skrifa þó samt nokkur).
Hvað er að gerast hérna, er engin(n) sem ætlar að tjá sig um hina landsfrægu, vel sóttu, eftirsóttu, vinsælu, skemmtilegu og geðveiku brennuferð okkar Eyfirðinga. Hvernig er þetta eiginlega orðið, eru allir geltir hérna á Eyjafjarðarsvæðinu eiginlega. Það er nokkuð ljóst að ég verð að fara að eignast bíl aftur sem getur leitt ykkur félagana á villigötur hálendisins og marklausrar olíueyðslu. Hverjir ætla að fara í dagsferð og hverjir ætla að gista og detta ærlega í það annað kvöld. Ég er búinn að safna brennuefni allt þetta ár og hef sagað það í réttar lengdir fyrir ykkur aumingjana en ég á bara ekki bíl til að flytja þetta. Eða kanski ætti ég bara að stinga ykkur alla af á Fordinum, sem væri ekki mikið mál þið sem drollist um á Patrollum og Togogýtum druslum. Ha hvar er ferðahugurinn???Kveðja:
Erlingur HarðarPS: Fæ ég far með einhverjum…
You must be logged in to reply to this topic.